fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Vitundarvakning #1af6: „Markmiðið er að rjúfa þögnina“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 26. febrúar 2018 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir gera ráð fyrir því frá barnæsku að þegar þeir verði fullorðnir komi þeir til með að stofna sína eigin fjölskyldu og verði foreldrar. Það er því oft mikið áfall fyrir fólk þegar það kemst að því að það þurfi aðstoð við barneignir en talið er að 1 af hverjum 6 einstaklingum þjáist af ófrjósemi.

Í þessari viku, 26. febrúar – 3. mars stendur Tilvera fyrir vitundarvakningu um ófrjósemi sem gengur undir heitinu #1af6.

Tilvera eru samtök um ófrjósemi sem var stofnað fyrir nærri þrjátíu árum síðan. Félagsmenn eru fólk alls staðar að úr samfélaginu sem á það sameiginlegt að glíma við ófrjósemi af einhverju tagi. Í félaginu eru jafnt gagnkynhneigðir, samkynhneigðir sem og einhleypar konur sem þurfa aðstoð við barneignir. Styrkur félagsins liggur í fjölda félagsmanna og sækja félagar jafnframt styrk til félagsins á ýmsan hátt.

Markmiðið með vitundarvakningunni er að rjúfa þögnina sem fylgir ófrjósemi en hún er oft mikið feimnismál hjá fólki,

segir Binný Einarsdóttir formaður Tilveru í viðtali við Bleikt.

Í vitundarvakningunni stendur Tilvera fyrir fjölda ólíkra viðburða. Þar á meðal verður kaffihúsakvöld einungis fyrir karlmenn, slökunarjóga og barnavagnaganga í Laugardal þar sem gengið verður um með tóma barnavagna á táknrænan hátt. Á fimmtudeginum verður opið hús hjá Hlín Reykdal skartgripahönnuði, en hún hannaði fallega lyklakippu fyrir styrktarsjóð Tilveru. Þar verður boðið upp á veitingar, tónlistarflutning, 15% afslátt af öllum vörum í búðinni, happdrætti og fleira, auk þess sem lyklakippan verður til sölu.

Helstu baráttumál Tilveru

Binný segir að helstu baráttumál Tilveru séu að fyrstu fimm meðferðir verði niðurgreiddar, að fólk sem á barn saman fái líka niðurgreiddar meðferðir og að sálfræðiþjónusta sé í boði eins og kemur fram í lögum um tæknifrjóvganir.

Félagið stendur fyrir reglulegum fræðslufundum fyrir félagsmenn og kaffihúsahittingar eru haldnir í hverjum mánuði þar sem félagsmenn hittast, spjalla og deila reynslu sinni. Þessi kvöld hafa reynst félagsmönnum afar vel og rofið einangrun margra í þessari baráttu sem oft fer hljótt.

Binný greinir frá því að Tilvera sé einnig að vinna í því að geta boðið aukna þjónustu við félagsmenn þar sem þeim mun bjóðast símaráðgjöf við sálfræðing einu sinni í mánuði þeim að kostnaðarlausu.

Bleikt hvetur lesendur sína til þess að kynna sér dagskrá vitundavakningunar nánar á heimasíðu Tilveru hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Þau fundu ástina árið 2024

Þau fundu ástina árið 2024
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
433Sport
Í gær

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United