fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Íris tók ákvörðun um að vera einstæð: „Þarna stóð ég, ein, ólétt og með bullandi höfnunartilfinningu“

Öskubuska
Mánudaginn 19. febrúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mig langar til þess að koma fram og tala um málefni sem kannski margir kannast við. Málefnið er sú ákvörðun sem ég þurfti að taka. Hvort ég vildi halda fóstrinu vitandi það að ég myndi verða einstæð og þurfa að ganga í gegnum allt saman ein.

Ég var stödd í London þar sem ég bjó þegar ég fékk þann skell í andlitið að þurfa að ákveða framtíð mína á nokkrum dögum. Það var svo langt frá því að vera auðvelt eins og þær vita sem hafa verið í þeim sporum að þurfa að ákveða hvað gera skal. Það þarf að taka þá ákvörðun, þá í mínu tilfelli að ganga í gegnum þetta ein og við vitum flest öll að það er ekki það einfaldasta.

Spurningin var einföld, en svarið var flókið:

 Á ég að halda því, hvað á ég að gera?

Þessi spurning auk margra annarra spurninga sem fylgdu í kjölfarið klingdu í hausnum á mér í marga daga, stressið helltist yfir og þunglyndið fylgdi á eftir öllu saman.

Ég og barnsfaðir minn hættum saman þegar ég var komin rúmar 8-10 vikur á frekar dramatískan hátt. Ekki bara hættum við saman heldur vildi hann ekki lengur barnið.

Þarna stóð ég, ein, ólétt og með bullandi höfnunartilfinningu

Fjölskyldan og vinir mínir stóðu samt sem áður við bakið á mér og töldu mér trú um það að þetta myndi allt reddast, ef ég ætlaði að halda barninu að þá myndu þau hjálpa mér eins og þau gætu og þetta yrði allt í góðu. Einnig ef ég skyldi velja að fara í fóstureyðingu þá myndu þau líka styðja við bakið á mér.

Á þessu tímabili var ég engan veginn tilbúin til þess að eignast barn og hvað þá ein. Ég ætlaði að ferðast, ég átti eftir að klára háskólanámið mitt og svo margt fleira.

Ég tók mig til og talaði við alla þá sem ég trúði og treysti og ráðfærði mig við þau og tók svo loks ákvörðun um að ég myndi halda fóstrinu og myndi taka því með bjartsýnum hug. Með þeirri ákvörðun hófst svo undirbúningur fyrir komandi tíma.

Ég keypti flugmiða til Íslands, fékk vinkonu mína til þess að koma til mín og hjálpa mér að pakka og flytja. Ég flutti til foreldra minna, byrjaði að vinna til þess að eiga rétt á fæðingarorlofi hér á landi og fór og tæklaði þunglyndið og kvíðann með hjálp sérfræðinga.

Skammast sín fyrir að vera ekki í sambandi

En mér líður stundum eins og ég skammist mín fyrir það að vera ekki í sambandi og með barn, að það sé horft á mig með skrítnum augum og að fólk velti því fyrir sér hvernig það sé?

Það er nú bara þannig að sambönd endast ekki alltaf og það getur líka komið fyrir að fólk hætti saman þegar það á von á barni, stuttu eftir að það eignast barn, mörgum árum seinna eða bara aldrei.

Það er engin staðhæfing til sem segir að þegar þú eignast barn með einhverjum þá muntu eiga þessa „fullkomnu fjölskyldu” og allt verður gott og blessað. Það getur alltaf eitthvað komið upp og fjölskyldu munstrin geta verið allskonar.

Þannig að ef þú sérð stelpu einhvers staðar sem er einstæð og ólétt eða með nýfætt barn þá þýðir það ekki að hún sé eitthvað verri fyrir vikið eða að hún hafi stjórnað eða beðið um það.

Ánægð með ákvörðunina

Nú í dag er ég hér skrifandi þennan pistil á meðan að litla prinsessan mín leikur sér hér við hlið mér. Þegar ég horfi á hana er það eina sem kemur upp í hugann minn:

Vá hvað ég er fegin að hafa tekið þessa ákvörðun!

Fyrir ykkur sem eruð í sömu sporum, munið að það er ekkert sem er ómögulegt í þessum heimi, leitið til þeirra sem þið treystið og hugsið vel áður en ákvörðunin er tekin því jú þetta mun breyta miklu og þetta mun verða mjög erfitt en þetta er líka æðislegt og gefur þér svo mikla hamingju og er svo þess virði.

Að ganga í gegnum meðgönguna þannig séð ein og verða svo einstæður foreldri er erfitt en það er samt þess virði því jú við fáum tvöfalt meiri ást, við fáum að eyða tvöfalt meiri tíma með börnunum okkar og við fáum tvöfalt fleiri bros til okkar til að gera daginn okkar betri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Einar Stef ráðinn markaðsstjóri Blikk

Einar Stef ráðinn markaðsstjóri Blikk
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Liverpool og Manchester United áhugasöm – Talið að þetta veiti þeim forskot í baráttunni við erlend félög

Liverpool og Manchester United áhugasöm – Talið að þetta veiti þeim forskot í baráttunni við erlend félög
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Víkingar mæta albönsku meisturunum

Víkingar mæta albönsku meisturunum
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn