Hátíðin markar upphaf verðlaunahátíða kvikmyndaiðnaðarins í Hollywood og nær það hápunkti þegar Óskarsverðlaunin fara fram í mars. Golden Globes er fyrsta verðlaunahátíðin sem er haldin eftir að fjöldi kvenna steig fram og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi.
#Metoo-byltingin setur svip á hátíðina meðal annars í klæðavali stjarnanna, sem mættu í svörtu til að sýna samstöðu með konum sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í kvikmyndabransanum.