fbpx
Mánudagur 17.mars 2025

Fríða B: „Við vitum aldrei hvenær við erum að halda upp á afmælið okkar í síðasta sinn“

Fríða B. Sandholt
Miðvikudaginn 17. janúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jæja, það hlaut að koma að því.

Fertug.

já, ég verð fertug núna seinna í mánuðinum. Og í fyrsta sinn á ævinni er ég að upplifa það að mér finnst ég vera að eldast. Já, í fyrsta sinn, finnst mér erfitt að eiga afmæli. Ég veit ekki hversvegna, en það kom eitthvað yfir mig þegar ég fór að hugsa þetta og að ég verði fertug. Fjörtíu ára. Komin á fimmtugsaldurinn. Miðaldra.

En hvað er svosem aldur? Segja árin allt?

Nei, það held ég ekki. Ég er á þeirri skoðun að það sem mótar okkur sem manneskju, eru ekki hversu mörg ár við höfum lifað, hversu mörg afmæli við höfum átt. Það sem mótar okkur er að sjálfsögðu hvernig við höfum lifað þessi ár, hvað við höfum gengið í gegn um og hvað við höfum tekist á við í gegn um lífið. Og ekki bara það, heldur hvernig við höfum tekið á þeim verkefnum sem fyrir okkur hafa verið lögð.

Fyrir nokkrum árum tók ég meðvitaða ákvörðun um það, eftir erfiða reynslu sem við fjölskyldan gengum í gegn um að ég skyldi ALLTAF halda upp á afmælið mitt og afmæli maka míns og barnanna okkar.

Því að það er nú þannig að þrátt fyrir allt, að þá vitum við aldrei hvenær við erum að halda upp á afmælið okkar í síðasta sinn og við vitum aldrei hvenær við höldum upp á afmæli ástvina okkar í hinsta sinn.

Og þrátt fyrir það að í fyrsta sinn á ævinni, hlakka ég ekki til að eiga afmæli, þá ætla ég samt að fagna því með ástvinum mínum og vinum. Því að það sem skiptir mestu máli í lífinu er að eiga góða að. Góða fjölskyldu og trygga vini.

Ég held að það sé hollt fyrir alla að líta á lífið sem reynslu. Líta á hvert ár sem auka innlegg í bankann og að með hverju árinu öðlast maður meiri reynslu og þroska. Og þar með geti maður miðlað þeirri dýrmætu reynslu sem við búum að til annarra. Ekki satt?

Og eftir allt saman, eru það ekki einmitt elstu vínin sem eru best?

Til hamingju með afmælið ykkar, njótið þess að lifa hvert ár og fagnið því í hvert sinn með þeim sem ykkur standa næst.

Færslan birtist upphaflega á bloggsíðu Fríðu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu frábært mark Alberts gegn Juventus

Sjáðu frábært mark Alberts gegn Juventus
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Manndrápsmálið: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar

Manndrápsmálið: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Valsmenn höfnuðu „hlægilegu“ tilboði Skagamanna í Tryggva

Valsmenn höfnuðu „hlægilegu“ tilboði Skagamanna í Tryggva
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Orðið á götunni: Ekki sama Jón og séra Jón hjá Sjálfstæðismönnum – sjá ekki bjálkann í eigin auga

Orðið á götunni: Ekki sama Jón og séra Jón hjá Sjálfstæðismönnum – sjá ekki bjálkann í eigin auga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Newcastle – Konate byrjar

Byrjunarlið Liverpool og Newcastle – Konate byrjar
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Bæjarstjórinn trompaðist vegna Óskarsverðlaunamyndar

Bæjarstjórinn trompaðist vegna Óskarsverðlaunamyndar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigmundur Davíð skilur ekkert í Isavia – „Það vill líka hafa áhrif á afstöðu borgaranna til hinna ýmsu mála“

Sigmundur Davíð skilur ekkert í Isavia – „Það vill líka hafa áhrif á afstöðu borgaranna til hinna ýmsu mála“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“