fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Er síminn þinn alltaf batteríslaus – Ertu að hlaða hann rétt?

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðurkennum það bara: mörg okkar elska snjallsímann okkar, þetta litla undratæki sem heldur utan um allt sem við gerum, ættum að gera og þurfum að muna.

Við tökum þetta litla tryllitæki með okkur hvert sem er, hoppum af kæti þegar við fáum „ding“ og sofnum með því á kvöldin (svona þannnig séð). En eins og síminn er skemmtilegur og spennandi, þá er það líka alveg drep þegar hann verður batteríslaus.

Samkvæmt Battery University erum við flest að hlaða símann okkar á rangan hátt.

Hladdu símann oft og stutt í hvert sinn
Flestir hlaða símann sinn yfir nótt, svo hann sé í 100% hleðslu þegar við vöknum. En það er ekki gott fyrir batteríið og betra að taka hleðslutækið með sér og hlaða hann lítið í hvert skipti, það lengir líftíma batterísins.

Ekki láta símann verða batteríslausan
Það er ekki gott fyrir batteríið að láta símann verða batteríslausan. Það getur þó vissulega gerst af og til, en hafðu frekar hleðslutæki með þér eða reyndu að fá lánað hjá einhverjum í kringum þig.

Haltu hleðslunni milli 65-75%
Það er ekki best fyrir að hafa hann 100% hlaðinn, 65-75% er ákjósanlegasta hleðslan. Samkvæmt Battery University vinnur síminn hraðast þegar hann er í ákjósanlegri hleðslu.

Aldrei hlaða símann að fullu
Ef 100% hleðsla á símanum þínum er það sem kætir þig mest, hættu því. Batterí snjallsíma þurfa ekki að vera fullhlaðin og æskilegt er að þau séu það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Flugdólgur með barn olli usla í vél Play

Flugdólgur með barn olli usla í vél Play
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.