Átakið Sjúk ást er forvarnarverkefni Stígamóta sem snýr að ungu fólki. Megin þema verkefnisins er að stuðla að heilbrigði í samböndum ungs fólks.
Í tilefni af opnun átaksins var heimasíða verkefnisins opnuð, en slóðin er sjukast.is. Á heimasíðunni er hægt að fræðast um heilbrigð sambönd, óheilbrigð sambönd, birtingarmyndir ofbeldis, jafnrétt, kynlíf, klám og leita sér hjálpar. Auk átaksins er ætlunin að safna undirskriftum vegna ákalls til ráðherra menntamála um bætta kynfræðslu í skólum.
Hægt er að skrifa undir ákallið á síðunni sjukast.is. Þess ber að geta að átakið verður kynnt í 10 framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum og þar munu nemendur skólanna taka þátt í fræðslunni.
Við á Stígamótum erum virkilega stolt af þessu átaki og viljum þakka öllum þeim sem hafa komið að því með okkur kærlega fyrir stuðninginn.