Sunna Dís Ólafsdóttir kom að slysi í gærkvöldi þar sem tvö til þrjú börn á vespu keyrðu á fullri ferð í veg fyrir jeppa.
Ég var þarna rétt hjá og var komin að slysinu innan við mínútu eftir að það gerðist,
segir Sunna Dís í samtali við Bleikt.is
Þetta voru 2-3 börn sem voru 15 ára gömul á einni vespu. Þau keyrðu á fullri ferð án þess að líta til hægri né vinstri og fóru beint út á götu í veg fyrir jeppa. Sem betur fer var ökumaður bifreiðarinnar vel vakandi undir stýri og náði að sveigja bílnum þannig að hann keyrði á afturenda vespunnar.
Sunna Dís segist hafa verið hrædd um samskonar slys í þó nokkurn tímaenda séu mörg börn sem fara óvarlega á vespum.
Farþegar vespunnar skutust í allar áttir en sem betur fer sluppu allir nokkuð vel frá þessum harmleik, gengu að minnsta kosti sjálfir af vettvangi sem er með ólíkindum alveg hreint, eiginlega algjört kraftaverk!
Vespan var handónýt eftir slysið og bifreiðin mikið skemmd en segir Sunna Dís það algjört auka atriði.
Sunna biðlar til foreldra að fræða börnin sín áður en þau sendi þau út í umferðina.
Sýnið þeim myndina og veltið því fyrir ykkur hvort þau séu virkilega tilbúin út í umferðina og í Guðanna bænum passið að þau séu með hjálm, sem passar! Það þarf líka að taka það fram við þau að það eigi alls ekki að vera fleiri en einn á vespu í einu. Eitt er allavegana víst að minn gutti fær ekki vespu eftir kvöldið í kvöld!