Ég er oft með Kínanúðlur í matinn, eins og við kjósum að kalla þær á mínu heimili. Þær eru í mjög miklu uppáhaldi hjá mér, sérstaklega þar sem þetta er frekar ódýr matur en samt fáránlega góður og hollur-ish.
Alltaf þegar ég er með þessar núðlur í matinn rigna inn spurningar á Snapchat um það hvernig við gerum þetta (eða ég geri nú reyndar ekki neitt heldur sér Arnór alfarið um að elda þennan rétt hehe) og ég átti alltaf eftir að gera færslu um þennan rétt og finnst tilvalið að gera það núna eftir smá “bloggstíflu” undanfarið.
En ok ég ætla reyna að babbla ekki endalaust eins og vanalega og ætla koma mér að efninu:
Það sem þarf:
Núðlur – ég kaupi frá Thai choice sem fást m.a. í Bónus og finnst þær ÆÐI. Einn pakki er alveg fyrir c.a. 4 fullorðna.
Grænmeti – þetta er bara smekksatriði en við setjum alltaf tvær tegundir í réttinn, t.d. púrrulauk og papriku, papriku og sveppi eða papriku og gulrætur.
Egg – c.a. 9 stk
Hrísgrjón
Sweet chilli sósa – möst á hrísgrjónin!
Aðferð:
Taka núðlurnar úr pakkanum og skola þær með köldu vatni.
Sjóða svo núðlurnar í c.a. 10 mínútur og skola þær svo aftur með köldu vatni, láta þær svo standa (taka vatn af).
Steikja grænmetið og nokkur egg saman á pönnu (c.a. 3 stk) og krydda smá. Setja í skál og geyma til hliðar.
Setja núðlurnar á pönnuna og ágætlega af olíu og bæta eggjunum við (c.a. 6 stk). krydda núðlurnar og velta vel á pönnunni (val á kryddi fer auðvitað eftir smekk….og jafnvel skapi). Bæta grænmetinu síðan við þegar eggin eru orðin ágætlega vel steikt. Arnór blandar svo smá sweet chilli sósu við þetta allt saman.
Sjóða hrísgrjón.
Þetta er ekki flóknara en þetta, en mæli 1000% með að setja sweet chilli sósu út á hrísgrjónin, þetta væri ekki eins gott án hennar.
Verði ykkur að góðu!