fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Vala Grand: „Mitt mottó var að segja fólki að halda áfram að drulla yfir mig“ – Aðkastið, frægðin og Ungfrú Ísland

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk má segja að ég sé athyglissjúk, en á þessum tíma var ég bara að vera ég, að berjast fyrir mínum réttindum.“

Þetta segir Vala Grand í nýjasta þætti Skammar á RÚV, en Vala hefur í gegnum árin vakið athygli fyrir að tala opinskátt um líf sitt sem transkona. Þegar Vala byrjaði að segja opinskátt frá lífi sínu var transfólk á Íslandi ekki áberandi í samfélaginu, en Vala hlaut einnig mikið aðkast fyrir að vera transkona af asískum uppruna. Vala hefur ekki verið mikið áberandi í íslensku þjóðfélagi að undanförnu enda dvalið talsvert erlendis.

„Elskan, prófaðu að vera í minni stöðu, prófaðu að segja mína sögu, prófaðu að hafa alla fjölmiðla bankandi á þínar dyr, prófaðu að sjá hvernig þú myndir díla við það. Það skiptir engu máli hvað þú segir, heldur skiptir máli hvað ég er að segja og það er þitt val um hvort þú hlustar eða ekki,“ segir hún.

„Pabbi Völu Grand“

Þættirnir hennar, Veröld Völu Grand, höfðu mikil áhrif á íslenskt samfélag og gerðu mikið til að útrýma fordómum gagnvart transfólki að hennar sögn. Vala hefur reglulega orðið fyrir alls kyns aðkasti, ekki eingöngu vegna þess að tala opiðskátt um transfólk á Íslandi, heldur líka fyrir að tala ekki fullkomna íslensku. „Ég hélt alltaf áfram að vera ég í þessum þáttum, það er líka það sem skiptir máli.“

Faðir Völu þótti sérlega áberandi í þáttunum hennar, en í gegnum árin hefur orðasamsetningin „Pabbi Völu Grand“ verið vinsælt grín á netinu. Vala segir að faðir hennar hafi alltaf verið sér til mikils stuðnings og fer fögrum orðum um þeirra samband. „Hann hefur alltaf verið æðislega hvetjandi og það er æðislegt að eiga þannig foreldra,“ segir hún. „Að vera í þannig stöðu að eiga barn eins og mig, það er sko mikil vinna.“

Vala segir æskuna hafa almennt verið afar erfiða. „Ég reyndi alltaf að breyta því slæma í eitthvað gott. Mitt mottó var að segja fólki að halda áfram að drulla yfir mig, það gerir mig bara sterkari,“ segir hún og bætir við að sundtímar hafi verið sérstaklega óþægilegir fyrir hana. Hún vildi ekki fara í strákaklefann en mátti ekki fara í stelpuklefann. Hún segir viðmótið hafa breyst þegar hún var komin í sjöunda og áttunda bekk, en þá voru strákarnir farnir að mæta í bikiníum til að sýna henni samstöðu. Þetta þótti henni bæði fallegt og ómetanlegt.

Ætlar ekki í pólitík

Vala hælir Önnu Kristjánsdóttur fyrir báráttu sína í transsamfélaginu og ofar öllu fyrir að vera hún sjálf. „Hennar barátta var á dekkri tímum á Íslandi,“ segir Vala en Anna var fyrsta transkonan til að birtast opinberlega í fjölmiðlum hér á landi. Þetta var í viðtali hjá Nýju lífi árið 1994 og mætti hún þá miklum fordómum en ákvað hún að taka slaginn og reyna að fræða samfélagið fyrir allar þær transkonur sem myndu fylgja á eftir henni.

Þá fullyrðir Vala að hún vilji hiklaust fleiri úr LGBT-samfélaginu taki þátt í pólitík á Íslandi. Spurð að því hvort Vala gæti hugsað sér að vera í stjórnmálum svarar hún því neitandi. Ástæðuna segir hún vera vegna þess að hún telur sig betri í að halda sér fyrir framan myndavélina en að ræða fyrir framan púlt. „Ég tala náttúrulega bjagaða íslenska, eins og vanalega. Ég er ofvirk, eins og vanalega,“ segir hún.

„Ég veit að ég tala ekki fullkomna íslensku, en hefur þú prófað að tala filippseysku? Það er eitt erfiðasta tungumálið.“

Mynd: DV, júlí 2010.

Erfitt að díla við heilt þjóðfélag

Vala rifjar upp þegar for­svars­menn feg­urðarsam­keppni Íslands buðu henni að koma í prufu fyr­ir Ung­frú Ísland keppnina. Þá var ekki langt síðan hún var nýkomin úr aðgerð en segir fólk ekki hafa verið lengi að verða brjálað í kjölfarið. „Þarna var verið að samþykkja mig!“ hugsaði hún þá að hennar sögn enda var það draumur hennar að taka þátt í slíkri keppni á yngri árum. „Ég ætlaði að verða fyrsta transkonan til þess að taka þátt í þessari keppni en þá varð allt landið brjálað. Þetta var svo lokað umræðuefni, ekki svona opið eins og það er í dag.“

Vala segir að áreitið sem hún varð fyrir hafi að öllum líkindum hjálpað öðru transfólki í sinni baráttu. „Ég tók á móti öllum þessum steinum sem aðrir köstuðu í mitt glerhús, en ég sé þessa steina í dag sem minningar,“ segir hún. „Mér finnst ég geta verið stolt af sjálfri mér. Það hefur ekki verið létt að díla við heilt þjóðfélag.“

Vala segist sjá eftir því í dag að tekið þátt í athugasemdakerfum og svara neikvæðum ummælum. „Ég ætlaði samt ekki að láta yfir mig ganga, að eitthvað fólk úti í bæ talaði illa um mig án þess að segja það beint við mig. Ég er svolítið hörð, sem ég held að sé innri maðurinn enn í mér,“ segir hún og hlær.

Hlusta má á Skömmina í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Morðið í Breiðholti – Stakk móður sína að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi

Morðið í Breiðholti – Stakk móður sína að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Slot annar í sögunni til að takast þetta

Slot annar í sögunni til að takast þetta
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fólk trúir ekki að hann hafi gert þetta á innsetningarhátíð Trump – Sjáðu myndbandið

Fólk trúir ekki að hann hafi gert þetta á innsetningarhátíð Trump – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi: Fór spennt á Tinder-stefnumót en hryllingur beið hennar

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi: Fór spennt á Tinder-stefnumót en hryllingur beið hennar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aftur sektaðir af KSÍ

Aftur sektaðir af KSÍ
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.