fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Hera landaði burðarhlutverki í Hollywood-stórmynd gegnum Skype

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er fer leikkonan Hera Hilmarsdóttir með burðarhlutverkið í stórmyndinni Mortal Engines, sem væntanleg er í næstu viku. Um er að ræða fyrsta skiptið þar sem íslenskur leikari fer með aðalhlutverkið í mynd af þessari stærðargráðu.

Þegar kom að ráðningarferlinu var þó Hera fjarri því að vera sú fyrsta sem kom til greina og er hermt að hún hafi slegið út ýmsar frægar stórleikkonur fyrir hlutverk söguhetjunnar Hester Shaw. Myndin er byggð á stórvinsælli bókaseríu eftir Philip Reeve og gerist sagan í framtíðarheimi en þar hefur jörðin eins og við þekkjum hana verið lögð í rúst í styrjöld. Þær fáu borgir sem eftir standa berjast innbyrðis um þær auðlindir sem í boði eru.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Jackson ásamt Philippu Boyens.

Handrit myndarinnar er í höndum þeirra Peter Jackson, Fran Walsh og Philippa Boyens, sem öll komu að handritasmíði Hringadróttinsseríunnar, og er efniviðurinn byggður á skáldsögu Philip Reeve. Jackson og hans teymi framleiða, Christian Rivers leikstýrir og er þetta hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Fyrirhugað er að gera fleiri myndir um þennan sagnaheim ef vel gengur.

Hera býr yfir klassískri fegurð

Phillippa, einn af handritshöfundunum, sagði í viðtali við fréttaveituna IANS (e. Indo-Asian News Service) að ráðningarferli Heru hafi verið hið óvenjulegasta, en leikkonan náði að heilla aðstandendur svo sterkt með sinni nærveru að annað hafi ekki komið til greina en að ráða hana. Ráðningin fór fram í gegnum símaforritið Skype.

„Áheyrnarprufan var svo öflug að við buðum henni hlutverkið eftir eitt Skype-símtal án þess að hafa hitt hana í eigin persónu,“ segir Philippa við fréttaveituna. „Hera minnir mig á Ingrid Bergman,“ segir Philippa og vísar í frægu aðalleikkonuna úr Casablanca. „Hún býr yfir klassískri fegurð og gamalli sál sem var algjörlega fullkomin fyrir þetta hlutverk.“

Myndin verður frumsýnd í næstu viku og má búast við fyrstu viðbrögðum á morgun. Myndin var afhjúpuð aðstandendum og gagnrýnendum á dögunum en síðarnefndi hópurinn er þögull sem gröfin fram að 5. desember.

Hér að neðan má aðeins skyggnast á bak við tjöldin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Margir bregðast við tilkynningu Alfreðs í dag – „Þvílíkur heiður að hafa fengið að deila með þér mögnuðum minningum“

Margir bregðast við tilkynningu Alfreðs í dag – „Þvílíkur heiður að hafa fengið að deila með þér mögnuðum minningum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.