fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

7 ára afmæli með einhyrninga þema

Fríða B. Sandholt
Laugardaginn 10. mars 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir mín átti afmæli um daginn og hún var ákveðin í því að hafa einhyrninga þema. Svo að saman ákváðum við að hafa einhyrninga þema með gylltu regnboga ívafi 🙂

Ég fór á stúfana og fann skreytingar við hæfi, bæði á ebay og hér heima og allt saman small þetta saman. Undirbúningurinn fyrir afmælið tók alveg örugglega viku (fyrir utan það að ég þurfti auðvitað að panta mun fyrr það sem ég keypti af ebay)

Þeir sem fylgja mér á snapchat fengu að fylgjast með undirbúningnum, en ég reyni að vera dugleg að setja inn á snappið mitt þegar ég er að baka og undirbúa veislur.

Ef þið viljið fylgja mér þar, þá er þetta minn aðgangur, sem er að sjálfsögðu opinn öllum.

Snap: fridabsandholt

Einhyrningakakan sjálf var súkkulaði kaka með smjörkremi og til að hafa hana nógu háa, þá var ég með þrjá botna og svo krem á milli, en kremið litaði ég með fjólubláum matarlit.

3 hæðir og krem á milli.
Svo setti ég líka fjólublátt krem utan á kökuna.
Svo slétti ég vel úr kreminu.
En af því að ég ætlaði svo að setja fondant yfir kremið,
þá var allt í lagi að kremið þakti ekki alveg botnana.
En ef ég hefði bara ætlað að hafa krem á kökunni, þá hefði ég kælt kökuna
í 1-2 tíma og svo sett aðra umferð af kremi og slétt það svo vel.
Og hvítan fondant þar yfir.
Ég gerði fyrst stærstu rósirnar og ákvað að hafa þær fjólubláar.
Svo bættust við bleik blóm og blátt skraut.
Kakan lofaði ekki góðu til að byrja með 😉
En hún skánaði þegar leið á 😉
Svo að lokum fyllti ég upp í öll „göt“ með gulu kremi.
Ég bjó til horn úr fondant og augu. En hornið gerði ég þannig
að ég var með kökupinna prik sem ég setti smá matarlím á
og rúllaði svo faondantinum út og vafði svo utan um prikið.
En ég fann mynd af augunum á netinu og teiknaði í gegn um smjörpappír, klippti svo
smjörpappírinn út og lagði á fondantinn og skar þau út
(Þegar verið er að skera út eitthvað mjög fíngert eins og t.d. augun, þá er mjög gott
að frysta fondantinn í smá stund eftir að búið er að fletja hann út og skera hann á meðan
hann er hálf frosinn)
Eyrun skar ég út með hjartaformi og svo átti ég lítið dropaform
sem ég notaði til að skera út það sem ég setti inní eyrun.
Svo spreyaði ég hornið, augun og  það sem ég setti inní eyrun með gylltu matarspreyi.
Tilbúið á kökuna.
Og hendurnar á mér spreyaði ég í leiðinni 😉
Svo límdi ég augun á, með matarlími.
Hornið komið á.
Og svo að lokum eyrun 🙂
Svo setti ég smá skraut á vegginn. Pappírs skrautið keypti ég í Söstrene Grene
og 7 ára blöðruna í Tiger.
Ég er alltaf með ávexti í boði í barnaafmælum.
Veisluborðið.
Marengs kaka með jarðaberjum, bláberjumo g BINGO stöngum.
Myndina af einhyrningnum fann ég á netinu, prentaði út og setti ramma.
Þetta er myndin sem ég prentaði út og setti í ramma.
~Those who don´t belive in magic~
~will never find it~
Bollakökur með röndóttu kremi og regnbogum.
Rice Krispies með bræddu súkkulaði í nokkrum litum. (uppskriftin er hér aðeins neðar)
Bleika smartiesið keypti ég í Víði.
Og einhyrningakerti á Rice Krispies kökurnar (Kertið keypti ég á ebay)
Á ebay pantaði ég líka límmiða til að líma undir Hersey´s kossa.
Með nafni afmælisbarnsins.
Ég gerði líka regnboga „froot loops“ kökur
Í þær notaði ég:
8msk síróp
300gr hvítt súkkulaði
300gr smjörlíki  sem var eiginlega of mikið en 150gr hefði verið nóg
Allt brætt saman í potti og Froot loops hringjum bætt útí.
Sett á ofnskúffu með smjörpappír í og látið harðna.
Og svo skorið í hæfilega stóra bita
Sjúklega gott 🙂
Hér er svo uppskriftin af rice Krispies kökunum.
Ég nota yfirleitt cocoa pops í staðinn fyrir rice krispies.
Og svo set ég blönduna í ofnskúffu með smjörpappír í, eins og ég geri með froot loops
kökurnar, og sker svo í hæfilega stóra ferninga.

 Svo vorum við með Piñata hest sem vakti mikla lukku hjá börnunum. Allir fengu að prufa að slá á hann með priki, þar til sælgætið var komið á gólfið. En ég hafði pakkað hæfilega miklu nammi í nokkra poka, svo að allir fengu jafn mikið nammi og enginn þurfti að slást um gotteríið 😉

Hesturinn fékk að hanga á hnakkanum 😉
Þar til búið var að berja hann niður 🙂
Dóttirin var alsæl og hoppandi glöð með veisluna sína og allt heppnaðist mjög vel 🙂
Og svo að lokum: munið að vera ávallt þið sjálf 🙂
~Always be yourself~
~unless you can be a unicorn~
~Than ALWAYS be að unicorn~
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
433Sport
Í gær

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Í gær

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.