fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Fiskar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. janúar 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011.

Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin.

Hér er áramótaspáin fyrir Fiska 19. febrúar – 20. mars.

Fiskur
Kæri fiskur, byrjum á því að skoða liðið ár. Það hefur reynt á þig varðandi ákveðin samskipti á árinu. Vona svo sannarlega að þú hafir sagt það sem þú þurftir að segja og gert það af öryggi. Þetta voru nefnilega aðstæður sem kölluðu á opin og heiðarleg samskipti. Ef það eru einhver mál þarna sem þú átt eftir að leysa þá getur verið gott að leita sér aðstoðar, hvort sem það er hjá góðum vini eða leita ráða hjá sérfræðingi. Þrátt fyrir að hlutlægni og rökhugsun hafi verið mikilvæg á þessum tímapunkti þá skaltu samt ekki gera lítið úr tilfinningalega þættinum. Vertu viss um að vera heill í því sem þú gerir kæri fiskur.

Þú ert svo ótrúlega seigur og stendur alltaf upp aftur. Þú er klárlega manneskja sem kallar á virðingu frá samfélaginu enda þekkt fyrir að vera alltaf með réttlætið í forgrunni. Þú tjáir þig faglega og ferð eftir reglum og líður ekki vel þegar hlutirnir eru ekki að ganga eins og þú vilt. Ert rökfastur og metnaðarfullur en stundum einum of. Þarft að muna að vera diplómatískur og hlusta á það sem aðrir hafa að segja. Kláraðu það sem þarf að klára, komdu þér beint að efninu og mundu að sá sem er tilfinningalega fjarlægur nær ekki að koma sínu vel að.

En það sem er í gangi núna er aldeilis jákvætt, allavega þegar horft er til efnislegra þátta. Það er rétt eins og peningar, tími eða annar auður komi flæðandi til þín. Nýja vinnan eða fyrirtækið hefur gengið ótrúlega vel og hæfni þín til að láta draumana þína rætast er mikil núna. Hugmyndin þín hefur líklega verið mjög ábatasöm og útlitið bjart varðandi framhaldið. Þar fyrir utan þá er ekki ólíklegt að þú munir fljótlega hitta manneskju sem getur opnað fleiri dyr fyrir þig. Gæti verið gott að gera langtíma fjárhagsáætlun á þessum tíma í lífi þínu og það er ekki ólíklegt að þú munir fjárfesta í húsi eða landi á þessum tímapunkti.
Varðandi horfur fyrir næsta ár þá virðist þú hafa allt sem þú þarft eeeeen það er alveg tími til að taka sér smá frí. Þú þarft að huga að heilsunni og taka þér tíma til að slaka á – þú hefur svo sannarlega unnið fyrir því.

Þær aðstæður sem þú ert í núna krefjast ekki meira af þér í bili og þú ert ekki ómissandi. Þú þarft aðeins að stíga til baka og sleppa. Það væri líklega best ef þú mundir ekki hugsa um verkefnin þín í smá tíma. Ekki freistast til að skora þá á hólm sem eru ósammála þér. Það er ekki ólíklegt að góð lausn fáist með innri vinnu – að fara í hugleiðslu eða út í náttúruna og finna svörin þar. Passaðu upp á svefninn. Ef þú þarft að jafna þig þá skaltu taka þér þann tíma sem þú þarft til þess. Minnkaðu streituna í lífi þínu og leyfðu þér að njóta alls þess sem hefur áunnist hin síðari ár.

Kæri fiskur – þú syndir í gegnum þetta.

Kærleikskveðja frá mér!
Anna Lóa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.