fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Saga Dröfn tók ákvörðun um að fyrirgefa: „Það sem þú gerðir var rangt, þú særðir mig meira en nokkur manneskja hefur gert áður“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Dröfn Haraldsdóttir hefur lengi vel haldið í reiði og gremju sem fylgdi því að hata. Hún var háð adrenalíninu sem reiðin gaf henni þegar hún talaði um þann sem hún hataði og hvað hann gerði henni. Hún var föst á þeirri skoðun að sá sem hún hataði ætti ekki skilið fyrirgefningu.

Þú særðir mig meira en nokkur manneskja hefur gert áður. Ég var hrædd um að tapa, að ef ég myndi fyrirgefa þér væri ég að afsaka eða réttlæta það sem þú gerðir mér og að það væri allt í lagi. Ég hélt að með því að fyrirgefa þér þyrfti ég að setjast niður með þér og tala um þetta allt, að eftir að ég myndi fyrirgefa þér þyrfti ég að gleyma öllu,

segir Saga í einlægri færslu sinni á Mæður.

„Það sem þú gerðir var rangt“

Saga hélt lengi vel í þá gremju sem fylgdi hatrinu en tók að lokum ákvörðun um að hún vildi vera betri útgáfa af sjálfri sér fyrir sig og fjölskylduna sína.

Partur af því að verða betri útgáfa af sjálfri mér er að komast yfir reiðina og gremjuna. Ég geri það með því að fyrirgefa þér. Það sem þú gerðir var rangt, kannski sérðu það ekki sjálf/ur og kannski finnst þér eins og ég sé fíflið í þessu öllu. Ég þarf ekki afsökunarbeiðni frá þér og ég þarf ekki að tala við þig aftur, þú þarft ekki einu sinni að vera partur af þessu ferli ef ég vill það ekki.

Saga segir í viðtali við Bleikt.is að færslan hafi ekki verið skrifuð með eina ákveðna manneskju í huga heldur er hún skrifuð til nokkurra aðila sem hún hefur borið mikla gremju og reiði til og er hluti af hennar ferli til þess að komast yfir það og halda áfram með líf sitt.

„Ég er loksins að finna frið innra með mér“

Með því að fyrirgefa þér er ég að sætta mig við raunveruleikann af því sem gerðist og finna leið til að lifa með því í sátt. Með því að fyrirgefa þér er ég að ná að sleppa takinu á þessari reiði og gremju. Með því að fyrirgefa þér fæ ég loksins frelsi til að vera hamingjusöm, með því að fyrirgefa þér er ég núna loksins að finna fyrir friði innra með mér og stíg einu skrefi nær því að verða manneskjan sem ég vill verða. Ég hef áttað mig á því núna að fyrirgefa er eitthvað sem ég geri fyrir sjálfa mig. Takk fyrir að kenna mér það. Ég fyrirgef þér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.