fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Móna Lind hefur misst rúmlega 25 kíló: „Ég er allt önnur en ég var og get gert allt“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móna Lind Kristinsdóttir sá ekki fyrir sér að hún kæmist nokkurn tímann í gott form eftir að hún þyngdist upp í 112 kíló þegar hún gekk með dóttur sína. Mónu leið illa, var óánægð með sjálfa sig, borðaði óhollt og gerði ekki neitt til þess að bæta andlega og líkamlega heilsu sína.

Þegar dóttir mín var orðin sex mánaða var ég komin niður í um 95 kíló og ákvað að byrja hægt og rólega að minnka skammtana mína og borða hollari mat en áður. Ég hreyfði mig af og til en hafði þó aldrei fundið neina hreyfingu sem mér líkaði vel.

segir Móna í samtali við Bleikt.

Ég fékk svo algjört taugaáfall í maí árið 2015 vegna aðstæðna í mínu persónulega lífi og missti í kjölfarið mikið af kílóum á stuttum tíma. Það var ekki endilega heilbrigðasta leiðin en stuttu síðar komst ég á gott skrið og fór að næra mig rétt og hreyfa mig lítillega með.

Í ágúst árið 2016 ákvað Móna að taka af skarið og skrá sig í Crossfit.

Það hræddi mig mjög mikið en loksins fann ég hreyfingu sem mér fannst skemmtileg. Síðan þá hef ég bætt mig mikið, ekki bara misst kíló heldur bara bætt almenna frammistöðu mína og andlega líðan.

Móna hefur misst rúmlega 25 kíló en segir hún að þyngdartapið sé ekki aðal ástæða þess að hún hreyfi sig.

Í byrjun einblíndi ég á það en svo sá ég að það voru allt aðrir hlutir sem drifu mig áfram. Síðan ég byrjaði í Crossfit hef ég farið í tvær aðgerðir, keiluskurð og kviðarholsspeglun vegna Endómetríósu. Ég hef þurft að takast á við allskonar erfiðleika í lífinu sem hafa reynt mikið á mig andlega. Fyrir utan það er ég að takast á við Endómetríósu, PCOS, vefjagigt og kvíða. Ég þurfti að hætta í vinnu vegna sjúkdómana sem ég er að takast á við og er ég á leið í endurhæfingu vegna þeirra. Ég hef mæt fordómum vegna þess að ég lít ekki út fyrir að vera veik og er algengt viðhorf fólks að „ef ég geti mætt í ræktina, þá sé ég ekki veik.“

Móna segir að hún geri allt til þess að láta þessa fáfræði fólks ekki hafa slæm áhrif á sig.

Mér finnst mjög mikilvægt að tækla fordómana með jákvæðum hætti. Ég til dæmis mæti alltaf í ræktina þegar ég er hress og þá sér fólk mig auðvitað ekki þegar ég er hvað verst, þá er ég auðvitað bara heima. Það er ótrúlegt hvað fólk sem þekkir mann ekki neitt er tilbúið til þess að tala neikvætt um mann. En ég veit að ég þarf ekki að sanna þetta fyrir neinum þrátt fyrir að ég sé ekki þeirra ímynd af veikri manneskju, ég, læknarnir mínir og fjölskylda mín vitum hvað ég er að takast á við og þau veita mér þann stuðning sem ég þarf og það er ég ævinlega þakklát fyrir. Það að hafa fastan tilgang og mæta reglulega í Crossfit hefur gefið mér svo miklu meira heldur en bara það að missa einhver kíló. Ég er allt önnur en ég var, ég næ betur að takast á við það sem ég þarf að takast á við. Ég er löngu búin að sanna fyrir sjálfri mér að ég get gert allt. Ég er ánægð með mig og þrátt fyrir allt það sem gengið hefur á og það sem lífið hendir framan í mig þá stend ég alltaf upp og held áfram.

Vonast Móna til þess að geta hvatt fleiri til þess að halda áfram að hreyfa sig og segist hún ekki þekkja sjálfa sig þegar hún skoðar myndir af sér þegar hún var hvað þyngst.

P.S. ég veit ekki hvaða kona þetta er í broskalla nærbuxunum, en mér þykir samt vænt um hana. Það er líka mikilvægt fyrir mig finnst mér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Elvar segir fréttamenn forðast að ræða við Chris – Greinir frá uppákomu á dögunum eftir að slökkt hafði verið á myndavélinni

Elvar segir fréttamenn forðast að ræða við Chris – Greinir frá uppákomu á dögunum eftir að slökkt hafði verið á myndavélinni
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ríkissaksóknari vill rannsókn á meintum mútubrotum Semu Erlu og Maríu Lilju til erlendra ráðamanna

Ríkissaksóknari vill rannsókn á meintum mútubrotum Semu Erlu og Maríu Lilju til erlendra ráðamanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvinsælasti leikmaðurinn á EM? – Fékk óblíðar móttökur í úrslitaleiknum

Óvinsælasti leikmaðurinn á EM? – Fékk óblíðar móttökur í úrslitaleiknum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvaða skilaboð var stjarnan að senda í gær? – ,,Ég er nokkuð viss um að hannn hafi gert grín að okkur“

Hvaða skilaboð var stjarnan að senda í gær? – ,,Ég er nokkuð viss um að hannn hafi gert grín að okkur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.