fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Föstudagspartýsýning – Travolta, tónlistin, taktarnir

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Komdu með á partýsýningu Saturday Night Fever, en Bíó Paradís verður með sýningu á myndinni annað kvöld kl. 20.

Mættu og rifjaðu upp tónlistina sem lifað hefur í 40 ár og er enn jafn vinsæl í dag og þá, tileinkaðu þér takta Travolta og skemmtu þér konunglega.

Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd 14. desember 1977, leikstjóri var John Badham og í aðalhlutverki var John Travolta, sem þá var frekar óþekktur.

Travolta leikur töffarann Tony Manero, sem vinnur sem verkamaður en ver helgunum í að drekka og dansa á diskóteki í Brooklyn, Karen Gorney leikur Stephanie Mangano, dansfélaga hans og Donna Pescow leikur Annette, fyrrum dansfélaga hans.

Á dansgólfinu er Manero konungurinn og dansinn, tónlistin og vinir hans hjálpa honum á að takast á við leiðindi hversdagslífsins.

Saturday Night Fever sló í gegn

Myndin sló í gegn um allan heim og Travolta varð heimsþekktur fyrir leik sinn og var hann meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna. Myndin var einnig tilnefnd til Golden Globe verðlauna: besta mynd, besti leikari, besta frumsamda tónlist og besta lag fyrir How Deep is Your Love. Myndin lyfti diskótónlistinni á hærra stig og platan með tónlistinni úr myndinni er ein af mest seldu plötum allra tíma. Bee Gees sáu um tónlistina og eru lögin spiluð enn þann dag í dag við miklar vinsældir.

Þegar Saturday Night Fever var frumsýnd hér á landi árið 1978, tók við mikið diskóæði en talið er að um 50-70 þúsund manns hafi séð kvikmyndina í bíó, sem er um fjórðungur þjóðarinnar á þeim tíma.

Framhaldsmyndin Staying Alive kom út árið 1983 með Travolta í aðalhlutverki undir leikstjórn Sylvester Stallone, en sú mynd fékk alls ekki jafngóðar viðtökur og sú fyrri.

Og nú er komið að því að þú getur ásamt góðum vinum rifjað upp taktana hans Travolta, á partýsýningu í Bíó Paradís. Myndin er sýnd með íslensku tali og nálgast má miða á viðburði á Facebook.

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool er að setja allt á fullt og vilja kaupa hann í janúar

Liverpool er að setja allt á fullt og vilja kaupa hann í janúar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.