fbpx
Laugardagur 28.desember 2024

Katrín missti hárið eftir að pabbi hennar framdi sjálfsvíg

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 24. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Rut Jóhannsdóttir er 27 ára þriggja barna móðir úr Hafnarfirði. Foreldrar hennar fóru hvort sína leiðina þegar Katrín var einungis átta ára gömul. Við tók erfiður tími, heimilisaðstæður voru ekki upp á það besta og þá glímdi faðir hennar við áfengissýki sem hafði djúpstæð áhrif á hans nánustu.

Þá breyttist líf mitt mikið, pabbi fór að drekka illa og ég upplifði margt sem ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum,

segir Katrín í samtali við blaðamann.

Mamma var mikið ein með okkur systkinin og stóð hún sig vel í móðurhlutverkinu. Ég var alltaf í sambandi við pabba þótt hann hafi farið miklar krossgötur í lífinu,

segir Katrín.

Nýlega greindist Katrín með sjálfsofnæmissjúkdóm sem hefur gert að verkum að hún hefur misst allt hárið. Er sjúkdómurinn rakinn til mikilla áfalla sem Katrín hefur gengið í gegnum.

Misnotaði áfengi

Faðir Katrínar var eins og áður segir mikill drykkjumaður og veikur af alkóhólisma. Sjúkdómurinn tók mikið á Katrínu en hún bældi niður tilfinningar sínar. Katrín misnotaði svo sjálf áfengi en telur að það hafi hún gert til að bæla niður hinar erfiðu tilfinningar frá æsku. Þá notaði hún einnig áfengi til að komast í gegnum daginn.

Ég hef gengið í gegnum margt á þessum tuttugu og sjö árum sem ég hef lifað. Þessi lífsreynsla hefur kennt mér að vera sterk og standa með sjálfri mér,

segir Katrín.

Katrín með foreldrum sínum

Hélt hún myndi ekki lifa þetta af

Þann 21. apríl í fyrra fékk Katrín skelfilegar fréttir. Faðir hennar var látinn. Hann hafði framið sjálfsmorð. Höggið var gríðarlegt. Sársaukinn ólýsanlegur. Myrkrið helltist yfir.

Þetta var mjög erfitt tímabil og tók svo sannarlega á. Ég hélt hreinlega að ég myndi ekki lifa þetta af. En með góðum styrk og stuðningi komst ég í gegnum þennan dimma dal og var það sérstaklega ein vinkona mín, að nafni Ágústa, sem var mín stoð og stytta í gegnum þennan erfiða tíma.

Katrín fór að taka eftir því í haust að hár hennar byrjaði að þynnast og gerðist það hratt. Áður en hún vissi af höfðu skallablettir myndast á höfði hennar.

Mér leist ekkert á blikuna og fór ég í ýmsar blóðprufur. Rannsóknir leiddu í ljós að ég er með sjálfsofnæmi vegna áfallsins sem ég fékk þegar pabbi minn svipti sig lífi. Þessi veikindi hafa haft mikil áhrif á mig, bæði andlega og líkamlega. Ég veit að ég mun ná mér með tímanum. Ég er að byggja mig upp hjá starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar og líður ágætlega í dag.

Ekki víst að hárið komi aftur

Sjálfsofnæmissjúkdómurinn sem Katrín þjáist af lýsir sér á þann hátt að hún er mikið næmari fyrir öllum veikindum. Þá er hún reglulega mjög þreytt og orkulítil. Einnig sefur hún illa og finnur fyrir miklu máttleysi í höndum og fótum.

Ég fékk líka skallabletti þegar ég var yngri, fyrst þegar foreldrar mínir skildu og svo kom þetta aftur upp á unglingsárunum. Þá voru þetta litlir blettir og hárið kom fljótt aftur. Í þessu tilfelli telur læknirinn líkur á að þetta geti lagast, það er þó ekki víst. Það verður að koma í ljós með tímanum.

Börn Katrínar: Kári Steinn, Kristófer Snær og Karítas Sól.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Saka fór í aðgerð og verður lengi frá

Saka fór í aðgerð og verður lengi frá
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ítrekar að titillinn sé ekki markmiðið – ,,Höfum alltaf sagt það“

Ítrekar að titillinn sé ekki markmiðið – ,,Höfum alltaf sagt það“
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Carlsen brjálaður og hætti í heimsmeistaramótinu í New York eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum

Carlsen brjálaður og hætti í heimsmeistaramótinu í New York eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hákon spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeild

Hákon spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeild
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Reyndi að skila bók á bókasafnið hálfri öld of seint – Safnar nú fyrir „sektinni“

Reyndi að skila bók á bókasafnið hálfri öld of seint – Safnar nú fyrir „sektinni“
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Höfðu ekki verið dag án hvors annars í 35 ár – Svo kom stormurinn sem ástin gat ekki veðrað

Höfðu ekki verið dag án hvors annars í 35 ár – Svo kom stormurinn sem ástin gat ekki veðrað