fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025

Hvenær á að láta börnin sofa í eigin herbergi? Vísindamenn telja sig hafa fundið svarið

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 27. janúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hversu lengi og jafnvel hvort nýfædd börn eiga að sofa inni í herbergi foreldra sinna hefur lengið verið þrætuepli. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum og það sem hentar einni fjölskyldu hentar ekki endilega annarri.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í fagtímaritinu Pediatrics benda þó til þess að börn sem sofa ein í herbergi frá sex mánaða aldri sofi betur en önnur börn.

Börn sem sofa ein í herbergi sofa almennt betur en önnur börn. Þetta á sérstaklega við eftir að börnin hafa náð sex mánaða aldri.

Þessar niðurstöður ganga að nokkru leyti gegn ráðleggingum samtaka ungbarnalækna í Bandaríkjunum, AAP, sem segja að börn eigi að sofa að minnsta kosti fyrstu sex mánuði ævi sinnar í herbergi foreldra sinna en ekki lengur en fyrstu tólf mánuðina. Samkvæmt þessari nýju rannsókn er sá tími þó of langur.

Það voru vísindamenn við Penn State-háskólann sem fylgdust með 230 mæðrum sem voru að eignast fyrsta barn sitt. Rannsóknin stóð yfir í tvö og hálft ár og var fylgst með svefnmynstri barnanna. Ekki var fylgst sérstaklega með svefnmynstri hinna nýbökuðu mæðra.

Í niðurstöðunum kom í ljós að börn sem sváfu í eigin herbergi sváfu almennt betur en önnur börn. Þannig náðu börn við fjögurra mánaða aldur, sem sváfu ein í herbergi, lengri samfelldari svefni en börn sem deildu herbergi með móður eða foreldrum sínum. Þau voru gjarnari á að vakna upp þó ekki hafi verið munur á heildarsvefntíma hópanna.

Við níu mánaða aldur sváfu börn, sem voru ein í herbergi, að jafnaði 40 mínútum lengur en börn sem deildu herbergi með móður eða foreldrum auk þess að ná lengri samfelldari svefni. Þetta mynstur hélt áfram eftir því sem börnin urðu eldri. Þau náðu lengri samfelldari svefni en önnur börn og sváfu auk þess lengur. Í frétt CNN, sem fjallar um rannsóknina, kemur fram að börn sem deildu svefnherbergi hafi verið fjórum sinnum líklegri á að koma upp í rúm til foreldra sinna áður en nóttin var úti.

Birtist fyrst í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“

Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo fékk undanþágu frá strangri reglu í Sádí Arabíu en óvíst er hvort Duran fái það

Ronaldo fékk undanþágu frá strangri reglu í Sádí Arabíu en óvíst er hvort Duran fái það

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.