Það getur verið erfitt að fingra sig áfram á Tinder. Áttu að sópa til vinstri eða hægri?
Þau okkar sem prófað hafa appið könnumst við þetta.
Á milli fyrrverandi, fyrrverandi vina, vinnufélaga, fyrrverandi vinnufélaga og allt þar á milli, leynast einhverjir gullmolar, sem vert er að klæða sig upp fyrir og kíkja á deit með eða bjóða þeim í Netflix og chill.
Líklega hafa þó fáir lent í því sem Weston Koury lenti í. Hann var að sópa til vinstri og hægri, þegar hann sá að systir hans var líka að nota Tinder. Ok getur gerst.
Nema að systir hans er ekki orðin 18 ára og á því ekki að hafa heimild til að nota appið.
Og einhvern veginn þá tókst þeim að para við hvort annað.
Sem hvorugt þeirra skilur hvernig gerðist.
Koury tvítaði um atvikið og birti skjáskot til sönnunar.
WTF Just matched with my sister on tinder ?? Someone execute me ?? I want electric chair pic.twitter.com/PSOT0mnT2v
— Weston Koury (@Wes10) November 24, 2018
Í því má þau rífast um hvort þeirra er meira kríp, en staðreyndin er sú að það þarf tvo til að sópa til hægri til að fá pörun.