fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 19. mars 2018 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia“ sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu.

Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin. Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn þung og ég var á þessum tíma eða allt þar til ég tók þessa U – beygju,

segir Bylgja sem hóf að hreyfa sig af krafti fyrir fjórum vikum síðan.

Andlega heilsan aldrei verið betri

Ég ákvað að byrja í crossfit fyrir fjórum vikum síðan og þetta er eflaust besta ákvörðun sem ég hef nokkurn tímann tekið. Ég get samt lofa því að ég hefði hlegið að þeim sem hefði sagt mér að ég yrði orðin háð crossfit og hreyfingu innan mánaðar.

Segir Bylgja og slær á létta strengi.

Í dag stundar Bylgja crossfit þrisvar sinnum í viku, fer í ræktina þrisvar sinnum í viku og hjólar 10 -20 kílómetra þrisvar í viku.

Það ótrúlega við þetta allt saman er að ég byrjaði allt í einu að fúnkera, andlega heilsan mín hefur ekki verið jafn stabíl í að verða tvö ár og ég trúi varla muninum á mér. Ekki misskilja mig ég á mína slæmu daga en ég er allt í einu byrjuð að höndla þá mun betur. Mér þykir svo dásamlegt að sjá sýnilegan árangur á hreyfingu þrátt fyrir að sjá það ekki endilega á vigtinni.

Bylgja segir að henni hafi margoft verið sagt að hreyfing myndi bæta allt ástand hjá henni.

Bakverkir og mjaðmaverkir úr sögunni

En þegar maður er sem lengst niðri er það ekki endilega það sem maður vill heyra né hefur tök á að gera. En ég sé ekki eftir að hafa látið mig hafa það og bara prófað. Ég finn svo gífurlegan mun á mér og líkaminn fylgir svo eftir. Ég er ekki lengur jafn þreytt og orkulaus, bakverkir og mjaðmaverkir eru úr sögunni sem ég trúði ekki að gæti gerst.

Bylgja segir að upphafið á hreyfingu hennar hafi byrjað á Yoga námskeiði sem hún var í í 6 vikur.

Ég verð að fá að alhæfa það að yoga er allra meina bót.

En það var þó eitt sem hreyfði virkilega við Bylgju og hafði djúpstæð áhrif á hana.

Varð hrædd við sykursýki 2

Það var fyrirlestur með Evert sem þjálfar mig í crossfit. Hann sagði eitt á fyrirlestrinum sem ég mun aldrei gleyma og hræddi úr mér líftóruna. En það er það að sykursýki 2 var ekki til fyrir 150 árum síðan, heldur erum við búin að búa til þennan manngerða sjúkdóm sem fólk borðar á sig. Það eru gerðar þúsundir aflimana á hverju ári vegna þessa sjúkdóms og tugir manns láta lífið vegna hans. Ég varð svo hrædd, ég ætlaði ekki að komast á þann stað og ég þurfti virkilega að heyra þetta. Það jákvæða er að fólk getur borðað sig aftur til heilsu og það er svo lítið mál þegar maður byrjar. Þetta er langhlaup og ég er rétt að byrja en það dýrmætasta við þetta allt saman er að ég hlakka til. Ég hlakka til æfinga og að borða hollan mat, ég hlakka til að sjá bætingar og að láta vigtina ekki trufla mig. Fyrst og fremst verðum við að gera þetta fyri rokkur sjálf, hætta að setja okkur óraunhæfar kröfur, hætta að bera okkur saman við aðra og finna okkur íþrótt sem að hentar okkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Svona líta undanúrslit Lengjubikarsins út

Svona líta undanúrslit Lengjubikarsins út
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir að Xi Jinping hafi ástæðu til að brosa breitt vegna Trump

Segir að Xi Jinping hafi ástæðu til að brosa breitt vegna Trump
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eldri hjón voru lamin í klessu en munu sennilega sjálf lenda í fangelsi

Eldri hjón voru lamin í klessu en munu sennilega sjálf lenda í fangelsi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ansi þægilegt fyrir Arsenal og Villa – Framlengt í Madríd

Ansi þægilegt fyrir Arsenal og Villa – Framlengt í Madríd
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti snúið aftur til Englands frítt í sumar

Gæti snúið aftur til Englands frítt í sumar
433
Fyrir 14 klukkutímum

Hákon Arnar og félagar úr leik eftir tap gegn Dortmund

Hákon Arnar og félagar úr leik eftir tap gegn Dortmund
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tvö stórlið í Evrópu hafa áhuga á að kaupa Diogo Dalot

Tvö stórlið í Evrópu hafa áhuga á að kaupa Diogo Dalot

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.