fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

Meðleikarar sem kom alls ekki saman

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. mars 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum verður til ævilangur vinskapur milli meðleikara í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Fjölmörg dæmi eru einnig um að þeir hafi orðið ástfangnir.
Síðan eru dæmi um stjörnur sem kom alls ekki saman þegar myndavélarnar voru ekki að rúlla. Marie Claire tók saman lista um nokkrar þeirra.


Shannen Doherty og Jennie Garth: Beverly Hills: 90210
Doherty yfirgaf þættina eftir fjórðu seríu af þeirri ástæðu að henni kom ekki saman við meðleikara sína. Í viðtali við E! árið 2014, sagði Garth frá ágreiningi sínum við Doherty. „Við vorum saman í stúdíói 14-16 tíma á dag. Stundum elskuðum við hvor aðra og stundum langaði okkur að klóra augun úr hvor annarri.“

Shannen Doherty og Alyssa Milano: Charmed
Doherty átti aftur í erjum við mótleikara sinn, að þessu við Milano við tökur á sjónvarpsþáttunum Charmed. Eftir nokkur tilvik þar sem þeim lenti saman, yfirgaf Doherty þættina eftir seríu 3. „Það er allt of mikið drama í gangi við tökur og ekki nógu mikil ástríða fyrir vinnunni,“ sagði Doherty í viðtali við Entertainment Tonight. „Ég er 30 ára og ég hef ekki tíma fyrir drama í lífi mínu lengur.“ Síðan þá hafa þær stöllur sæst. Árið 2017 sagði Milano í viðtali við E! að þær væru í reglulegu sambandi. „Shannon og ég tölum mikið saman í gegnum Twitter og ég talaði við hana síðast fyrir 2-3 dögum,“ segir hún. „Hún var í fríi og við ákváðum að hittast. Það hefur þó ekki orðið af því enn þá.“


Jerome Flynn og Lena Headey: Game Of Thrones
Þrátt fyrir að hafa haft nægt tilefni til að hittast í Game of Thrones þáttunum þá hafa karakterar þeirra, Bronn og Cersei, aldrei sést saman á skjánum. Af hverju ekki? Heimildarmenn segja að Flynn og Headay, sem áður voru par, talist ekki við og neiti að vinna saman.
„Flynn og Headey talast ekki við og eru aldrei í sama herbergi á sama tíma,“ sagði heimildarmaður í viðtali við The Telegraph árið 2014. „Það er leitt því á tímabili virtust þau hafa leyst sín mál, en núna er staðan sú að þeim er haldið frá hvort öðru.“

Lauren Graham og Scott Patterson: Gilmore Girls
Sögusagnir gengu um að þau hötuðu hvort annað, en þó að þar hafi aðeins verið gefið í, þá er rétt að þeim líkaði engan veginn við hvort annað utan sjónvarpsþáttanna.
„Það er ágætt,“ svaraði Graham þegar hún var spurð um samband þeirra. „Karakterar okkar eiga í nánu sambandi og það gefur til kynna að við séum það, en við erum ekki náin.“ Aðspurð hvort að þau væru góðir vinir, svaraði Graham með einu snöggu nei.


Claire Danes og Leonardo DiCaprio: Romeo+Juliet
Við tökur á myndinni árið 1996 var altalað að Danes og DiCaprio kæmi alls ekki saman. Hún þoldi ekki að hann var eilíft að stríða meðleikurum sínum og starfsfólkinu og honum fannst hún of merkileg með sig.


Joan Crawford og Bette Davis: What Ever Happened to Baby Jane?
Frægur ágreiningur þeirra við tökur myndarinnar varð kveikjan að fyrstu seríu sjónvarpsþátta Ryan Murphy, Feud.


Sarah Jessica Parker og Kim Cattrall: Sex and the City
Sögusagnir gengu um að þeim kæmi alls ekki saman og að Cattrall hefði ekki líkað það þegar hún komst að því að Parker þénaði mun meira en meðleikkonur hennar þrjár.
Í nóvember árið 2009 neitaði Parker opinberlega í viðtali við Elle að einhver ágreiningur hefði verið á milli þeirra, „Það vill enginn trúa því að ég elska Kim. Ég dýrka hana. Ég hefði ekki gert myndina án hennar.“


Lea Michele og Naya Rivera: Glee
Í ævisögu sinni, Sorry Not Sorry: Dreams, Mistakes and Growing Up, segir hún frá ágreiningi hennar við Lea Michele. „Einn af höfundum Glee sagði einu sinni að ég og Lea værum sami endinn á batteríinu og það lýsir okkur vel. Við erum báðar mjög ákveðnar og keppnisfullar, ekki bara við hvor aðra, heldur við alla og það er ekki góð blanda.“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
433
Fyrir 6 klukkutímum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.