fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Bjarna var ýtt inn í skápinn: ,,Bæði sem samkynhneigður karlmaður og tilfinningavera“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 15. mars 2018 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd er frá því ég var 11 ára. Bjart, jákvætt og kærleiksríkt barn sem elskaði lífið. Ég hef alltaf verið tilfinningabúnt. Alinn upp í fallega Tálknafirði þar sem ég átti yndislega æsku með góða vini og elskandi fjölskyldu. Ég lék mér með mikið með stelpunum í dúkkó og föndri, notaði orð eins og „yndislegt” og var góður í leiklist og dansi. Ég tengdi ekkert við bíla eða fótbolta. Mér var líka strítt fyrir að vera stelpustrákur. Það var skammarlegt að vera stelpulegur.

Með þessum orðum hefst einlæg facebook færsla Bjarna Snæbjörnssonar, leikara og skemmtikrafts.

Bjarni tólf ára

Bjarni greinir frá því að gerendurnir í stríðni gagnvart honum hafi ýtt honum innar í skápinn, ekki bara sem samkynhneigður karlmaður heldur einnig sem tilfinningavera.

Ég veit í dag að gerendurnir voru líka leiksoppar samfélagsins og ólust upp í heimi þar sem karlmennskan var töffaraskapur, niðurlæging og árásargirni. Ég var öðruvísi, með kvenlega eiginleika og þar af leiðandi skrítinn. Ég lærði að strákar eiga að vera töff og harðir á meðan stelpur eiga að vera mjúkar og blíðar. En ég vissi að ég væri ekki stelpa. Ég var strákur sem var mjúkur og blíður. Að vera tilfinningaríkur strákur var kvenlegt og það var skrítið.

Slökkti á tilfinningum sínum

Þegar Bjarni komst á unglingsárin tók hann ómeðvitaða ákvörðun um að slökkva á tilfinningum sínum.

Í stað mýktar og kærleiks einkenndu mig doði og afstöðuleysi og ég bara rann í gegn um lífið. Ég hafði ekki hugrekkið til að vera sá sem ég var. Samfélagið skilyrti mig frá kjarnanum mínum sem var (og er) að vera tilfinningaríkur, mjúkur og kærleiksríkur.

Bjarni segist enn þann dag í dag vera að læra á tilfinningar sínar.

Ég er búinn með mikla sjálfsvinnu og er alltaf að leita að sannleikanum mínum. Það krefst oft mikils hugrekkis af mér að tjá tilfinningar mínar (eins og hér) en ég er að æfa mig á hverjum degi. Ég er nefnilega þannig að ég elska Rupaul’s Drag Race. Ég dýrka að sitja með vinkonum mínum klukkustundum saman og tala um tilfinningar. Ég leita iðulega til bróður míns eða pabba til að bora í veggina mína. Ég græt úr mér augun yfir kvikmyndinni Hjartasteinn og fer til sálfræðings þegar mér líður illa. Ég elska að sýna öðrum kærleika og að vera mjúkur og tilfinningaríkur. Við ættum allir að vera þarna og við ættum ekki að þurfa mikið hugrekki til. Þetta ætti að vera normið. Við ættum allir að fá frelsi til að vera tilfinningalega sannir.

Vill brjóta niður fyrir fram gefnar hugmyndir um kynjahlutverkin

Bjarni telur að með því að brjóta niður fyrir fram gefnar hugmyndir um kynjahlutverkin þá sé hægt að hjálpa heilu kynslóðunum að vera tilfinningalega heilar frá upphafi.

Hversu dýrmætt og dásamlegt væri það? Allir myndu alast upp með góða tilfinningagreind og allir kynnu að tala um hvernig þeim líður. Að engin atvinna, áhugasvið eða heimilisstarf tilheyrði einu kyni fram yfir annað. Allir fyndu sína styrkleika óháð fyrirframgefnum hugmyndum um eitt eða neitt. Þvílík valdefling sem það yrði fyrir öll börn. Þessi umræða um karlmennskuna og kynjahlutverk er meiriháttar. Það er óskandi að við karlmenn komum út úr skápnum sem tilfinningaverur. Höldum áfram að æfa okkur að tjá okkur og berskjalda. Þannig breytum við heiminum og gerum hann betri fyrir okkur og komandi kynslóðir. Að vera tilfinningaríkur strákur er nefnilega að vera mannlegur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
433
Fyrir 10 klukkutímum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.