fbpx
Föstudagur 07.mars 2025

Ragnhildur Birna um börnin sem samfélagið skilgreinir með hegðunarvandamál

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 7. mars 2018 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt í náttúrunni leitar jafnvægis. Það á við um ósjálfráða taugakerfið okkar eins og annað. Við höfum sympatíska taugakerfið sem ræsist upp þegar hætta steðjar að, við getum kallað það varnarkerfið. Það hjálpar okkur að bregðast hratt við, líkamlega, því sem við mætum. Þegar þetta kerfi er við stjórn erum við ekki að gera áætlanir fyrir framtíðina eða lesa okkur til ánægju, líkamlegt ástand okkar myndi ekki leyfa það, enda þarf að bregðast við ógn og öll okkar athygli fer í það,

segir Ragnhildur Birna Hauksdóttir fjölskylduráðgjafi.

Ragnhildur Birna Hauksdóttir, fjölskyldufræðingur

Það sem ég er mikið hugsi yfir, er að ég hef þekkt mög börn sem hafa verið með varnarkerfið virkt dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og jafnvel ár eftir ár og hegðun þeirra í takt við það. Þau eru á varðbergi, tilbúin til þess að ráðast gegn ógn (fólki, umhverfi eða aðstæðum).

Ragnhildur segir að þegar varnarkerfið hefur verið virkt í langan tíma verði börn afar lunkin við það að verjast hverskyns ógn, ógn sem enginn annar kemur auga á.

Þau geta ekki einbeitt sér að löngum textum, eiga erfitt með að hlusta og skilgreina jafnvel atburði á allt annan hátt heldur en jafnaldrar þeirra. Þau sjá ekki ánægju í því sem önnur börn njóta. Þessi börn eiga erfitt með fjölmenni, enda fer mikil orka í að finna þær hættur sem þar leynast. Þau eiga stundum erfitt með að hlæja og geta ekki sleppt tökunum, bregðast hratt við og geta því ekki leyft hlutunum að hafa sinn gang. Hverskyns kæruleysi getur ógnað öryggi þeirra.

Þetta eru börnin sem samfélagið hefur skilgreint sem börn með hegðunarvandamál

Í þau rúmlega tuttugu ár sem ég hef unnið með börnum hef ég kynnst afar mörgum börnum með varnarkerfið virkt, af mismunandi ástæðum. Þessi börn eru með afar lélega sjálfsmynd, enda læra þau ung að hegðun þeirra er slæm, þau læra að þau séu slæm. Þessi börn verða oft reið með aldrinum. Það sem ég sé núna er að hegðun þeirra er ekki vandamál. Vandamálið er að heili þeirra er fastur í varnarviðbragði. Það er því ekki hægt að nálgast þau með því að kenna þeim nýja hegðun því við þurfum að vera í jafnvægi til þess að læra nýja hluti. Við þurfum að kenna þeim að treysta, öðruvísi komast þau ekki úr stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Ökumaður dæmdur í 48 ára fangelsi eftir skelfilegt slys

Ökumaður dæmdur í 48 ára fangelsi eftir skelfilegt slys
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fjórir menn fyrir dóm vegna hættulegra árása við Extra í Reykjanesbæ og Holtaskóla

Fjórir menn fyrir dóm vegna hættulegra árása við Extra í Reykjanesbæ og Holtaskóla
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hryðjuverkamálið: „Loksins er þessari martröð lokið“ – Sveinn Andri á von á háum bótakröfum

Hryðjuverkamálið: „Loksins er þessari martröð lokið“ – Sveinn Andri á von á háum bótakröfum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hrefna Sætran segir skilið við Grillmarkaðinn

Hrefna Sætran segir skilið við Grillmarkaðinn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Reykjavíkurborg skipað að breyta götuheiti vegna öryggishagsmuna

Reykjavíkurborg skipað að breyta götuheiti vegna öryggishagsmuna
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Kvöldbakstur Sunnevu klúðraðist illilega – Sjáðu myndbandið

Kvöldbakstur Sunnevu klúðraðist illilega – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óvænt nöfn í landsliðshópi Arnars? – „Finnst að hann ætti að vera en ég held hann verði það ekki“

Óvænt nöfn í landsliðshópi Arnars? – „Finnst að hann ætti að vera en ég held hann verði það ekki“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Kristjana stekkur beint út í djúpu laugina og stofnar fyrirtæki með Gumma Kíró

Kristjana stekkur beint út í djúpu laugina og stofnar fyrirtæki með Gumma Kíró