fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024

„Þú hafðir engan rétt á því að misnota mig líkamlega og andlega“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var stelpa átti ég uppáhaldsfrænda. Hann er 10 árum eldri en ég og leit ég mikið upp til hans. Hann var að gera marga flotta hluti í lífinu sem mig langaði rosalega að gera sjálf, eins og að vera í hestum, eiga flotta jeppa og svo margt fleira. 

Ég var 13 ára þegar ég fermdist og man þann dag svo vel þar sem þú minn flotti frændi komst á hestinum sem þú og mamma funduð handa mér. Mig langaði ekki í neitt meira en hest í fermingargjöf og þegar þú komst ríðandi inn í garð á Álftanesi á rauðstjörnóttum hesti var dagurinn og allt sem ég hafði óskað mér komið. 

Nú var ég komin með hest og þú tókst að þér að gera mig að hestakonu og reddaðir mér plássi. Þetta voru æðislegir tímar að geta farið með þér upp í hesthús á allavega jeppum og hitta alla þessa stráka sem voru alltaf með þér. Þegar stelpur eru á þessum aldri eru þær ofboðslega viðkvæmar og eru að feta sín fyrstu skref í strákamálum.  Allar bílferðirnar okkar voru líka skemmtilegar þar sem við spjölluðum um heima og geima og þú spurðir mig út í stráka og svona. Þú varst stóri frændi minn og hetja, varst sú eina karlímynd sem ég hafði sem var til í að gera hvað sem er fyrir mig og verja mig á allan hátt gagnvart öðrum. 

 

Ég treysti þér í einu og öllu. Elskaði þig af öllu hjarta elsku frændi.

 

Ég var rúmlega 13 ára þegar ég fór að byrja að drekka og að vera með strákum og man að ég sagði þér, besta vini mínum, frá því hvernig mér leið. Við fórum að tala meira um þessi brös mín í djammi og strákum á leið okkar í hesthúsið og á aðra staði og einhvern veginn hleypti ég þér alla leið inn. Ég leyfði þér að spyrja mig náina spurninga eins og hvort ég væri farin að sofa hjá og svona. Þú fórst að vera alltaf meira og meira ágengur í spurningum þínum og man ég hvernig þú vildir alltaf vita meira og meira. Ég sagði þér allt, ég var svo lítil stelpa þegar ég hugsa til baka. En svo fórstu að spyrja mig, hvernig væri ef að við myndum gera eitthvað saman?, þú vildir að ég snerti þig og þú vildir snerta mig. Ég man að í einni ferðinni fórstu inn undir peysuna mína og snertir á mér brjóstin, ég varð skrítin og vandræðaleg, en þú sagðir að þetta væri allt í lagi að ég ætti bara að slaka á. Ég vissi alltaf að þetta væri rangt, en gat ekki sagt það, þú varst besti vinur minn og hetja.

 

Bílferðum okkar fór að fjölga og atvikum að versna og þú varst farinn að kyssa mig eins og ég væri kærastan þín þegar ég var um fjórtán ára. Ég man svo vel í fyrsta skipti sem þú baðst mig að snerta á þér typpið, þú varst að keyra. Mér leið illa, ég vildi skríða inn í sjálfa mig!!

En samt þar sem þú varst hetjan mín og besti vinur þá vildi ég gera það fyrir þig því þú sagðir að þér liði svo vel þegar það gerðist.

 

Ég átti vinkonu sem er jafngömul mér og hún var farin að koma með okkur annað slagið á rúntinn. Ekki leið á löngu þar til þú varst farinn að tala við hana um persónuleg mál eins og mig áður. Eitt skiptið sagðir þú við okkur að það væri gaman að fara með okkur eitthvert út fyrir bæinn og leika við okkur báðar, ég man að hjartað í mér hrundi, en ég elsku litla stelpan vildi gera allt fyrir þig hetjuna. Þú sagðir mér líka alltaf að þú elskaðir mig og að ef við værum ekki frændsystkin þá myndum við gifta okkur. Ég var bara 14 ára, á viðkvæmu stigi í lífinu með lítið sem ekkert sjálfsálit og af brotnu heimili, þú varst hetjan mín og besti vinur.

 

Einu sinni kom ég með mömmu í heimsókn heim til mömmu þinnar og pabba og þú sagðir mér að kíkja inn í herbergi til þín. Þú lagðir mig á rúmið þitt og kysstir mig, þegar mamma þín labbaði inn og það eina sem hún sagði var að þetta mætti ekki, og horfði svo djúpt í augun mín, ég man að ég sá hatrið í augum hennar og að henni fannst þetta mér stelpuskjátunni að kenna.

 

En ég þarf ekki þar sem þú gekkst í gegnum þetta allt með mér að segja þér frá öllu: ferðinni með vinkonu minni upp á Bláfjallaafleggjara á Bronco eða aðrar minningar. Það er eitt lag sem ég get til dæmis aldrei hlustað á aftur því þó það sé bara um fjögurra mínútna langt þá er þetta að mínu mati lengsta lag í heimi. Ég þarf hins vegar nú þegar ég er orðin 31 árs og tveggja barna móðir að segja þér að þetta var ekki eðlilegt. Þú hafðir engan rétt á því að misnota mig líkamlega og andlega. Ég mun aldrei fyrirgefa þér, en með þessu bréfi til þín er ég að fyrirgefa mér sjálfri. 

Ég hef gengið til margra sérfræðinga og leitað mér mikillar hjálpar, en nú 17 árum síðar hef ég öðlast þann kraft til að segja þér hvað þú gerðir mér.

Ég ætlast ekki til að fá neitt svar við þessu bréfi, heldur vil ég koma þessu frá mér svo ég geti gengið út í lífið án þess að skuggi þinn liggi á bakinu á mér, framhaldið þitt á því hvað þú gerir við þetta bréf er þitt ekki mitt. Þú verður að spyrja þína samvisku hvað þú vilt.

 

Ég vil semsagt segja þér „elsku besti vinur og hetja“ að þú skemmdir hluti í hjarta mínu og huga sem verður aldrei tekið aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Namibískir sjómenn krefja Samherja um fullar efndir samninga – Hafa þurft að koma börnum til ættingja vegna fátæktar

Namibískir sjómenn krefja Samherja um fullar efndir samninga – Hafa þurft að koma börnum til ættingja vegna fátæktar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Kristófer ráðinn til starfa hjá Fylki

Kristófer ráðinn til starfa hjá Fylki
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Stórfurðulegar vendingar í dularfullu hvarfi Gossip Girl-leikkonu – Hvað er í gangi?

Stórfurðulegar vendingar í dularfullu hvarfi Gossip Girl-leikkonu – Hvað er í gangi?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ratcliffe vill skera niður fjárveitingar til stuðningsmanna með fötlun

Ratcliffe vill skera niður fjárveitingar til stuðningsmanna með fötlun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kane gagnrýnir stjörnur enska landsliðsins sem létu sig hverfa – ,,Ég er ekki hrifinn af þessu“

Kane gagnrýnir stjörnur enska landsliðsins sem létu sig hverfa – ,,Ég er ekki hrifinn af þessu“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Á vinsælum ferðamannastað geta ferðamenn keypt sér ferskt loft í dós til að taka með heim

Á vinsælum ferðamannastað geta ferðamenn keypt sér ferskt loft í dós til að taka með heim

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.