Við tökum þetta litla tryllitæki með okkur hvert sem er, hoppum af kæti þegar við fáum „ding“ og sofnum með því á kvöldin (svona þannnig séð). En eins og síminn er skemmtilegur og spennandi, þá er það líka alveg drep þegar hann verður batteríslaus.
Samkvæmt Battery University erum við flest að hlaða símann okkar á rangan hátt.
Hladdu símann oft og stutt í hvert sinn
Flestir hlaða símann sinn yfir nótt, svo hann sé í 100% hleðslu þegar við vöknum. En það er ekki gott fyrir batteríið og betra að taka hleðslutækið með sér og hlaða hann lítið í hvert skipti, það lengir líftíma batterísins.
Ekki láta símann verða batteríslausan
Það er ekki gott fyrir batteríið að láta símann verða batteríslausan. Það getur þó vissulega gerst af og til, en hafðu frekar hleðslutæki með þér eða reyndu að fá lánað hjá einhverjum í kringum þig.
Haltu hleðslunni milli 65-75%
Það er ekki best fyrir að hafa hann 100% hlaðinn, 65-75% er ákjósanlegasta hleðslan. Samkvæmt Battery University vinnur síminn hraðast þegar hann er í ákjósanlegri hleðslu.
Aldrei hlaða símann að fullu
Ef 100% hleðsla á símanum þínum er það sem kætir þig mest, hættu því. Batterí snjallsíma þurfa ekki að vera fullhlaðin og æskilegt er að þau séu það ekki.