fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Ljósmæður opna Snapchat: „Fylgjendur fá mjög fjölbreytta fræðslu og upplýsingar. Við viljum efla foreldra í barneignarferlinu“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ásamt Áslaugu Valsdóttur formanni ljósmæðrafélagsins fannst komin tími til þess að færa störf ljósmæðra nær nútímanum og gera þau sýnilegri. Þær tóku því sameiginlega ákvörðun um að stofna opin Snapchat reikning þar sem nokkrar ljósmæður skiptast á að sýna og segja frá störfum sínum.

Hópurinn er orðin mjög fjölbreyttur og öflugur þar sem ljósmæður vinna mjög fjölbreytt störf á mörgum mismunandi stöðum. Við skiptumst á að vera með snappið og því ættu fylgjendur að fá mjög fjölbreytta sýn og fræðslu. Hver og ein tekur ákveðin málefni fyrir og gefur innsýn inn í sín störf,

segir Sigrún í samtali við Bleikt.

Fræða verðandi og nýbaka foreldra

Sigrún segir að snappið sé aðallega hugsað til þess að fræða almenning um hugmyndafræði og störf ljósmæðra ásamt því að fræða verðandi og nýbakaða foreldra um meðgöngu, fæðingu, sængurlegu og brjóstagjöf.

Við viljum efla konur og verðandi foreldra í þessu ferli. Eins er tilgangurinn með snappinu að uppræta allskyns mýtur í samfélaginu og koma með upplýsingar byggðar á gagnreyndri þekkingu af fagfólki. Okkar von er að snappið geti verið þægileg og skemmtileg leið til þess að fræðast um barneignarferlið. Það ætti því að geta nýst öllum þeim sem eru komnir af stað í barneignarferli, hvar sem þeir eru staddir í því. Einnig þeim sem hyggja á barneignir eða hafa almennan áhuga á að fræðast um þetta magnaða ferli. Þeir sem vilja fræðast um störf ljósmæðra eða eru að ihuga að fara í ljósmæðranám ættu líka að hafa gagn og gaman af.

Feður gleymdust í fæðingarferlinu

Sigrún segir að áður fyrr hafi feður gleymst í fæðingarferlinu en í dag sé orðin vitundarvakning varðandi þá og athyglinni beint á fjölskylduna í heild sinn.

Við ætlum að taka sérstaka fræðslu um feður/maka en síðust ár hefur orðið vitundarvakning í því að horfa meira á þeirra upplifun af ferlinu.

Sigrún tók nýlega við starfi vefstjóra Ljósmæðrafélagsins og vinnur hún nú hörðum höndum í því að uppfæra vefinn ljosmodir.is og gerir hann notendavænni og nútímalegri.

Þar er hægt að senda inn fyrirspurnir og þar er einnig stór gagnabanki af ýmiskonar svörum við fyrirspurnum sem hægt er að fletta upp í.

Mjög góð viðbrögð

Sigrún segir viðbrögðin við snappinu hafa verið góð en strax fyrsta daginn hafi yfir þúsund manns horft á þær.

Ljósmæður eru fyrst og fremst harðkjarna fagmenn sem sérhæfa sig í að sinna fjölskyldum í barneignarferlinu. Við erum spenntar fyrir þessu verkefni og hlökkum til að veita áhugasömum fræðslu um barneignarferlið og innsýn inn í ljósmæðralífið.

Hægt er að fylgjast með ljósmæðrunum á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: ljosmaedur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Róbert Frosti til Póllands?

Róbert Frosti til Póllands?
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?