fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

Ástin dó vegna álagsins: „Kynlífið fór sömu leið. Eiginlega á undan ástinni“

Kynlífsleysi í samböndum – Nýtt upphaf á miðjum aldri

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 24. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skilnaður og sambandsslit er nokkuð sem flest okkar ganga í gegnum. Viðbrögð fólks eftir að sambandi lýkur eru ólík. Sumir kasta sér baðandi öllum öngum beint ofan á kjötfjall kjötmarkaðarins (afsakið orðalagið), á meðan aðrir þurfa einveru til að sleikja sárin og jafna sig. Ólöf ríður til að gleyma, á meðan Einar kýs einveru, Netflix og platónsk stefnumót með vinum. Reyndar sýnist mér hitt algengara, að karlar kjósi að elta óminnishegrann með sem allra mestu kynlífi á meðan konur velji frekar rólyndistíma í kjölfar sambandsslita.

Hulda hefur nýlega rofið sjö ára skírlífistímabil sem hófst þegar hún var ennþá gift. Hún leyfði mér góðfúslega að birta spjall okkar, en kýs nafnleynd og við köllum hana Huldu.

Hulda byrjar á að segja mér frá hjónabandinu sem gekk illa. „Veikindi, peningaleysi og þrjú ung börn voru of mikið álag og ástin dó. Kynlífið fór sömu leið. Eiginlega á undan ástinni. Við reyndum að púkka upp á kynlífið með rómantískum ferðum, en neistinn var horfinn. Eftir skilnað hafði ég lengi engan áhuga á að fara í annað samband. Þar með hafði ég ekki mikinn áhuga á kynlífi heldur, þar sem ég var stödd hræddist ég að verða ástfangin, ef einhver yrði sætur og góður við mig, svo ég gaf engan séns á mér.“

Hulda segir að kynþörfin hafi í sjálfu sér ekki minnkað á skírlífistímanum, hún hafði bara engan áhuga á kynlífi með eiginmanninum. „Mér leið bara vel og átti mínar unaðsstundir í einrúmi. Ég notaði vissa krassandi bókarkafla, kvikmyndir og ljósmyndir til að hressa upp á ímyndunaraflið, en ég hef aldrei haft mikinn áhuga á klámi. Það er eitthvað fráhrindandi við það. Ég keypti mér heldur engin ástarleikföng, fannst ég aldrei þurfa þess.“

Eftir skilnaðinn varð tilhugsunin um samband aftur bærileg. „Þá fór ég að horfa meira í kringum mig og hugsa að það yrði nú næs að kúra hjá hinum eða þessum myndarlega manninum sem ég rakst á. En þá kom líka upp kvíði. Í fyrsta lagi útlitið; að ég væri alltof feit með minn hangandi mömmumaga og appelsínuhúð. En meiri áhyggjur hafði ég af því að vera léleg í rúminu. Það væri svo langt síðan ég hefði stundað skapandi og skemmtilegt kynlíf með öðrum einstaklingi að ég myndi bara hreinlega ekki vita hvað ég ætti að gera.“

Hulda segist hljóta að hafa tekið í það minnsta ómeðvitaða ákvörðun um að skella sér aftur á bak. „Líklega hef ég opnað fyrir eitthvað í kynveruárunni minni, því það mætti hress knapi á svæðið og það hefur verið mjög gaman hjá okkur síðan. Samband er ekki á dagskrá og í raun hentar það mér mjög vel, eins og er.“

Það kom henni skemmtilega á óvart að það var nákvæmlega ekkert mál að byrja aftur að stunda kynlíf með öðrum einstaklingi. „Að stunda kynlíf er bara eins og að læra að hjóla; ef maður hefur náð tökum á því einu sinni, er tæknin ávallt til staðar. Og hvort sem það er ástmanninum jákvæða að þakka eða ekki, þá gæti mér ekki verið meira sama um líkamsvöxtinn. Ef fólki finnst gott að vera saman, kemur hann hreinlega málinu ekki við. Þannig að áhyggjurnar sem ég hafði reyndust algjörlega óþarfar.“

Það er ánægjulegt að heyra Huldu tala um endurfæðingu sína sem kynveru. „Mér finnst sjálfstraustið meira en fyrir sjö árum og það held ég að sé sambland af þroska, jákvæðri kynlífsupplifun og kæruleysi; að nenna ekki að pæla of mikið í hlutunum. Og þegar sjálfstraustið er í lagi, þá slakar maður betur á, nýtur þess að vera kynvera og maður fær auðveldar fullnægingu. Ég hef líka uppgötvað óvænta og ánægjulega hlið á sjálfri mér, og það er að mér þykir konur kynferðislega aðlaðandi líka, og fengið tækifæri til þess að sanna þá kenningu mína að þær eru betri kyssarar en karlmenn,“ segir hún og hlær. „Þannig að ég sé fram á mjög hresst og fjölbreytt kynlíf næstu árin og hlakka bara til.“

Lífið eftir sambandsslit

Samtöl ykkar einlægrar við fólk með reynslu í aðdraganda þessara skrifa hafa verið athyglisverð. Það er að minnsta kosti víst að skoðanir á því hvað sé best að gera eftir sambandsslit eru margar og mismunandi:

„Ég þarf bara tíma til að finna mig sem einstakling. Finna að ég get verið ein en þurfi ekki endilega að vera hluti af heild í ástarsambandi. Þegar ég er komin í gott jafnvægi verð ég miklu skemmtilegri kærasta.“ – Kona 45 ára, 10 ár í fyrra sambandi, ein í 3 ár

„Ég vil bara ekki vera ein. Lífið er svo miklu skemmtilegra ef maður hefur einhvern til að deila með gleði og sorg.“ – Kona 48 ára, 23 ár í fyrra sambandi, 13 mánuði í núverandi sambandi

„Það er að minnsta kosti öruggt mál að ég er ekki á leiðinni í hefðbundið samband á næstunni.“ – Karlmaður 44 ára, 2 ár í síðasta sambandi, einn í 18 mánuði

„Eftir minn skilnað var ég alls ekki í stuði fyrir karlmenn eða rómantík. Ég beið í heila 9 mánuði eftir að fara í fyrsta sleikinn. Skömmu síðar svaf ég hjá manni og eftir það hefur allt gengið vel í þeim efnum. Ég hugsa að ég fari í samband aftur en er ekki að flýta mér.“ – Kona 46 ára, 14 ár í fyrra sambandi, ein í 4 ár

„Ég þoli ekki að vera einn. Það er engin rútína, engin hugguleg stund yfir kvöldmatnum, og ég kveiki varla á kertum. Mig langar í konu.“ – Karlmaður 42 ára, 8 ár í fyrra sambandi, einn í 5 mánuði

„Mig langar að gera þetta vel núna. Ég lærði svo margt og ætla ekki að gera sömu mistökin. Ég held að það sé góð hugmynd að vera einn í einhvern tíma, en konur eru bara svo ákveðnar. Kannski verð ég kominn í samband í næstu viku.“ – Karlmaður 55 ára, 28 ár í fyrra sambandi, einn í 7 mánuði

Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, Hamraborg 11. raggaeiriks@asm.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Egill Þór er látinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.