fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Hreinskilnar og sprenghlægilegar sögur af íslenskum krökkum

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 22. janúar 2018 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að eiga barn getur verið mjög krefjandi verkefni. Þau þurfa umsjón allan sólarhringinn, líka þegar þú ert sofandi. Þau elska mat, bara ekki þann sem þú eldar fyrir þau. Þeim finnst nauðsynlegt að segja þér frá öllu því sem gerðist í leikskólanum/skólanum í smáatriðum, einmitt þegar þú situr á klósettinu. Þau eru virkilega léleg í feluleik, nema þegar kemur að því að fela fjarstýringarnar eða húslyklana og þau eru sérstaklega hreinskilin og forvitin, aðallega þegar þau eiga alls ekki að vera það.

Þrátt fyrir að börnin geti átt sínar krefjandi stundir er foreldrahlutverkið þó það yndislegasta sem til er og ef ekki væri fyrir litlu grallarana væri lífið ekki jafn fyndið á köflum. Það er að segja fyndið fyrir þá sem fá að heyra vandræðalegar sögur sem foreldrar deila af börnunum sínum.

Bleikt.is hafði samband við allnokkrar mæður og fékk leyfi til þess að birta skemmtilegar sögur sem þær hafa lent í með börnunum sínum. Útkoman er hreinlega sprenghlægileg og vandræðaleg í senn:

Þegar ég var ólétt af yngsta barninu var miðjubarnið mitt tveggja og hálfs. Við vorum úti að labba og það var mjög heitt úti og það labbar fram hjá okkur maður sem er ber að ofan og strákurinn minn segir hátt: Mamma sjáðu, hann er líka með barn í maganum. Og endurtók það aftur og aftur því ég varð svo vandræðaleg og svaraði eiginlega ekki.. Greyið maðurinn varð mjög vandræðalegur .. Og ég líka!

Krakkinn minn var með eitthvað frekjukast og ég ætlaði ekki að láta eftir henni, þá sagði krakkinn með þvílíkum tón: Ef þú gerir þetta ekki þásegieg öllum á leikskólanum að þú færð blóð i pjöllunna!!

Dóttir mín var ný orðin tveggja ára og var mikið að læra muninn á að konur væru með pjöllu og kallar með typpi. Svo erum við fara í sund og ég var að borga. Það stendur maður fyrir aftan okkur í röðinni og hún horfir lengi á manninn, horfir svo á mig og spyr: Mamma er hann með typpi? Og ég segi vandræðalega já og þá lít ég á manninn og þá er þetta Guðni forseti

Minn fjórði sagði í gær við matarborðið: Ég veit um fullorðna menn í útlöndum sem eru enn hvítir.

Sonur minn skreið undir borð á aðfangadagskvöld. Allt í einu heyrist hátt og snjallt: Haha ég sé í punginn á langömmu.

 Þegar ég var að ganga frá taubindum sem ég á og stelpan mín kemur inn í herbergi og spyr mig mamma eru þetta bleyjurnar sem þú notar.

Var í Bónus með elstu dóttur minni. Eitthvað hafði hún áhyggjur af því að mamma hennar ætti ekki kærasta. Svo unga daman, 4 ára, skimar vel í kringum sig og hleypur svo að gull fallegum karlmanni og spyr: Má mamma mín kaupa þig, mig vantar nýjan pabba.

Sama barn átti það til að hlaupa í burtu í búðum og fann ég hana iðurlega við nammibarinn að éta upp úr honum. Eftir að hafa ítrekað reynt að fá hana til að hætta þessum þjófnað fékk ég verslunarstjórann til að tala við hana. Hann útskýrði fyrir henni hvað væri rangt að stela og fleira og stóð sig vel í hlutverkinu. Að lokum spyr hann: Ætlar þú að stela aftur?
Daman lýtur upp til hans frá þríhjólinu sem hún var búin að næla sér í og segir hróðug: Já það ætla ég að gera.“

Þegar sonur minn, 3 eða 4 ára, fann dótakassann minn (eggið nánar tiltekið) og eg fjarlægði það bara og sagði að mamma ætti þetta dót. Svo nokkrum dögum seinna kom ég að honum inni í herbergi og spurði: Hvað er ert þú að gera hér?  Þá svarar hann: Æji ég er bara að leita að þarna bláa bílnum með rauða ljósinu sem segir wrrrúmmmm! Sem betur fer var enginn í heimsókn!

Á 4 ára afmælisdegi dóttur minnar og 16 árs afmæli elsta bróður hennar hélt ég afmæli. Allir voru mættir og sátu í stofunni. Dóttirin kemur úr úr herbergi bróður síns með klámblað og með það opið á opnumynd, hleypur til ömmu sinnar og segir: Amma sjáðu rassinn á þessari. Svo tróð hún blaðinu framan í ömmu sína svo allir sæju nú hvað rassinn væri flottur. Opnumyndin var mjög up close.

Ég sat inni á Vegamót að borða hádegismat á laugardegi um hásumar, strákurinn minn þá tæplega 2 ára tekur kast yfir einhverjum smáhlut og ég stend upp og tek hann í fangið. Hann var ekki mjög sáttur og engdist eitthvað um enn reiðari og ég tek eftir því að fólk er eitthvað farið að flissa. Þá segi ég við hann: Sjáðu fólkið er bara farið að hlæja að þér ha? Eftir einhvern tíma róast hann og ég set hann niður, þá tók ég eftir því að í hamaganginum hafði hann einhvern veginn óvart losað annan hlýrann á kjólnum mínum og að fólkið var alls ekkert að flissa yfir frekjukastinu heldur því að ég stóð þarna með aðra túttuna úti að reyna að róa blessað barnið.

Til að reyna að sleppa við að borga fyrir strákinn (þá 6 ára og ekki lengur með ókeypis gjald í strætó) þá sagði ég: Hann er 5 ára. En þá segir minn: Nauts ég er 6 ára!!

Stelpa nokkur sagði við starfsmann á leikskólanum (fyrir framan mömmu sína:Mamma er með hár á píkunni.

Minn gutti à það til að labba ì svefni sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema það að þegar hann labbar ì svefni, að þá á hann það til að pissa hér og þar.. Til dæmis eina nóttina þar sem ég sit inn ì stofu kemur barnið fram í rólegheitum og stendur fyrir framan mig og starir beint áfram og pissar á köttinn! Þetta var nota bene ekki eina skiptið sem hann pissaði á hann en kötturinn var farin að forðast hann eins og heitan eldinn á næturnar!

Dóttir mín (þá rúmlega 2 ára) sagði einu sinni við mig: Þú ert besta mamma í öllum heiminum. Ég þakkaði henni fyrir en þá bætti hún við: Já, þú ert svona sæt, bústin og loðin.

Fór með son minn þá 6 ára með mér i klippingu og litun. Ég er með mikið hár svo þetta tekur alltaf rosalegan tíma. Strax í upphafi segir hann: Ég hef séð píkuna a mömmu minni! Mig langaði að hverfa. Og enn þá meira þegar hann sagði svo í kjölfarið: Það var blóð í henni! Þá útskýrðiég að hann hafi séð fæðingarmyndir í tölvunni. Albúmið hefur verið læst síðan

Þær systur að spila í tölvunni A: Ég geri fimm sinnum af því að ég er fimm ára. B: Okey. A: Og svo gerir þú einu sinni. B: En ég er sjö ára! A: Það er ekki mitt vandamál!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2