fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Margrét Björk lifir minimalískum lífsstíl: „Ég var orðin svo leið á því að finnast aldrei neitt nógu gott, ég var neyslufíkill“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Björk Jónsdóttir var komin með leið á því að vera alltaf að taka til, alltaf að stressa sig á einhverju sem skipti engu máli, alltaf að týna hlutum og að hafa heimilið fullt af dóti sem enginn notaði. Hún tók sig því til og ákvað að hefja vegferð sína að minimaliskum lífsstíl.

En hvað er minimalískur lífsstíll?

Mínimalískur lífsstíll er að hafa í lífi þínu aðeins það sem þú þarft og *nýtur* þess að hafa. Laus við óþarfa. Það eru engar reglur um hvað á að eiga mikið af hinu eða þessu.Mínimalískur lífsstíll snýst ekki um að eiga eins lítið og maður getur eða að eiga bara nauðsynjar, heldur að það sem þú átt gefi lífi þínu gildi. Þess vegna er mínimalískur lífsstíl jafn ólíkur á milli einstaklinga og við erum mörg.

Skilgreiningin kemur frá Þórhildi Magnúsdóttur og fékk Margrét leyfi til þess að birta hana á vefsíðu sinni Minimalist.is.

Ég hef lengi vitað af þessum lífsstíl og haft hugmyndafræðina á bak við eyrað í um 3 ár. Hugmyndin um að eiga heimili laust við óþarfa og uppsafnað drasl heillaði mig mikið, og þegar ég byrjaði og fann hversu gott það var að losa sig við dót langaði mig að taka þetta skrefi lengra. Það var því rökrétt skref að hætta að kaupa sífellt nýtt dót í staðinn fyrir það sem ég losaði mig við.  Hugsunarhátturinn minn hefur breyst mikið í kjölfarið og ég er mun meira meðvituð um hvað það er sem raunverulega veitir manni hamingju, og það er klárlega ekki sending vikunnar í fatabúðir eða afsláttadagar í Kringlunni. Ekki þar með sagt að ég kaupi mér aldrei neitt lengur, en öll kaup eru meira úthugsuð og skynsamlegri. Annars hef ég hingað til ekki fundið neitt neikvætt við þennan lífsstíl. Því hver og einn aðlagar hann að sínu lífi. Fyrir okkur fjölskylduna er ávinningurinn meðal annars sá að fjárhagurinn er betri, minna drasl á heimilinu, betra skipulag og við leggjum meira upp úr því að eiga gæðastundir saman.

Margrét hefur nú unnið hörðum höndum að því að tileinka sér minimaliskan lífsstíl í rúmt ár og verður hún alltaf meira og meira heilluð af hugmyndinni.

Það sem heillaði mig í upphafi og heldur endalaust áfram að heilla mig er hugmyndin um það að eiga ekki neitt, og gera ekki neitt sem vekur ekki hjá mér gleði. Stelpurnar mínar eru 4 og 2 ára, og ég hef síðustu ár eitt allt of miklum tíma í að stressa mig á einhverju sem skiptir engu máli í staðin fyrir að slaka á og njóta þessa tíma sem líður svo allt of hratt.

„Ég var neyslufíkill“

Margrét hafði ákveðið að opna vefsíðu þar sem hún gæti leyft fólki að fylgjast með sér þegar hún væri búin að losa sig við allt drasl og hætt að kaupa hluti sem hún þyrfti ekki en viðurkennir að þá hefði hún þurft að bíða ansi lengi eftir að opna síðuna.

Ég viðurkenni það fúslega að það að opna síðuna var ekki auðvelt fyrir mig en fyrir um ári síðan var ég á smá tímamótum í lífinu. Ég var að klára fæðingarorlof, og var í einhverskonar tilvistarkreppu yfir því hversu hratt tíminn leið. Stelpurnar mínar voru þarna þriggja og eins árs og ég áttaði mig á hversu dýrmætum tíma ég hafði í raun eytt í ekki neitt. Í að taka til, í að hanga í símanum, á facebook, í búðum. Í stað þess að njóta. Ég var orðin svo leið á því að finnast aldrei neitt nógu gott. Sama hvað ég keypti mikið af fínum barna-merkjafötum, iittala vörum eða snyrtivörum. Það var aldrei nóg. „Notes” í símanum mínum var fullt af listum yfir vörur sem ég sá bloggara mæla með og ég “varð” að eignast, ég var með reminder um hvenær Ikea-bæklingurinn kæmi út. Ég var neyslufíkill.

Finnur ekki hamingjuna í hlutum

Margrét segir að það að verða minimalisti gerist ekki á einni nóttu og að margir myndu eflaust ekki telja hana lifa sérstaklega minimalískum lífsstíl.

En ég er samt sem áður í þessari vegferð, og ég ætla ekki að snúa til baka. Ég hefði ekki trúað því hversu mikið það gerir fyrir mann að minnka dót á heimilinu. Og hversu góð tilfinning það er að losa sig við allan óþarfa sem maður hefur haldið í af einhverjum ástæðum. Það er mun betri tilfinning en sú sem fylgir því að koma heim með nýtt dót. Fyrir utan þann augljósa ávinning sem fylgir þessum lífsstíl hvað varðar skipulag, þrif, fjármál, og svo framvegis að þá breyttist hugarfarið líka. Um leið og ég áttaði mig á því að ég fyndi ekki hamingjuna í einhverjum hlutum, þá ósjálfrátt fer maður að huga að því hvað raunverulega veitir manni hamingju. Í mínu tilfelli eru það gæðastundir með fjölskyldu og vinum, og það að ná markmiðum mínum. Hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá hef ég aldrei haft jafn skýra stefnu og unnið jafn skipulega að því að gera betur og ná lengra en undanfarna mánuði.

Margrét opnaði síðuna sína Minimalist til þess að halda utan um vegferð sína í átt að minimalískum lífsstíl og til þess að geta veitt öðrum góð ráð. Inn ásíðunni sinni sýnir Margrét meðal annars frá innliti á heimili sitt, ræðir um það hvernig minimalískur lífsstíll gerir hana að betri móður og gefur fólki góð ráð varðandi minimalisma og heimilisþrif.

Einn af helstu kostunum sem þetta hefur gert fyrir mig persónulega, er að ég er betri mamma stelpnanna minna. Ég er langt frá því að vera einhver fullkomin mamma, en betri að mörgu leiti en áður. Það er dýrmætt og mikilvægt að mínu mati að stelpurnar mínar alist upp við það hugarfar að vera þakklátur fyrir það sem maður á og vilji ekki endalaust meira og meira. Mér finnst þetta sérstaklega mikilvægt í dag þar sem markaðsherferðir herja sífellt meira á börn, og endalaust pressa um að eiga allt það nýjasta og flottasta.

Upplifði sig í ótta við að missa af einhverju

Margrét segir að hún hafi ekki notið þess nógu vel að eyða tíma með dætrum sínum áður en hún hóf að lifa minimalískum lífsstíl þar sem hún upplifði sig í ótta við að missa af einhverju.

Ég var alveg týpan sem fór á fullt að hugsa hvað mig vantaði og ég yrði bara að fara á helst alla svona daga. Þetta hljómar kannski eins og eitthvað klikkuð, en það var í alvöru farið að valda mér hálfgerðum kvíða að vera alltaf að “missa af” einhverju sem ég yrði að eignast. Til dæmis voru utanlandsferðir farnar að snúast nánast bara um það að finna hvar bestu búðirnar væru og hvort væri fljótlegra að taka strætó eða leigubíl.

Margrét segir síðuna sína hafa fengið frábærar viðtökur en tekur þó fram að þau séu bara venjuleg fjölskylda.

Stelpurnar mínar eiga ennþá fullt af óþarfa dóti, og alltof mikið af fötum. Þær horfa líka stundum á iPad og uppáhalds maturinn þeirra er stafasúpa. Mig langar að taka það fram að ég er á engan hátt að gefa í skyn að þær mæður sem aðhyllast minimalískan lífsstíl séu eitthvað betri en þær sem gera það ekki. Eins og allir sem eiga börn vita getur það verið ansi krefjandi, og því ekki að deila þeim ráðum sem hafa auðveldað manni lífið. En auðvitað finnur hver fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Þau fundu ástina árið 2024

Þau fundu ástina árið 2024
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United