fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Sprenghlægilegar íslenskar fæðingasögur: „Hún kemur út úr rassgatinu á mér!“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 5. febrúar 2018 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferlið frá getnaði og að fæðingu er magnað og líkja því margir við kraftaverk. Konur eru sagðar ljóma á meðgöngunni og að þær hafi aldrei litið betur út. Margar konur eru þessu hins vegar ósammála og líða nokkurn veginn eins og hval sem hefur rekið á land.

Þegar kemur að fæðingunni sjálfri eru líklega flestar konur nokkuð áhyggjufullar, að minnsta kosti í fyrsta skiptið. Enda er ýmislegt sem getur komið upp á og ekki hjálpar það hversu mikið er hægt að lesa sig til um nákvæmlega hvað og hvernig hlutirnir geta þróast.

Hins vegar er ein hlið á þessu öllu saman sem hægt er að kalla spaugilega, en það eru hormónarnir og ofurkraftarnir sem konurnar öðlast í fæðingarferlinu. Oftar en ekki gerist eitthvað ótrúlega fyndið og jafnvel vandræðalegt þegar kemur að því að koma barninu í heiminn og fékk blaðamaður Bleikt.is nokkrar konur til þess að deila með sér bráðfyndnum aðstæðum sem komu upp í fæðingunni:

°°

Maðurinn minn ætlaði að hvetja mig áfram í fæðingunni og hrópaði „ÉG SÉ KOLLINN! Á ég að segja þér hvort hún er með hár?? Djók þú verður bara að komast að því sjálf“

°°

Þegar ég átti miðjuna mína var bróðir minn á leið á árshátíð erlendis og sendir þessa týpísku mynd af bjór og skrifar ,,skál“ en þar sem ég lá inni á fæðingarstofu og notaðist við glaðloftið þá fannst mér ég ótrúlega fyndin og sendi bróður mínum mynd af grímunni og skrifaði ,,Skál í boðinu en ekki klofinu“

°°

Þegar ég var að fékk glaðloftið í minni fyrri fæðingu (þá 18 ára gömul) andaði ég svo mikið að mér að ég fór í heljarinnar vímu og sagði við mömmu mína „Oooohhh þetta er svo gott!!” En málið er að maður verður svo djúpraddaður eftir gasið að ég hálfpartinn baulaði þetta á mömmu og ég var auðvitað í svaka vímu og hló svo mikið að ég meig á mig! Ég pissaði svo mikið að ég þurfti nýja bleiu! (Var búin að missa vatnið)

°°

Ég er GBS beri og varð því að vera með sýklalyf í æð í fæðingunni. Það þurfti tvær ljósur og að lokum svæfingarhjúkku til að setja upp æðalegginn vegna þess að ég hafði sett á mig svo mikið brúnkukrem að engar æðar fundust.

°°

Eftir að ég var búin að fá mænurótardeyfingu þá var talað um að maður gæti gengið um svo ég ætlaði mér á klósettið en nei ég datt bara í gólfið og pabbinn og ljósan ætluðu aldrei að koma hvalnum aftur upp í rúm.

°°

Ég get enn í dag ekki borðað kjúkling með góðu eftir fyrri fæðinguna mína. Ég lá með 8 í útvíkkun í baðkari á fæðingarstofunni þegar að ég spyr mjög kurteisislega hvort að það myndi nokkuð skemma fyrir ef ég fengi mér aðeins að borða. Hissa var mér svarað að það væri bara mjög sniðugt. Maðurinn minn hljóp því eins hratt og hann gat niður í sjálfsala til að ná í samloku og gos fyrir mig og kom svo með sómasamloku með kjúklingi og eggi.

Kjúklingur OG egg!

Ég hló.. og svo fór ég að hágráta. Eftir fyrsta bitann áttaði ég mig nefnilega á því að hænan gæti hafa verpt þessu eggi sjálf og að ég væri því viljandi að éta fjölskyldu sem klínt hafði verið á milli brauðs á meðan að ég var að búa til mína eigin fjölskyldu.
Þetta varð til þess að ég öskraði á tvær ljósmæður, manninn minn og mömmu mína

,,HVERNIG LIÐI YKKUR EF AÐ ÞIÐ ÞYRFTUÐ AÐ BORÐA MIG OG BARNIÐ MITT Í SAMLOKUBRAUÐI???”

Svo borðaði ég alla samlokuna með ekka og fæddi dóttur mína.

°°

Þegar ég var nýbúin að eiga og barnið i fanginu á pabba sínum þá leit ég á magann á mér og sagði „Nei vó hahaha þetta er eins og prumpuslím” og potaði í hana. Ljósmóðirin hló mjöööög mikið.

°°

Þegar strákurinn minn fæddist þurfti ég að að kalla á ljósmóðurina sem stóð við hurðina að hann væri að koma NÚNA. Konan rétt náði að grípa hann þegar hann bókstaflega skaust í heiminn.

°°

Þegar ég fór fyrst af stað með stelpuna mína gengin 34 vikur þá sat ég upp í rúmi með dripp og svakalega verki, svo horfi ég á kærastann minn sem var örugglega ekki búin að sofa í sólarhring og hann er steinsofandi.
Ég varð svo reið að ég sendi systur hans skilaboð um að fíflið hann litli bróðir hennar væri sofandi meðan að ég þjáist. Hún kom með góða lausn og sagði mér bara að kasta einhverju í hann. Eina sem ég hafði við hendina var síminn minn og einhver auka koddi, ég kastaði koddanum í hann, hann hrökk aðeins við tók koddann setti hann undir hausinn og hélt áfram að sofa.

°°

Þegar ég var að fæða mitt fyrsta barn þá var ég gjörsamlega að deyja úr verkjum og heimtaði mænudeyfingu. Stuttu seinna kemur svæfingalæknirinn inn, geggjað hress og glaður: „Góðan daginn. Ég er Sigurður og er svæfingalæknir.“ Ég urraði á hann: „MÉR ER ALVEG SAMA, DRÍFÐU BARA Í ÞESSU“

°°

Ég var búin að eiga góðan dag í hríðum og ekkert of kvalin. Það var farið að styttist ansi á milli hríðanna en ég aldrei það þjáð að þetta hafi verið ógeðslega vont. Ég var búin að upplýsa það að ég ætlaði alls ekki að eiga í baðinu. Tíminn líður og mér líður rosa vel, en þarf svo á klósettið. Æli eins og múkki en ákvað samt að fara aftur í baðið. Þá finn ég ansi mikinn þrýsting þarna niðri. Og reyni að hjálpa til við að koma henni niður fæðingarveginn. Ég ætlaði aldeilis ekki að fæða hana í baðinu, en gat ekki með neinu móti staðið upp úr baðinu og farið í rúmið því ég var alveg viss um að hún myndi renna út, og ég treysti mér bara engan veginnupp úr.
Þegar hún er komin ágætlega niður æsi ég mig í fyrsta skiptið í fæðingunni. Segi að þetta sé ógeðslega vont og ég vilji mænudeyfingu núna. En það er auðvitað of seint. Ég heimta að fara í keisara en það er of seint líka. Ljósan hughreystir mig og segir að ég geti þetta. Ég er með glaðloftið á mér að bölva sjálfri mér. Jæja nú fer að styttast og ég get svarið það hún ætlaði út um rassgatið á mér. Ég æpti það yfir stofuna á meðan maðurinn minn, mamma og ljósan reyndu að bæla niður hláturinn í sér. Ljósan hélt áfram að fullvissa mig um að hún kæmi ekki þaðan út, sama hvað ég reyndi að fullvissa aðra viðstadda með því að hrópa: „HÚN KEMUR ÚT ÚR RASSGATINU Á MÉR!“

°°

Þegar ég var í hríðum með miðju strákinn okkar var síminn hjá manninum mínum alltaf að hringja allir að athuga hvernig gengi eða hvort krakkinn væri fæddur. Þetta pirraði mig svo mikið að ég horfði á manninn minn ógeðslega illskulega og öskraði eins hátt og ég gat: „Ef þú slekkur ekki á þessum helvítis síma þá tek ég hann og treð lengst upp í rassgatið á þér“

°°

Í fæðingu yngsta barnsins þá var var ljósmóðir inni og önnur kona með honum. Ég man ekki hvað hún var því voru svo margir þarna inni því hann var fyrirburi. Þessi auka kona þarna inni pirraði mig svo mikið og röddin hennar sérstaklega og allt sem hún sagði við mig fór í taugarnar á mér ég endaði á því að öskra á hana: „Drullaðu þér út feita helvíti og láttu mig vera“. Ég hef aldrei séð jafn mikið eftir einhverju.

°°

Þegar ég átti dóttur mína þá var eg svo mikið í mínum eigin heimi að kærasti minn hefði alveg eins getað verið lampi. Ég yrti ekki né leit á hann alla fæðinguna.

°°

Rembingurinn hjá mér stóð yfir í 2 tíma, ég var orðin þreytt á þessu og spurði mömmu hvað eg væri búin að vera lengi að rembast. Hún var að reyna að stappa i mig stálinu og sagði að þetta hefði nú bara verið í korter. Ég horfði á hana og svo á klukkuna og öskraði svo: „Þú lýgur helvítis tussan þín.“ Ég hef ALDREI á ævinni kallað einhvern tussu á þennan hátt áður. Það er mikið hlegið að þessu á milli okkar í dag.

°°

Í fyrstu fæðingunni minni var ég mætt upp á spítala með 7 í útvíkkun og fattaði þá að ég hafði gleymt töskunni minni svo ég bað um að fá að fara heim. Þegar ég mæti svo aftur byrjaði ballið og ég bið ljósmóður um deyfingu eða bara verkjalyf en ljósmóðirin horfir á mig og segir: „Æj elskan, það er bara orðið of seint fyrir svoleiðis.“ Ég horfi á hann með grátkökkin í hálsinum og risastóra skeifu og segi: „Okey ég ætla þá bara að fara heim.“ Í seinni fæðingunni minni var þetta svipað, ég var of sein að fá eitthvað við verkjunum en allan tímann var mér samt svakalega annt um að barnsföður mínum og þáverandi unnusta liði vel og hvort ég væri nokkuð að meiða hann.

°°

Ég átti von á mínu öðru barni árið 2008 og var sett 15 febrúar. Þann dag fór ég af stað og gekk þetta hægt, ég gekk um gólf með hríðar í tvo daga. Á sunnudagskvöldið þann 17 febrúar vildu ljósmæðurnar fá að sprengja belginn. Ég spurði mikið út í þetta, hvernig þær gerðu það og hló mikið af fingrasmokkinum sem þær ætluðu að nota. Þær sannfærðu mig með því að segja mér að þetta tæki styttri tíma ef þær fengju að sprengja belginn. Þá spurði ég ljósmæðurnar: „Okey ef þú sprengir belginn heldurðu þá að ég nái að horfa á Cold Case, það er að byrja klukkan 21:25?“ Svo fæddist sonur minn klukkan 22:25 og þá sagði ég við þær: „Sko ég rifnaði ekkert þið þurfið ekkert að skoða og ég næ enn að horfa á Cold Case á stöð tvö plús!“ Svo hljóp ég inn í herbergi og varð fyrir óútskýranlegum vonbrigðum þegar ég komst að því að það væri ekki stöð tvö plús þarna.

°°

Þegar ég átti stúlku númer tvö var ég mjög dugleg að anda að mér glaðloftinu. Ég var komin á bleikt ský svífandi um stofuna í huganum og gleymdi þar af leiðandi að stundum þarf maður að pissa. Allt í einu var komið að því að rembast og viti menn, ég pissaði á ljósmóðurina.

°°

Í miðri fæðingu var ég að gefast upp. Var samt með glaðloft og mænudeyfingu sem gerði þó lítið gagn þar sem ég hafði fært mig og nálina greinilega líka. Besta vinkona mín var vinstra megin og barnsfaðir minn hægra megin að hjálpa mér að komast í gegnum þetta. Ég toga allt í einu barnsföður minn að mér og bít hann fast í öxlina eða hendina man ekki hvort. Þetta tengdist því að ég vildi deila með honum sársaukanum og vonandi minnka minn aðeins.

°°

Þegar komið var að því að koma krakkanum út þá öskraði ég á ljósmóðurina: „Taktu hendurnar út úr píkunni á mér!“ Því ég hélt að hún væri að tékka á útvíkkuninni en þá var kollurinn að koma.

°°

Ég skeit á fjórum fótum Þrátt fyrir að hafa fengið klyx hægðalosandi deginum áður, það fór ekkert á milli mála og öskraði ég endalaust: „Ég er að skíta !!!”

°°

Tvíburarnir mínir eru fyrstu börn, ég var tekin með keisara. Þegar fyrri strákurinn er tekinn út og honum lyft upp fyrir tjaldið svo ég gæti séð hann mígur hann í andlitið á mér. Þarna lá ég með opin kviðinn að sjá fyrsta barnið mitt og hlandblaut í framan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
433Sport
Í gær

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Í gær

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!