fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Er þér alltaf kalt? Ástæðan gæti verið þessi

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 28. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er oft hrollur í þér eða er þér stundum kalt á höndum og fótum? Öll finnum við fyrir þessu en í mismiklum mæli þó. Fyrir þá sem finna stöðugt fyrir kulda gæti verið kominn tími á að skoða málið betur því ástæðurnar fyrir kuldanum geta verið margvíslegar.

Holly Phillips er læknir sem skrifað hefur fjölda bækur en hún tók saman fyrir Time-tímaritið nokkrar ástæður þess að fólk finnur fyrir stöðugt fyrir kulda. Holly segir að algengara sé að konur finni fyrir kulda þó margir karlar verði einnig fyrir þessum óþægindum.

Þú hreyfir þig ekki nóg

Það liggur vissulega í augum uppi að hreyfing kemur hjartanu og blóðinu af stað og það eru lífeðlisfræðileg viðbrögð líkamans að líkamshiti hækki samhliða hreyfingu. Þvert á það sem sumir kynnu að halda er ekki rétt að hætta við að fara á æfingu eða út að labba ef þú finnur fyrir kulda. Holly vísar í rannsókn sem vísindamenn við University of Georgia framkvæmdu, en í henni var fjöldi fullorðinna einstaklinga rannsakaður sem allir áttu það sameiginlegt að vera oftar en ekki kalt, til dæmis á höndum og fótum. Voru þeir látnir hreyfa sig létt þrisvar í viku í tuttugu mínútur í senn. Að sex vikum liðnum fundu viðföng rannsóknarinnar síður fyrir kulda en áður.

Þú ert of grönn eða grannur

Kuldi getur verið fylgifiskur þess að vera of létt eða léttur. Það er staðreynd að líkamsfita virkar eins og einangrunarefni og viðheldur hitanum inni í líkamanum. Að sama skapi ef þú innbyrðir ekki nógu mikla orku hægir líkaminn á brennslunni sem aftur gerir það að verkum að þér verður kalt. Passaðu þig að borða hollan og næringarríkan mat og innbyrða kolvetni, prótein og fitu.

Þú sefur ekki eins vel og þú heldur

Holly segir að rannsóknir bendi til þess að sífellt fleiri ástundi það sem kallað er ruslsvefn (e. junk sleep). Ruslsvefn er það kallað þegar fólk nær ekki samfelldum svefni í nokkra klukkutíma í senn heldur vaknar oft og iðulega á næturnar. Foreldrar ungra barna þekkja þetta. Svefnleysi eða svefntruflanir geta komið ójafnvægi á líkamann. Holly hvetur fólk til að koma reglu á svefninn og sleppa því að horfa á sjónvarp, símann eða nota spjaldtölvur rétt áður en augun eru lokuð.

Þig skortir járn

Járnskortur getur kallað fram kulda hjá fólki. Holly segir að allt að þriðjungur kvenna glími við járnskort og segir hún að miklar blæðingar geti valdið járnskorti. Besta leiðin til að kanna hvort þú glímir við járnskort er að láta taka blóðprufu.

Þig skortir B-vítamín

Ef þér er alltaf kalt gæti ástæðan verið sú að þig skortir B-vítamín. B-vítamín gegnir meðal annars því mikilvæga hlutverki að auðvelda líkamanum að nýta matinn sem þú borðar í orku sem líkaminn gengur fyrir. Meðal þeirra matvæla sem eru rík af B-vítamínum má nefna brún hrísgrjón, hafra og bygg. Þá er fiskur einnig ríkur af B-vítamínum.

Þú drekkur ekki nóg vatn

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Það er gríðarlega mikilvægt að drekka vatn, enda er líkaminn að stóru leyti vatn. Að sögn Holly er auðvelt að missa sjónar af því hvort maður hafi drukkið nóg af vökva yfir daginn. Þetta á sérstaklega við þá sem eldri eru. Vökvaskortur getur meðal annars valdið lækkuðum blóðþrýstingi sem þýðir að minna blóð fer út í vöðvana en ella. Þetta getur valdið því að fólk finnur fyrir kulda, fær höfuðverk eða finnur fyrir þreytu. Holly mælir með að fólk drekki vatn á minnst tveggja tíma fresti. Ef þvagið er mjög dökkleitt getur það verið merki um að þú drekkir ekki nóg af vatni.

Þú gætir verið með skjaldkirtilstruflanir

Ef þú ert með hægvirkan skjaldkirtil getur það valdið kulda. Skjaldkirtilinn gefur frá sér hormón sem kallast þýroxín, en það stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans og örvar niðurbrot fitu svo dæmi séu tekin. Ef skjaldkirtillinn þinn framleiðir ekki nóg af þessu skjaldkirtilshormóni getur það valdið kulda og hrolli og öðrum vandamálum. Ef þú telur þig vera með hægvirkan skjaldkirtil er best að fara til læknis til að fá rétta greiningu.

Þú borðar ekki nóg af prótínum

Þeir sem vilja taka sig á í mataræðinu eiga það til að tileinka sér allt-eða-ekkert lífsstílinn. Með öðrum orðum innbyrða til dæmis nánast bara ávexti eða grænmeti. Það er mikilvægt að hafa í huga að fjölbreytt – en næringarríkt – mataræði er lykillinn að góðum árangri. Þeir sem innbyrða ekki nóg af prótínum geta átt á hættu að finna oftar fyrir kulda en ella. Prótín eru góður orkugjafi fyrir líkamann og það tekur líkamann lengri tíma að vinna úr prótínum en til dæmis einföldum kolvetnum. Fiskur, kjöt, ostur, baunir, mjólkurvörur, hnetur og fræ eru góðir prótíngjafar.

Blóðflæðið er lélegt

Ef þér er oft kalt á höndum og fótum gæti skýringin verið sú að blóðflæðið í líkama þínum er ekki eins og best verður á kosið. Reykingar hafa slæm áhrif á æðakerfið sem og slæmt mataræði. Til eru matvæli sem hafa góð áhrif á æðakerfið. Bananar eru stútfullir af góðum næringarefnum og þykja góðir fyrir æðakerfið. Þeir eru trefjaríkir, en trefjar hægja á meltingunni og næringarefnin fara hægar út í líkamann en ella.

Birtist fyrst í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var um kyrrt þrátt fyrir árás Putin á Úkraínu – ,,Ég ætla ekki að forða mér burt“

Var um kyrrt þrátt fyrir árás Putin á Úkraínu – ,,Ég ætla ekki að forða mér burt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fékk stórkostlegar móttökur í Manchester – Sjáðu myndbandið

Fékk stórkostlegar móttökur í Manchester – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ása sögð ætla að selja húsið þar sem Rex lagði á ráðin um hin djöfullegu myrkraverk

Ása sögð ætla að selja húsið þar sem Rex lagði á ráðin um hin djöfullegu myrkraverk
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan í janúar – ,,Sýnum öllum hópnum traust“

Ekki í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan í janúar – ,,Sýnum öllum hópnum traust“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gerir stuðningsmenn Liverpool reiða með nýjustu ummælunum – Stærsta stjarnan ekki í heimsklassa?

Gerir stuðningsmenn Liverpool reiða með nýjustu ummælunum – Stærsta stjarnan ekki í heimsklassa?
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.