Færst hefur í aukana að fólk panti sér vörur af netsíðum og láti senda þær heim að dyrum. Þegar pantað er af netinu er varan oft ódýrari, fólk þarf ekki að fara út úr húsi og úrvalið er oft meira. Þetta eru meðal þeirra kosta sem fólk sér við þessa þjónustu.
Ókostirnir geta þó verið heldur verri og hafa margir lent í því að fá ekki vöruna sem þeir bjuggust við. Sem betur fer sjá flestir húmorinn við þær misheppnuðu pantanir sem þeim hafa borist og er því vel hægt að hlæja að þeim. Halda svo bara áfram að panta og vonast til þess að lenda ekki í þessu sjálfur.