fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Valkyrja upplifði sjúka ást: „Ég efaðist um mína eigin geðheilsu“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valkyrja Sandra Ásdísardóttir Bjarkadóttir hélt að ástin væri eins og í bíómyndum, allt við hana væri fallegt og að hún héldi manni á lífi. Væri meðalið svo við gætum andað. Þegar hún varð tuttugu og tveggja ára gömul stóð hún eftir ein með lítið barn og hafði kynnst því að ástin var alls ekki líkt og hún hélt.

Mér fannst eins og það væri búið að kippa undan mér fótunum, öllu örygginu. Ég efaðist um sjálfa mig, ég efaðist um umhverfið mitt, ég efaðist um mína eigin geðheilsu. Ég var hrædd,

segir Valkyrja í einlægri færslu sinni.

Fannst hún vera að drukkna

Valkyrja ákvað að segjast niður og skrifa sína sögu af sjúkri ást til þess að vekja athygli á átaki Stígamóta sem á að ná hápunkti sínum á valentínusardaginn 14. febrúar.

Með átakinu vilja Stígamót vekja athygli á einkennum heilbrigðra, óheilbrigðra og ofbeldisfullra sambanda meðal ungmenna. Markmið átaksins er að koma í veg fyrir ofbeldi með fræðslu um einkenni ofbeldissambanda og áherslu á virðingu í samböndum. Sérstaklega er sjónum beint að því að kynna hugtakið mörk og valdefla ungt fólk til að standa með sjálfu sér.

Ég hélt allan tímann sem við vorum saman að ég væri ástfangin, samt var þetta engin bíómynda ást, mér fannst allan tímann eins og ég væri að drukkna. Við vorum ekkert hamingjusöm, við vorum tvær ólíkar persónur í „survivalmode“ án þess að fatta nokkurn skapaðan hlut.

Valkyrja Sandra í dag með fjölskyldu sinni

Ástin getur verið erfið

Valkyrja segist hafa verið ástfangin af hugmyndinni um að vera ástfangin en í raun hafi þetta verið sjúk ást.

Í dag, tuttugu og átta ára gömul veit ég að ástin er ekkert af þessu. Ástin getur verið erfið. Ástin getur verið yfirþyrmandi og erfið. En ástin er alltaf eitt af því sem gleður þig, ekki af því að þú þarft þess eitthvað frekar, heldur af því þú kaust það. Ástin fær þig til þess að langa að gera betur, vera betri manneskja, ekki fyrir neinn nema sjálfan þig. Við eigum ÖLL skilið sanna ást – virðingu – traust og gleði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum undrabarnið hætti í atvinnumennsku til að vinna fyrir pósthúsið – ,,Það er lúxuslífið“

Fyrrum undrabarnið hætti í atvinnumennsku til að vinna fyrir pósthúsið – ,,Það er lúxuslífið“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Cooper rekinn frá Leicester

Cooper rekinn frá Leicester
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var um kyrrt þrátt fyrir árás Putin á Úkraínu – ,,Ég ætla ekki að forða mér burt“

Var um kyrrt þrátt fyrir árás Putin á Úkraínu – ,,Ég ætla ekki að forða mér burt“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.