Kynjamisrétti hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár og ekki að ástæðulausu. Í mörg ár hafa konur barist fyrir jöfnum rétti sínum við karlmenn og margar baráttur hafa verið sigraðar. Þó eru enn atriði sem barist er fyrir að verði lagfærð og á mörgum stöðum í heiminum hafa konur ekki enn þá sigrað eina einustu baráttu.
Það sem staðið hefur hvað helst upp úr í umræðunni hérlendis nýlega er launajafnrétti og gamaldags hugsunarháttur sem oft er kallaður „feðraveldið“.
Það verður góður dagur þegar þesskonar hugsunarháttur verður gleymdur og grafin og einungis fjallað um hann í sögubókum í grunnskóla.
En sá dagur er ekki komin enn og tók Bored Panda saman myndir af hlutum sem sýna, í raun hlægilegar, myndir af hlutum sem eru til sölu og eru algjör tímaskekkja enda mættu framleiðendur þessara vara skammast sín.
Í mörg ár hafa fyrirtæki reynt að stjórna neysluvenjum okkar með því að markaðssetja vörur fyrir annað hvort bara karlmenn eða konur og mikil reiði hefur skapast meðal kvenna þar sem vörur fyrir karlmenn eru iðulega auglýstar með tilliti til gáfnafars og vörur fyrir kvenmenn auglýstar með tilliti til útlits.
Einnig eru flestar þeirra vara sem auglýstar eru annað hvort fyrir karlmenn eða konur algjörlega nothæfar fyrir alla og því algjör óþarfi að skipta þeim niður fyrir sitthvort kynið.