fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Sporðdreki

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011.

Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin.

Hér er áramótaspáin fyrir Sporðdreka 23. október – 21. nóvember.

Sporðdreki
Kæri sporðdreki, byrja á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Þú getur verið svo þakklátur fyrir margt í lífi þínu kæri dreki – svona eins og þú sért með allt sem þú þarfnast. Peningamálin hafa blessast á árinu og áhyggjur þínar minni vegna þeirra. Þú lifir lífinu ríkulega enda hefur þú verið mjög iðinn og duglegur til að ná þangað sem þú ert kominn.

Fjölskyldulífið þitt er ein þín mesta blessun í lífinu. Fjölskyldan eru bæði þeir sem eru tengdir þér blóðböndum en líka þeir sem þú hefur valið af kostgæfni inn í líf þitt. Það er bæði kærleikur og stuðningur í kringum þig. Þú ert búinn að átta þig á því sem skiptir þig mestu máli í lífinu og því fylgir ákveðinn friður. Til að draga þetta saman þá er mikil hamingja í þessu spili. Þú hefur valið að vera í samfélagi með fólki sem hefur reynst þér vel og þú gefur af þér á móti. Fjölskyldutréð er þín mesta blessun. Þú ert að fjárfesta til framtíðar.

Varðandi stöðu þín núna þá stendur þú frammi fyrir einhverri ákvörðun. Þér finnst þetta kannski flókin staða en ef þú skoðar hlutina vandlega þá veistu hvaða ákvörðun þú átt að taka. Innsæið þitt mun reynast þér vel þegar þú stendur frammi fyrir því að velja. Hlustaðu á þína innri rödd! Ekki gleyma þér í dagdraumum. Þú þarft að vera með á hreinu hvað þú vilt og stefna þangað án þess að horfa til baka. Passaðu að væntingar þínar séu raunhæfar. Ekki fresta hlutunum of lengi. Hugaðu að mataræði og almennu jafnvægi.

Varðandi árið framundan þá ertu hvattur hér kæri dreki til að trúa og treysta, sýna áræðni og taka skrefin áfram (leap of faith). Þú ert algjörlega tilbúinn að fylgja þeirri nýju leið sem er framundan og mun fylla líf þitt af spennu og koma þér á óvart á svo marga vegu.

Tækifærin til að þróast og þroskast eru til staðar og takmarkalaus ef þú hefur trú á sjálfum þér og draumunum þínum. Þú ert rétt að taka fyrstu skrefin í átt að hamingjusamara lífi. Réttir leiðbeinendur munu birtast og hjálpsamt fólk reynast þér vel á þessu ferðalagi. Þú ert hvattur til að vera virkur í upplýsingaleit og finna út hvað þú þarft að vita til að halda áfram. Ekki láta reynsluleysi eða óöryggi halda aftur af þér. Þér er ætluð sú gleði sem þú sækist eftir.

Kæri sporðdreki, náðu í öryggi þitt og nú sem aldrei fyrr þá þarftu að hafa trú á sjálfum þér. Þú býrð yfir barnslegu sakleysi og óendanlegri forvitni. Hafðu kjark til að fylgja hjartanu og stökkva út í óvissuna.

Að lokum, ef þú vilt hafa líf og fjör í lífi þínu þá verður þú líka að segja já þegar lífið sendir þér líf og fjör. Það fer þér ótrúlega illa að vera í óörygginu svo nú er bara að auka við þá þekkingu sem þú þarfnast og hoppa út í þá djúpu ef þú ert þannig stemmdur. Annars skaltu bara þakka fyrir það sem þú hefur og vera þægur!!

Kærleikskveðja frá mér!
Anna Lóa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.