fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

Hryllilega flottar skreytingar og veitingar í Halloween boði Hrannar – Sjáðu myndirnar

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 30. janúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er með Halloween partí á hverju ári og mér finnst þetta eitt skemmtilegasta partýið sem ég held. Það er alveg ótrúlega gaman að skreyta fyrir Halloween og ég bæti við auka skrauti á hverju ári þó ég eigi mikið meira en nóg fyrir. Það er bara þannig að það er alltaf pláss fyrir meira skraut !

Ég hef keypt mest allt af mínu skrauti erlendis og mamma og pabbi gleyma því aldrei þegar þau fóru til Boston og ég bað þau um að taka “smá” pakka fyrir mig heim. Þegar þau komu á hótelið þá beið þeirra risavaxinn kassi frá PartyCity sem pabbi hefði líklegast komist sjálfur ofaní. Reyndar leit þetta verr út í byrjun heldur en þegar þau voru búin að taka þetta úr kassanum,  en eins og flestir sem panta reglulega á netinu vita þá er þessu oft pakkað í alveg ótrúlega stórar pakkningar. Þetta fór þó ekki betur en svo að þau þurftu að fjárfesta í auka tösku fyrir heimleiðina bara fyrir Halloween skrautið mitt. Meira að segja þurfti mamma að taka einn draug með sér í handfarangur sem pabbi var búinn að hóta að henda þegar honum fannst alveg nóg komið. En ég minni þau á þetta á hverju ári að það er alveg þeim að þakka hvað það er flott skreytt fyrir Halloween útaf skrautinu sem þau komi með heim.

Ég er alltaf með svona leikjastöð - hér er halloween beer pong !

Ég er alltaf með svona leikjastöð – hér er halloween beer pong !

Krans sem ég föndraði sjálf

Krans sem ég föndraði sjálf

Skreytti að sjálfsögðu úti líka

Skreytti að sjálfsögðu úti líka

Drykkjarbarinn minn - rauður kokteill og rauð hlaupstaup

Drykkjarbarinn minn – rauður kokteill og rauð hlaupstaup

IMG_0029

Eldhúsið

IMG_0040

Borðstofan

IMG_0039

Stofan

IMG_0037

2,5 M há beinagrind sem hangir í loftinu

IMG_0036

Skrautið inní Mancave hjá Sæþóri

IMG_0031

Gestabaðið

Í ár prófaði ég meira að segja að panta skraut á AliExpress og varð sko alls ekki fyrir vonbrigðum. Hræódýrt skraut í fínustu gæðum. Keypti t.d. 6 risa kóngulær, 1,5M á breidd, svartar og loðnar á 250kr stykkið og fleira sniðugt. Getið séð hana hér fyrir ofan á sturtunni :)

Mér finnst yfirleitt langskemmtilegast að skreyta og setja upp veisluborðið. Bakgrunnurinn eru 2 mismunandi halloween dúkar sem ég lími bara á vegginn og svo er að sjálfsögðu köngulóarvefur útum allt. Ég er svo með svartan dúk á borðinu og hef alla bakka og diska fyrir matinn svarta eða glæra. Í ár bjó ég til þessa “kertastjaka” úr tómum vínflöskum sem ég spray-aði svartar með möttu sprayi og keypti svo bara svört kerti í Tiger – mjög einfalt að gera en kemur ótrúlega vel út !

Ég byrja yfirleitt að skreyta og baka á mánudegi og er að skreyta og dunda alla vikuna. Ég er svo yfirleitt með partýið á laugardegi og þá tökum við Sæþór föstudagskvöldið í að setja allan köngulóarvefinn en það er mesta vinnan við þetta og alveg tveggja manna verk. Límband, bjór og mikið af þolinmæði er hin heilaga þrenning í þessu verkefni !

Á hverju ári finn ég svo nýjan veitingar í Halloween þema og er bæði með sætindi og smárétti/snakk.

IMG_0022

Mummy – ostadip og kex

IMG_0021

Kakan og bikarinn fyrir besta búninginn

IMG_0020

Grasker ælandi guacamole

IMG_0023

Grasker fyllt með ídýfu og grænmeti

IMG_0024

Köngulóa cakepops

Það er að sjálfsögðu skylda að mæta í búning í mitt partý og ég elska það hvað ég á æðislega vini sem eru tilbúnir að taka þetta alla leið og mæta í ótrúlega sniðugum, skemmtilegum og flottum búningum. Það eru svo auðvitað veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn í lok kvölds.

IMG_0062 IMG_0063 IMG_0070IMG_0069 IMG_0067 IMG_0066 IMG_0065 (1) IMG_0064 IMG_0074IMG_0071 IMG_0072

 

Ég keypti búningana á okkur öll 4 á AliExpress, Sæþór var Harry Potter, ég var beinagrind og Embla og Gizmó voru drekar ! Svo keypti ég aukalega grasker-búning fyrir Emblu í Aberdeen (já ég elska búninga og að klæða saklaus fórnarlömb í þá !)

IMG_2620 (1) IMG_0010

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Nunez kláraði Brentford með tveimur mörkum í uppbótartíma

England: Nunez kláraði Brentford með tveimur mörkum í uppbótartíma
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Borguðu margar milljónir fyrir það að stunda kynlíf á óvenjulegum stað: Var í vinnunni og mátti ekki koma inn – ,,Myndi gera það sama“

Borguðu margar milljónir fyrir það að stunda kynlíf á óvenjulegum stað: Var í vinnunni og mátti ekki koma inn – ,,Myndi gera það sama“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.