fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Ragga nagli: „Allir og amma þeirra ætla að taka einhverja hreyfingu algerlega í nefið núna og massa þetta“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga nagli

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta pistli sínum á Facebook fjallar hún um hvort þú ert að velja réttu hreyfinguna fyrir þig:

Krossfitt. Búttkamp. Tennis. Járnkarlinn. Reykjavíkurmaraþon. Hjólreiðar. Fjallaklifur.
Allir og amma þeirra ætla að taka einhverja hreyfingu algerlega í nefið núna og “massa þetta”.
En því miður þá sýnir tölfræðin að í kringum Valentínusardag er farið að losna ansi vel um okkur sem stundum ræktina alla daga ársins.

Hvers vegna eru ekki fleiri sem ná að gera hreyfinguna að lífsstíl?

Þá er stóra spurningin: Ertu að stunda hreyfingu sem þig klæjar í tábergið að komast í?
Eða ertu bara að nota hreyfingu til að tálga smjer af skotti.
Sem meðal fyrir tilganginn.
Að brenna innbyrtum hitaeiningum.

Það er gott að nota pælinguna um sprungið dekk á bílskepnunni.

Ef þú værir á leið á æfingu og kemur út á bílastæði og sérð að það er flatt á afturdekkinu.

Hvað fer í gegnum hausinn á þér?
Halelúja María og Jósef… þakka þér allar landvættir…. Óðinn og Þór…. nú er ég með skothelda afsökun.
Get sent sms á þjálfarann.

„Hey sorrý kemst ekki….sprungið dekk á kagganum.“

Eða hríslast um þig óstjórnlegur pirringur og þú verður skyndilega fimm ára með enga tilfinningastjórn hoppandi upp og niður á bílaplaninu.

„Ohhh trúi þessu ekki. Kemst ekki á æfingu núna. Þetta er katastrófa. Náttúruhamfarir. Hörmungarástand.“

Þú ferð strax í lausnamiðaðan hugsunarhátt. Rýkur inn og hringir á leigubíl. Skoðar strætóappið. Biður nágrannann að skutla þér. Hringir í Siggu vinkonu og færð far á æfingu.

Ef þú ert í síðari hópnum þá ertu í réttri hreyfingu fyrir þig.

Þegar þú átt í heilbrigðu sambandi við hreyfinguna þá eru innri hvatir sem rífa þig af stað. Þú vilt standa þig vel á æfingunni. Og hvað mun stuðla að betri frammistöðu?
Þá upplifirðu gáruáhrifin yfir í aðra lífsstílsþætti.
Næring. Svefn. Streitustjórnun. Hvíld. Viðgerð vöðva.

Hreyfingin fóðrar löngunina til að fara fyrr í háttinn, næra þig með heilum afurðum, og minnka streituvalda í lífinu.

Hinsvegar ef hreyfing er einungis til að tálga smjör af skotti og þú borðar óhollt.
“Nú er allt ónýtt og ég nenni hvort eð er ekki á æfingu því ég er hvort eð er búinn að klúðra”

Ef ég sleppi æfingu þá hendum við bara inn handklæðinu á öllum vígstöðvum og sukkum í sveittmeti það sem eftir lifir dags.

Settu upp lítinn leikþátt í hausnum á þér og sjáðu þig fyrir þér á bílaplaninu.

Hvernig bregstu við þegar Bridgestone liggur súrefnislaus og sorgmæddur undir sjálfrennireiðinni?

 

Krossfitt. Búttkamp. Tennis. Járnkarlinn. Reykjavíkurmaraþon. Hjólreiðar. Fjallaklifur.Allir og amma þeirra ætla að…

Posted by Ragga Nagli on 9. janúar 2018

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Amorim bannaði Leny Yoro að spila með varaliðinu

Amorim bannaði Leny Yoro að spila með varaliðinu
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ísland mætir Kósovó í umspili – Óvíst hvar heimaleikur Íslands fer fram

Ísland mætir Kósovó í umspili – Óvíst hvar heimaleikur Íslands fer fram
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.