fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Dagmar Ýr um eineltið sem sonur hennar verður fyrir – „Við bætum ekki ástandið með því að tala illa um foreldra, gerendur eða skólann“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardag sögðum við frá Dagmar Ýr Snorradóttur, en sonur hennar Gunnar Holger, sem er sex ára verður fyrir grófu einelti, bæði andlega og líkamlega, nánast alla daga í skólanum.

Lestu hér: Sex ára sonur Dagmar verður fyrir grófu einelti daglega – „Mamma, þetta er svo ljótt“

Greinin hreyfði við fólki, henni var deilt af mörgum og DV hafa borist skilaboð frá einstaklingum sem orðið hafa fyrir einelti og vilja deila sögu sinni.

Einn af þeim sem las greinina er Mikael Tamar Elíasson, sjógarpur úr Grindavík, sem semur ljóð á milli þess sem hann dregur fisk úr sjó. Á örstuttum tíma skrifaði hann ljóð til Gunnars.

Lestu einnig: Tamar samdi magnað ljóð til Gunnars – „Hví logar og dafnar sá eineltiseldur“

„Ég er búin að fá mikið af fallegum skilaboðum, ráðleggingum og hjálp. Orð fá því ekki lýst hversu þakklát ég er,“ segir Dagmar Ýr í færslu sem hún skrifaði á Facebook í dag.

Í gær fór hún á fund með Jóni Þóri Ólafssyni og Halldóru Mogensen og í framhaldi af því á fund með stjórnendum grunnskóla Gunnars.

„Foreldrar barna í skólanum eru búnir að setja sig í samband við mig og eru allir aðilar sem að þessu koma að vilja gerðir til þess að aðstoða,“ segir Dagmar Ýr, sem bætir við að allt sé á réttri leið núna.

Gunnar er enn kvíðinn fyrir því að fara í skólann, enda er það ekki eitthvað sem lagast á einni nóttu. Mörg börn í skólanum eru að snúa bökum saman hinsvegar og gera það sem þau geta til þess að skóladagurinn sé góður hjá drengnum.

„Verum fyrirmynd barnanna í einu og öllu“

Dagmar Ýr ætlar ekki að nefna hvaða skóla er um að ræða, enda snýst umræðan ekki um skólann, heldur einelti, bæði það sem sonur hennar verður fyrir og einelti almennt.

Ég vil minna á það að við höldum umræðunni á málefnalegum nótum og pössum upp á orðaval okkar, bæði í skrifum og tali. Börnin okkar heyra og sjá hvernig við tölum um og við annað fólk. Við þurfum að vera fyrirmyndir þeirra í einu og öllu.Við bætum ekki ástandið með því að tala illa um foreldra, gerendur eða skólann.

Að lokum segir hún að nauðsynlegt væri að skólar biðu upp á fræðslu um eineltismál, jafnvel í skólabyrjun.

Ég hef tekið eftir því að foreldrar eru margir hverjir ráðalausir hvernig sé best að ræða þessi mál við börnin sín á góðan og uppbyggilegan hátt. Það er eitthvað sem skólayfirvöld og ráðherrar þurfa að vera duglegri við að fræða okkur um.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Það versta síðan Sir Alex Ferguson var nýtekinn við

Það versta síðan Sir Alex Ferguson var nýtekinn við
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.