fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Ester tók við móðurhlutverki tveggja drengja þegar hún var aðeins sautján ára gömul

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ester Boateng var aðeins sautján ára gömul þegar hún tók við móðurhlutverki tveggja ungra drengja sem ekki voru í neinu sambandi við blóðmóður sína. Ester segir hlutverkið hafa verið krefjandi en ótrúlega gefandi og skemmtilegt.

Að vera sautján ára gömul að hugsa um heimili og börn var oft mjög erfitt. Ég missti auðvitað af ýmsu sem vinir mínir voru að gera, eins og að fara til útlanda og að skemmta sér. Mér þótti oft erfitt að segjast ekki geta komið með því ég þyrfti að vera heima með tvö börn en ég valdi þetta samt sjálf og ég sé ekki eftir því. Ég eignaðist tvo stráka sem munu alltaf vera í lífi mínu og ég elska þá gríðarlega mikið,

segir Ester í viðtali við Bleikt.is

Blóðmóðirin var ekki til staðar

Ester kynntist föður drengjanna þegar hún var sautján ára gömul og hófu þau sambúð mjög fljótt.

Blóðmóðir strákana var ekki inn í myndinni og gekk ég því inn í móðurhlutverkið en ég er samt ekki skráð móðir þeirra. Við pabbi þeirra vorum saman í sex ár og það var mjög erfitt þegar leiðir okkar skildu. Það voru þung skref að taka og mér fannst erfitt að geta ekki tekið strákana með mér. Mér leið hreinlega eins og ég væri að yfirgefa þá.

Ester reyndi þó að halda góðu sambandi við strákana og bauð þeim heim til sín á sumrin í sumarfríinu þeirra.

Stundum gekk það upp, stundum ekki en samband okkar strákana er þó mjög gott í dag þrátt fyrir að þeir séu nú orðnir sautján og nítján ára gamlir. Þeir verða alltaf strákarnir mínir og ég mun alltaf vera móðir þeirra.

Ester og maðurinn hennar eiga saman tvo drengi í dag

Tóku hana fljótt í sátt

Strákarnir voru einungis eins árs og þriggja ára þegar Ester kom inn í líf þeirra og tóku þeir hana mjög fljótt í sátt sem móðir.

Sá yngri var bara rétt rúmlega eins árs og tók hann mér alveg strax sem mömmu en sá eldri sem var um þriggja ára þá tók örlítið lengri tíma til þess að skoða málið. Ég var mjög heppin að foreldrar mínir og amma og afi voru alltaf til staðar og studdu þau mig mikið. Það gerði þetta móðurhlutverk mikið auðveldara fyrir sautján ára stúlku.

Ester býr í dag fyrir austan með fjölskyldu sinni en hún á unnusta frá Ghana sem hefur búið á Íslandi í mörg ár. Með honum á hún í dag tvo drengi.

Við kynntumst í Reykjavík í gegnum sameiginlega vini, höfum verið saman í átta ár og stefnum á að gifta okkur í sumar.

Greind með ofsakvíða

Ester er greind með ofsakvíða og á það til að velta því allt of mikið fyrir sér hvað öðrum finnst um hana.

En ég nenni því ekki lengur mig langar að vera ég sjálf óháð því hvað öðrum finnst og ákvað ég því að opna snappið mitt. Líka til þess að hvetja sjálfa mig til þess að standa mig betur í því að mæta samviskusamlega í ræktina og passa upp á mataræðið. Það er svo oft þannig að þegar maður segir eða sýnir öðrum að maður ætli að standa sig að þá er ekki hægt að svindla.

Ester lýsir snappinu sínu sem engu glansmyndarsnappi og langar henni til þess að sýna fólki hvernig hún ætlar að koma sér úr yfirþyngd og í það form sem henni dreymir um.

Hægt er að fylgjast með Ester á snappinu: ezzagotit

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea og Arsenal berjast um framherjann sem kostar yfir 100 milljónir punda

Chelsea og Arsenal berjast um framherjann sem kostar yfir 100 milljónir punda
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfesta að Hareide sé hættur

Staðfesta að Hareide sé hættur
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fjölskylda í sárum eftir stórþjófnað í nótt – Tóku bíl sonarins og hreinsuðu verðmæti úr bíl fjölskylduföðurins

Fjölskylda í sárum eftir stórþjófnað í nótt – Tóku bíl sonarins og hreinsuðu verðmæti úr bíl fjölskylduföðurins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lét mjög áhugaverð ummæli falla eftir tap um helgina – Gagnrýndi andstæðingana fyrir framlag í leikjunum á undan

Lét mjög áhugaverð ummæli falla eftir tap um helgina – Gagnrýndi andstæðingana fyrir framlag í leikjunum á undan
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Öllu tjaldað til fyrir afmæli hundsins

Öllu tjaldað til fyrir afmæli hundsins
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óvænt úrslit í fyrstu skák heimsmeistaraeinvígisins

Óvænt úrslit í fyrstu skák heimsmeistaraeinvígisins

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.