fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Sprenghlægilegar íslenskar fæðingasögur 2 hluti: ,,Hvað eru margir að horfa á klofið á mér ?‘’

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birti Bleikt.is færslu um vandræðalegar og skondnar fæðingarsögur íslenskra kvenna en þegar kemur að fæðingu barnanna okkar þá eiga hormónarnir það til að taka yfir. Ofurkraftarnir sem konurnar öðlast í fæðingarferlinu eru ótrúlegir og oftar en ekki gerast bráðfyndnir og skemmtilegir hlutir á fæðingarstofunni. Bleikt fékk góðfúslegt leyfi nokkurra kvenna til þess að birta stórskemmtilegar aðstæður sem konu upp í fæðingum þeirra:

°°

Mánuði eftir fæðingu elstu dóttur minnar þá spurði ég kærastann minn af hverju mig rámaði í það að ég hafi verið að tala ensku í fæðingunni.
Þá segir hann mér að ég hafi samþykkt að leyfa heilum hóp af enskum læknanemum að taka viðtal við mig og skoða. Ég kom af fjöllum!
Note to self leyfa karlinum að hafa völd til að segja nei ekki núna.

°°

Þegar ég átti son minn í september þá brá mér alveg svakalega þegar ég fékk hann í fangið. Ég leit undrandi á barnsfaðir minn og gat ekki sagt orð fyrr stuttu seinna. Þá sagði ég: „Mér sýndist hann vera svartur og ég var að bíða eftir því að þú labbaðir út því ég hefði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að útskýra það fyrir þér.“
En þá var bara svo dimmt í herberginu og strákurinn var svolítið blár en það lagaðist fljótlega eftir að hann fór að anda almennilega. Ég átti ekki til nein orð þar sem ég var alveg 100% viss um að ég var ekki búin að vera með neinum öðrum en manninum mínum. Hann og ljósan hlógu mikið þegar ég kom þessu út úr mér.

°°

Þegar ég var í miðjum hríðum og gat bara ekki meir þá sagði ég hálfgrátandi við manninn minn: „Ég vil hætta við!“ Þá sagði hann: „Allt í lagi, við skulum bara hætta við og ættleiða!“

°°

Ég var á leið í bráðakeisara og þegar þeir voru að undirbúa allt segi ég við barnsföður minn: ,,Hvað eru margir að horfa á klofið á mér ?‘’

°°

Í einni af mínum fæðingum, fékk læknanemi að vera viðstödd. Sú var mjööööög áhugasöm og vílaði ekki fyrir sér að tékka útvíkkun nokkuð reglulega og pota í magann á mér til að kanna hvort ég væri í hríðarstormi eða ekki. Það merkilega er, að framan af og í allt of langan tíma, umbar ég þetta án þess að segja nokkuð og þetta pot í magann, var þó vel vont. Að lokum brast mér þolinmæðin, ég reif í höndina á henni, potaði í magann á henni og hreytti í hana: „Fannst þér þetta gott?!“

°°

Ég uppljóstraði óvart fyrir mömmu minni og tengdamömmu sem var líka á staðnum að ég hefði prófað að reykja gras. Ég fékk sem sagt glaðloftið og mér hafði verið sagt að tilfinningin væri eins og að vera örlítið í glasi en ég fór í svolitla vímu af því og sagði við kærastann minn (steingleymdi að þær væru inni í herberginu líka): „Þetta er ekkert eins og að vera í glasi þetta er bara eins og þegar maður reykir gras!“ Kallinn minn fór að hlægja en þá heyrist í mömmu minni : „OG HVERNIG VEIST ÞÚ ÞAÐ !?“ Eina sem ég gat sagt var: „Úps sorrí mamma.“ Sem betur fer hefur hún ekkert minnst á þetta aftur.

°°

Ég fór í skipulagðan keisara og þegar ég lá á skurðarborðinu var ég ekkert að spá í því að barnið væri að koma í heiminn en kvartaði endalaust yfir því að þurfa að vera þarna liggjandi og hvað ég væri svöng og þyrst. Svo blótaði ég læknunum í sand og ösku fyrir að geta ekki hunskast til að gefa mér að drekka eða borða! Varð svo hundfúl þegar þessi keisari var loksins búin að ég mátti ekki fá að borða strax.

°°

Eftir 18 klukkutíma erfiða fæðingu kom sonur okkar loks í heiminn, ég lá móð og másandi með hann í fanginu þegar ljósmóðirin segir: „Og rembast einu sinni enn.” Ég var svo móðguð og enn hálf rugluð eftir fæðingar átökin að ég hallaði mér að manninum mínum og sagði við hann: „Viltu segja henni að ég er búin fæða krakkann!” Þá bætti ljósan vandræðalega við: „Þú þarft fæða fylgjuna elskan mín.”

°°

Rétt áður en frumburðurinn minn kom í heiminn þá var ég mikið farin að væla um mænudeyfingu. Útvíkkunin var þá orðin það mikil að það tók því ekki að gefa mér hana. Ég hætti samt ekki væla sama hvað þær sögðu. Ljósmóðirin tók þá á það ráð að taka tóman spreybrúsa og fylla hann af vatni þegar ég sá ekki til. Hún spreyjaði þessu síðan á klofið mitt og sagðist vera gefa mér deyfilyf. Þarna náði hún alveg að þagga niður í mér og mér leið einhvern veginn mun betur. Maðurinn minn sagði mér svo frá þessu öllu saman þegar fæðingin var búin og ég bara trúði þessu varla.

°°

Ég var að eignast mitt fyrsta barn og barnsfaðir minn sitt annað þannig að hann var reynslunni ríkari og var sultuslakur á meðan ég var að fyrir yfir um. Á leiðinni upp á deild ákváðum við að stoppa á bensínstöð til þess að kaupa eitthvað til að narta í. Ég beið í bílnum á meðan hann stökk inn að versla og þegar ég sé hann koma að bílnum var mér svo létt að ég færi nú að komast upp á deild í góðar hendur en þá ákveður hann að poppa upp húddið og tékka á olíunni! Ég fór að sjálfsögðu að grenja og öskraði útum gluggann að ég hefði sko engan tíma í svona kjaftæði. Á leiðinni inn á spítalann þurfti ég að stoppa nokkrum sinnum og halla mér fram af því að hríðarnar voru orðnar svo miklar og með stuttu millibili. Í einu af þessum stoppum kallar barnsfaðir minn á mig: „Hey.. komdu!! Hlauptu…. við höfum ekki tíma í svona kjaftæði!“ Við erum ekki saman í dag ef einhver er að spá í því.

°°

Fæðingin hjá stelpunni minni var löng og ljósmóðirin var alltaf að tala um allt þetta hár: „Vá allt þetta þykka hár!“ Þetta var orðið vandræðalegt því að í mínum huga var hún að sjálfsögðu að tala um klofið á mér! Eftir um það bil eina og hálfa klukkustund þá var ég að fara að bilast því að ég vissi alveg hvað ég var loðin bæði í klofinu og á fótunum. Ég var með svo mikið legvatn og gekk alveg 42 vikur svo það var ekki möguleiki fyrir mig að raka mig. Ég var alveg að fara að garga á hana og að afsaka það hvað ég væri hrikalega loðin enn þá var dóttir mín rifin út með sogklukku og þegar ég sá hana þá fattaði ég að hún hefði verið að tala um barnið! Að hún væri með svona mikið hár!

°°

Ég var búin að fæða strákinn eftir sirka sólarhrings vesen þegar að læknirinn kemur og byrjar að sauma mig saman, svona þar sem að sonurinn tætti mig að innan. læknirinn saumar og saumar og ég spyr: „Hvað ertu búinn að sauma mikið? Læknirinn svarar: „Ég hef ekki hugmynd og nenni ekki að telja!“ Stuttu seinna bið ég um ælupoka því ég þurfti að æla, ég fæ ælupokann og æli. Þegar það er búið lít ég fram fyrir mig. Upp úr klofinu mínu kemur mjöööög ósáttur læknir allur útataður í blóði! Þá er það sem sagt þannig að þegar maður ælir þá kemur þrýstingur. Ég fattaði það ekkert og bara ældi með manneskjuna í klofinu á mér. En ég er með mjög svartan húmor, og það fyrsta sem ég segi þegar ég sé lækninn þarna alblóðugan í framan eftir mig var: „Þetta er allt í lagi!!! Ég er ekki með Aids!!“ Herbergið þagnaði. Læknirinn bað mig síðan bara vinsamlegast um að láta vita ef ég þyrfti að æla aftur.

°°

Ég missti vatnið í Rúmfatalagernum á Akureyri! Sagði við manninn minn að ég hefði verið að missa vatnið! Hann horfði á mig og spurði mig hvort ég væri viss! Ég hrópaði JÁ á hann! Barnið var óskorðað þannig að ég átti að leggjast niður. Ég byrjaði á því að hálf setjast á gólfið því mér fannst þetta svo asnalegt. En maðurinn minn sagði mér að leggjast og hringdi á 112. Þarna lá ég svo í góða eilífð og vatnið gusaðist og gusaðist. Gólfteppið er blátt þannig að ég vissi ekki hvort þetta væri vatn eða hvort mér væri að blæða út (sem mér fannst mun líklegra). Þarna stóð fólk í rekkanum á móti og starði á mig eins og furðuhlut, á meðan ein kona kom aftan að mér og reyndi að keyra kerrunni fram hjá mér! Loksins komu svo sjúkraflutningamennirnir sem fannst þetta rosa fyndið og spurðu starfsmennina hvort þeir ætluðu ekki að sponsa mig með barnarúmi og svona. Ég var svo keyrð út á börum í gegnum röðina. Fannst þetta svoooo vandræðalegt. Um leið og ég kom upp á deild fór ég í baðkarið, enda eins og ég hefði verið að koma úr fatasundi. Sex klukkutímum seinna kom svo litla dramadrottningin mín í heiminn. Við kíkjum á staðinn sem vatnið fór nokkrum dögum síðar og þá var búið að skipta um teppi þar sem ég lá!

°°

Eftir sex ógeðslega erfiða klukkutíma af hríðum með 2 mínútur á milli ákvað ég að hætta þessari þrjósku og fá mér mænudeyfingu þar sem drengurinn var augljóslega ekkert að fara koma á næstunni. Það kemur þá fyrst einhver inn og stingur nál í hendina á mér.  Það komu svona þrír blóðdropar þegar nálin var sett inn og svo var ég að labba af stað í mænudeyfinguna. Þá LEIÐ YFIR MANNINN MINN því honum fannst svo erfitt að sjá nálina og blóðið! Ég var bara eitthvað: „ Uuu okey bæ?“ Á meðan 2 ljósmæður voru að hjálpa honum á fætur og að fara gefa honum ristað brauð á meðan ég skellti mér svo ein í mænudeyfinguna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
433Sport
Í gær

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Í gær

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!