Fyrir rúmlega þremur árum síðan fékk Ásta Sæunn Ingólfsdóttir nóg af sjálfri sér. Hún var alltaf þreytt, orkulaus, skapvond og pirruð. Ástu leið alls ekki vel en hana dreymdi um að verða heilbrigð og hraust líkt og hún hafði verið á árum áður.
Ég vildi vera góð fyrirmynd fyrir son minn en vissi ekki hvar ég ætti að byrja. Ég tók þá ákvörðun um að finna mér hreyfingu þar sem ég gæti tekið son minn með mér sem var þá átján mánaða,
segir Ásta í einlægri færslu á Facebook.
Ásta fór að mæta á útiæfingar með hópi af fólki og gekk það mjög vel til að byrja með.
Á síðasta ári þyngdist ég svo um rúm 6 kíló og ég ákvað að ég vildi ná árangrinum mínum aftur. Lífið hendir í mann allskonar áskorunum sem ég tek á móti með pollýönnubrag. Síðan í nóvember á síðasta ári hef ég svo náð árangrinum aftur og gott betur en það. Ég hef tekið af mér 79 cm í ummáli og yfir 20 kíló. Ég er í mínu allra besta formi hingað til.
Ásta segir að henni líði mikið betur og það sem virkileg þarf er að taka ákvörðun og standa við hana.
Það besta við þetta allt saman er að ég hef orku í allt sem mig og syni mínum langar að gera, ég er heilbrigð, hraust og sátt í eigin skinni.
Ásta segist vera með stór markmið og sé hvergi hærri hætt.
Fyrir þá sem vilja fylgjast með Ástu þá er hún dugleg að deila ferðalaginu sínu á Snapchat: astasaeunn91