Múrarar er nýtt tónlistarsamstarf Gunnars Arnar Egilssonar, Kristins Roach Gunnarssonar og Gunnars Gunnsteinssonar. Múrarar steypa lágstemmda og seigfljótandi tregatekknó með surfgítarplokki, saxófónískum eilífðarmelódíum og júrósentrískum kirkjuhljómum.
Á Ökulög er umfjöllunarefnið götur, firðir og ástand. Platan, sem inniheldur fjögur lög, byrjar fyrir norðan og keyrt er suður, frá Öxnadal til Reykjavíkur.
Ökulög má streyma frítt fram að tónleinkunum, sjá hér.
Múrarar mun stíga á svið laugardaginn 6.janúar kl. 20 í Mengi við Óðinsgötu 2 í miðbæ Reykjavíkur. Ökulög verður til sölu en hún er gefin út í 13 vínyl eintökum.