fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Allir þurfa að gráta – 8 sorglegar bíómyndir á Netflix

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 12. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir hafa gott af því að gráta af og til, losa um erfiðar tilfinningar og finna til samkenndar. Flestir gráta nokkuð reglulega, annað hvort vegna atburða í lífinu eða vegna sorglegra bíómynda.

Sumir eru virkilega tilfinningaríkir og geta farið að gráta við hvaða tilefni sem er, jafnvel þegar þeir horfa á krúttleg lítil börn vera að hlæja. Aðrir eru með harðari skráp og eiga ekki jafn auðvelt með að losa tilfinningarnar út og fara því örsjaldan að gráta.

Bleikt tók saman nokkrar sorglegar bíómyndir sem allar eru sýndar á Netflix. Þessar myndir eiga það sameiginlegt að fá jafnvel þá hörðustu til þess að teygja sig í pappírinn.

Extremis (2016)

Extremis er virkilega þung og hjartnæm heimildarstuttmynd sem fjallar um langveikt fólk , fjölskyldur þeirra og lækna. Fylgst er með þeirri erfiðu ákvörðun sem fólk stendur frammi fyrir þegar það þarf að velja á milli þess að halda áfram að berjast fyrir lífinu eða hvort að komið sé að endastöð.

Dead Poets Society (1989)

Myndin fjallar um Hinn sjúklega feimna Todd Anderson sem er sendur í sama skóla og vinsæll bróðir hans og dúx var í. Herbergisfélagi hans Neil, sem er afburða klár og vinsæll, er undir hælnum á stjórnsömum föður sínum. Þeir tveir ásamt öðrum vinum sínum, hitta Prófessor Keating, nýja ensku kennarann, sem segir þeim frá Félagi látinna skálda, Dead Poets Society, og hvetur þá til afreka og til að gera sífellt betur. Hver og einn, hver á sinn hátt, gerir það, og líf þeirra breytist til frambúðar. Leik frammistaða Robin Williams er talin vera ein sú dramatískasta í þessari mynd.

Fruitvale Station (2013)

Sönn saga af Oscar, 22 ára gömlum manni frá Bay Area í San Fransisco, sem vaknar að morgni dags þann 31. desember 2008 og finnst eitthvað liggja í loftinu. Hann áttar sig ekki alveg á hvað það gæti verið, en ákveður samt að taka það alvarlega. Hann ákveður að vera betri við fólkið í kringum sig, betri sonur móður sinnar, sem á afmæli á gamlársdag, betri kærasti fyrir unnustuna, sem hann hefur ekki verið alveg hreinskilinn við, og betri faðir fyrir T, fallegu 4 ára gömlu stelpuna þeirra. Allt byrjar þetta vel, en eftir því sem dagurinn líður áfram, þá áttar hann sig á að það er ekki alltaf auðvelt að breyta hlutum. Hann rekst á vini, fjölskyldumeðlimi, og ókunnuga, og allt þetta sýnir okkur að það er meira við Oscar en virðist við fyrstu sýn. En samskipti við síðustu persónuna sem hann hittir þann daginn, lögregluþjón á Fruitvale Bart brautarstöðinni, eiga eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar og valda gríðarlegum titringi í samfélaginu.

The Road (2009)

The Road er byggð á virtri en umdeildri skáldsögu eftir Cormac McCarthy (No Country for Old Men) sem segir frá ferðalagi feðga í leit að betra lífi eftir heimsendi. Náttúran er nánast dauð og matur finnst í takmörkuðum skammti. Stór hluti mannkynsins er einnig orðinn að mannætum og því er ekki tekið vel á móti nýjum andlitum við gefin tækifæri.

Milk (2008)

Myndin Milk er byggð á sannri sögu stjórnmálamannsins og mannréttindafrömuðarins Harvey Milk, en hann braut blað í sögu Bandaríkjanna þegar hann var fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn sem kosinn var til opinbers embættis í landinu. Var hann kosinn til setu í borgarráði San Francisco árið 1977, en kjör hans olli fljótt mikilli ólgu og deilum sem náðu víða um borgina og jafnvel allt Kaliforníufylki.

Cinema Paradiso (1988)

Paradísarbíóið segir sögu þekkts kvikmyndagerðarmanns sem snýr aftur eftir 30 ára fjarveru á æskuslóðirnar í litlum bæ á Sikiley og rifjar um leið upp sögu sína, kynni sín af kostulegum bæjarbúunum og minninguna um það hvernig hann komst fyrst í kynni við kvikmyndirnar, og eignaðist náin vin í sýningarmanninum í bíóinu.

Atonement (2007)

Robbie Turner er hermaður í breska hernum árið 1939, en hann er á leið með herfylki sínu til Frakklands í stríðið. Þetta var samt ekki það sem hann hafði séð fyrir sér, en líf hans tók u-beygju fjórum árum fyrr á Tallis setrinu þar sem hann ólst upp, en móðir hans starfaði þar sem ráðskona. Hann ólst upp með þremur Tallis börnum: syninum Leon, og dætrunum Cecilia og Briony. Robbie og Cecilia voru um það bil að fara að játa ást sín á hvoru öðru, en hin þrettán ára, ungi og efnilegi rithöfundurinn Briony, var einnig skotin í Robbie, sem var mun eldri. Briony les vitlaust í það þegar hún sér Robbie og Cecilia saman, og segir hluti sem veldur aðskilnaði þeirra, en Robbie tekst þó að leiðrétta það, áður en hann fer í fjögur ár í burtu í stríðið. Briony er átján þegar hann kemur aftur heim, og fer að vinna sem hjúkrunarkona. Nú veit hún hvaða skaða hún gerði þegar hún var 13 ára, og vill bæta fyrir það, bæði gagnvart Cecilia og Robbie, þó það taki hana alla ævina.

Schindler‘s List (1993)

Oskar Schindler er montinn og gráðugur þýskur viðskiptajöfur, sem gerist mannvinur mitt í ríki Nasista í Þýskalandi og ákveður að breyta verksmiðju sinni í flóttamannabúðir fyrir Gyðinga. Myndin er byggð á sannri sögu, en Oskar Schindler náði að bjarga 1.100 gyðingum frá því að verða sendir í Auschwithz fangabúðirnar þar sem gasklefinn beið þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Gekk frá hatrömmum skilnaði degi fyrir andlátið

Gekk frá hatrömmum skilnaði degi fyrir andlátið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Freyr krækir í landsliðsmarkvörð

Freyr krækir í landsliðsmarkvörð
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.