fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

Nýtt tónlistarmyndband frá Þóri og Gyðu sem taka þátt í undankeppni Eurovision í ár

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 31. janúar 2018 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Geir og Gyða Margrét syngja saman eitt af þeim tólf lögum sem keppast um að verða framlag Íslands í Eurovision í ár. Lagið sem þau syngja heitir Brosa og tóku þau á dögunum upp myndband við lagið.

Myndbandið var tekið upp á Suðurlandi og spila Gullfoss, Geysir og Kerið meðal annars stór hlutverk í því.

Hugmyndin var að gerast ferðamenn í okkar eigin landi í einn dag og heimsækja nokkrar af fallegustu náttúruperlum Suðurlands. Við vöknuðum eldsnemma til þess að ná birtunni, fórum á næstu bensínstöð og fengum okkur pylsu með öllu í morgunmat og lögðum svo af stað. Það var fáránlega kalt þennan morgun en maður gleymdi því fljótt því það var svo gaman hjá okkur yfir daginn. Það var ótrúlega skemmtileg upplifun að taka upp myndbandið í svona mikilli fegurð og erum við virkilega ánægð með útkomuna. Við vonum svo auðvitað að myndbandið fái fólk til að brosa sem er einmitt boðskapur lagsins,

segja Þórir og Gyða en mikil spenna er í hópnum sem mun flytja lagið á fyrra undankvöldinu þann 10. febrúar næstkomandi.

Höfundar lags og texta eru þeir Guðmundur Þórarinsson og Fannar Freyr Magnússon. Bassi Ólafsson sá um hljóðblöndun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal fyrsta enska liðið til að afreka þetta

Arsenal fyrsta enska liðið til að afreka þetta
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.