fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Sex ára sonur Dagmar verður fyrir grófu einelti daglega – „Mamma, þetta er svo ljótt“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 24. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagmar Ýr Snorradóttir er 27 ára gömul, móðir hans Gunnars Holger, sem er sex ára og hóf nám í grunnskóla í haust.

Eins og flest börn sem byrja skólagöngu var hann spenntur en um leið stressaður fyrir því að byrja í skólanum. Fljótlega kom í ljós að það sem á að vera skemmtileg áskorun fyrir börn alla daga reyndist í tilviki Gunnars áskorun bæði andlega og líkamlega þar sem hann er beittur grófu ofbeldi nánast alla daga í skólanum.

Mæðginin á góðri stund

Í einlægri færslu sem Dagmar Ýr skrifar á Facebook lýsir hún buguð ástandinu og hversu ráðþrota hún er gagnvart því.

„Honum er strítt nánast á hverjum degi, annað hvort andlegt eða líkamlegt ofbeldi. Hann hefur verið skorinn með blýanti hjá auganu, hent út í vegg með hausinn á undan sem olli tilheyrandi höfuðverk og flökurleika restina af deginum,“ segir Dagmar Ýr.

Hún segir að á hverju kvöldi byrji Gunnar að tala um hvort hann megi vera í fríi daginn eftir eða að hann sé veikur. Gunnar æfir fótbolta og honum vill hann ekki sleppa af því að þar líður honum vel.

Segir hún skólayfirvöld og kennara hafa brugðist við og gert sitt allra besta til að finna lausnir á ástandinu, en allt komi fyrir ekki, eineltið heldur áfram.

„Þrátt fyrir allt þetta er Gunnar sterkur, góður og fyndinn,“ segir Dagmar Ýr. „En við vitum öll hvaða áhrif einelti getur haft, hversu skaðlegt það getur verið.“

Lestu einnig: Tamar samdi magnað ljóð til Gunnars – „Hví logar og dafnar sá eineltiseldur“

Færslu Dagmar má lesa í heild hér fyrir neðan: 

Ég. Get. Ekki. Meir.

Flestir sem þekkja Gunnar Holger vita hversu góður hann er. Hann er með stórt og gott hjarta og skilur engann útundan. Ef einhver meiðir sig eða er grátandi þá er hann eiginlega alltaf fyrstur á staðinn til þess að athuga hvað sé að og hvernig hann geti reddað málunum.

Í ágúst byrjaði hann í 1.bekk, mjög spenntur og pínu stressaður fyrir þessu stóra skrefi.
En þessi spenningur breyttist mjög fljótt i kvíða. Kvíða fyrir því að fara í skólann. Á hverjum morgni er basl að koma honum í skólann, af því að hann vill ekki fara.
Og kvöldin, fyrir svefn, fara í það að hann talar um hvort hann megi ekki vera í fríi frá skólanum daginn eftir. Á morgun verði hann sko veikur og geti ekki farið í skólann. Og ef hann segir að hann verði veikur næsta dag og kemst að því að það er fótboltaæfing þann dag, þá er hann bara veikur á meðann skólinn er, ekki þegar það er fótboltaæfing. Af því að honum líður vel á æfingu, sem er að miklu leiti þökk sé þjálfurum hans og að hann elskar fótbolta.

Honum er strítt nánast á hverjum degi, annað hvort andlegt eða líkamlegt ofbeldi. Hann hefur verið skorinn með blýanti hjá auganu, hent útí vegg með hausinn á undann sem olli tilheyrandi höfuðverk og flökurleika restina af deginum.
Hann hefur komið heim eftir skóla og sagt mér hvað sumir eru að segja við hann.
„Fokkaðu mömmu þinni“ er eitthvað sem stendur svolítið uppúr þar sem hann talar frekar oft um það. Mjög hissa á þessu orðbragði „mamma, þetta er svo ljótt, maður á ekki að segja svona“.

En núna í morgun gjörsamlega bugaðist ég og er búin að vera gráti nær í allann dag. „Mamma, má ég hætta við að fara í skólann? Það er alltaf verið að stríða mér“
Við erum að tala um að jafnaldrar hans og krakkar uppí amk 4.bekk eru að stríða honum.
Hvernig getur maður svarað 6 ára barni þegar það spyr að þessari spurningu??

Bæði kennarar og skólastjórnendur hafa gert sitt allra besta að finna lausnir á þessu og eiga þau hrós skilið fyrir það!

En þegar ástandið hefur verið svona þessa fyrstu 3 mánuði og verður mjög líklega svona áfram, þá verður maður ráðalaus. Maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við.

En sem betur fer þá er Gunnar mjög sterkur. Hann er ennþá, þrátt fyrir allt, sami góði, fyndni og hjálpsami strákurinn.

Með þessum skrifum langar mig að vekja athygli á einelti. Við vitum öll hversu skaðlegt einelti getur verið. Við vitum öll hvernig getur farið fyrir þeim sem lenda í einelti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Það versta síðan Sir Alex Ferguson var nýtekinn við

Það versta síðan Sir Alex Ferguson var nýtekinn við
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.