fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

Þórunn og börnin hennar þrjú tóku upp ofurhetjumynd

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 16. mars 2018 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Vignisdóttir á þrjú börn á aldrinum 4-7 ára sem öll eiga það sameiginlegt að hafa gaman að ofurhetjum. Strákarnir hennar tveir Úlfur og Bjartur leika sér daginn út og inn í hinum ýmsu ofurhetjuleikjum og skiptast á hlutverkum á meðan stelpan hennar, Saga, á erfitt með að finna ofurhetjur sem hún samsamar sig við.

Hún hefur því tekið upp á því að búa til sínar eigin ofurhetjur sem hún blandar saman úr þeim ofurhetjum sem hafa verið stelpuvæddar. Strákarnir hafa þúsund sinnum fleiri valkosti og geta þess vegna valið sér eina ofurhetju fyrir hvern dag án þess að tæma listann,

segir Þórunn í pistli á bloggsíðu sinni.

Superman alltaf bestur

Það er stundum erfitt og pirrandi fyrir feminista mömmu þeirra að hlusta á rökræður um hvaða ofurhetja sé best og alveg sama hvaða rök eru notuð, þá er Superman alltaf bestur. Karlaofurhetjan á alltaf vinningin, þrátt fyrir að það sé til stelpuvædd útgáfa af honum. Supergirl er víst enn þá bara stelpa og er því ekki alveg jafn góð og Superman sjálfur.

Þórunn segir að þegar fjölskyldan hafi verið að horfa á „The Incredibles“ teiknimyndina frá Disney um ofurhetjufjölskylduna á dögunum hafi sprottið upp sú hugmynd að þau myndu búa til sína eigin bíómynd.

Ákváðu að búa til sína eigin bíómynd

Ég dýrka þessa mynd af því að fjölskyldan hefur öll mismunandi hæfileika og þau geta ekki sigrað vondu karlana nema með samvinnu. Við fórum í kjölfarið að ræða bíómyndagerð og höfðu þau miklar skoðanir á því hvernig bíómynd þau vildu gera, hvaða brellur við ættum að nota og hvernig við myndum útfæra þær. Ég ákvað að grípa tækifærið og kenna þeim hvernig maður getur notað símann til þess að finna allskyns verkefni og meðal annars búið til bíómynd með brellum. Eftir að hafa kynnt mér málið smá þá sá ég að Imovie er með fyrir fram tilbúið verkefni þar sem maður þarf bara að fylla inn í svokallaðan „trailer“. Það fannst mér henta fullkomlega og gæti ég þá verið viss um að útkoman yrði þokkaleg.

Þórunn settist því niður með börnunum sínum og hófu þau að skipuleggja bíómyndina sína.

Börnin fengu að sjá um allt

Úlfur ákvað ofurhetjunafnið Úlfastrákurinn, Saga ákvað nafnið Sprengjustelpan, og Bjartur ákvað nafnið Jackson. Síðan teiknuðu þau upp búninginn sinn og við fórum í H&M og keyptum hvíta boli sem þau teiknuðu lógóið sitt á. Gerðum grímur úr pappír og fundum skikkjur. Við skrifuðum handrit, með nokkrum brellum að sjálfsögðu og byrjuðum að taka upp. Eftir vinnslan var svolítið mikið í mínum höndum en það var aðallega vegna þess að ég hef aldrei gert þetta áður. Næst þegar við gerum þetta þá munu þau taka þátt í henni. Ég leyfði þeim að ráða hvaða myndbönd við notuðum og að sjálfsögðu öllum texta.

Myndbandið um ofurhetjurnar sem fjölskyldan gerði má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Egill Þór er látinn