fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Ég skal sjá um að rassskella kvikindið

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 29. september 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég veit ekki hvort þetta á erindi í tölvupóst, en þetta er mál sem ég einhvern veginn get ekki hugsað mér að reifa við neinn mér tengdan, en er samt að ræna mig sálarrónni

Mig vantar alveg sárlega hlutlaust álit á atriði sem er búið að angra mig mikið upp á síðkastið. Málið er að í vor hóf ég frekar lauslegt „samband“ við mann sem ég hitti á Tinder og leist vel á. Í fyrsta skiptið sem við stunduðum kynlíf sagði hann mér fljótlega að leik loknum að ég ætti endilega að hugleiða alvarlega að fara í brjóstastækkun – ég yrði svo miklu meira sexí þannig!

Nú er ég í frekar góðum málum líkamlega miðað við rúmlega fertuga konu; ég er grönn og frekar há og í góðu formi og bara frekar lagleg, en hef aldrei verið brjóstamikil (B breyttist í A eða minna fljótlega eftir brjóstagjöf fyrir 21 ári og hefur aldrei komið til baka). Ég er líka frekar axlabreið og með stóran brjóstkassa sem hjálpar heldur ekki til. Samt er ég ekki marflöt – en ég get ekki sagt að brjóstahaldarakaup séu nein skemmtun fyrir mig; á tvö stykki sem eru örugglega orðin fimm ára.

Ég tók þetta mjög nærri mér og leið mjög illa yfir þessu og var á tímabili öskureið, en við héldum samt áfram að hittast og alltaf var hann að núa mér upp úr þessu (jafnvel í miðjum klíðum) – auk þess sem hann tók fram að hann hefði engan áhuga á mér nema fyrir kynlífið. Við vorum samt ágætir vinir og spjölluðum mikið saman – en nýlega ákvað ég að slíta þessu því ég get ekki stundað kynlíf án þess að bindast viðkomandi tilfinningalega

Það versta er kannski að fyrir þremur árum sleit ég sambúð við mann sem lét eins út af brjóstunum á mér – hann var reyndar fíkill og fyllibytta líka sem var nú aðalástæða þess að ég fór. Nú var sem sagt kominn annar í viðbót sem var svona brútal hreinskilinn (án þess að ég hafi beðið um álit) á þennan útlitsgalla minn. Þar áður hafði ég verið gift í þrettán ár og sá maður hafði alltaf blásið á áhyggjur mínar af brjóstunum og sagt að ég væri fín eins og ég væri, ég þyrfti ekki að stækka þau fyrir hann.

Mér hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel á deitmarkaðnum síðastliðin þrjú ár, hef ekki orðið neitt meira en „booty call“ hjá neinum og nú er ég farin að ímynda mér að karlmenn flýi bara ef ég fer úr að ofan og ég verði að leggjast undir hnífinn ef ég ætli ekki að verða ein til æviloka. Ég meina, vill einhver elska brjóstalausa konu?

Ég á pantaðan tíma hjá lýtalækni eftir nokkra daga, en eftir margra vikna umhugsunartíma þá eru tilfinningar mínar gagnvart þessu samt afar blendnar. Mun mér líða eitthvað betur eða líka betur við sjálfa mig? Ég fór síðast í svoleiðis viðtal fyrir fjórum árum, en guggnaði á að fara í aðgerðina. Hluta af mér langar í aðgerðina, en í aðra röndina er ég sárreið við sjálfa mig að ætla að lúffa fyrir hégóma í einhverjum fábjánum.


Verður þetta eitthvað sem peppar sjálfkrafa upp á sjálfstraustið, sem er eiginlega brotið í þúsund mola þessa dagana?

Með fyrirfram þökk,

Harðbrjósta Valkyrjan

Ragnheiður Eiríksdóttir.

Elsku, elsku Valkyrja

Ég er brjáluð og það sýður gjörsamlega á mér. Mig langar að hringja í þennan sataníska Tinder-mann og gefa honum orð í eyra, mjög mörg orð raunar. Hvers konar framkoma er þetta við konu sem ákveður að deila líkama sínum, tíma og tilfinningum með honum? Djöfuls dratthali að voga sér að gagnrýna líkama þinn á þennan hátt. Það er morgunljóst að svona maður hefur engan áhuga á ÞÉR heldur vill hann hafa holdlega runkmúffu af mjög ákveðinni stærð til að stinga sínum óverðskuldaða skaufa í og hrista hann til. Og hann á ekkert betra skilið fyrr en hann lærir mannasiði!

Ef álíka drullusokkur slysast einhvern tíma aftur upp í ból hjá þér ætla ég að biðja þig lengstra orða að sparka honum fram úr, og það fast og hratt! Gerðu kröfur um almenna kurteisi og falleg samskipti. Ef einhver nær honum ekki upp vegna þinna prýðilegu A-brjósta er það HANN sem á við vandamál að stríða og þarf að eiga við það á sinn hátt.

Ég lendi oft í að hughreysta menn sem telja sig vera með of lítil typpi og halda að þeir muni aldrei finna konu sem getur sætt sig við þá eins og þeir eru. Þá segi ég blíðlega að ef typpi þeirra sé það sem geri útslagið, og þeirra helsti mannskostur, sé nú ekki mikið varið í þá. Það sama segi ég við þig – ef brjóstin eru það sem eiga að gera þig að girnilegri konu, frábærri manneskju og skemmtilegri ástkonu getur varla margt annað verið í gangi. Úr bréfi þínu les ég hins vegar allt annað – þú hefur HEILMIKIÐ til brunns að bera og ert greinilega bráðgreind og glæsileg kona.

Prófaðu að setja bestu vinkonu þína í sporin þín. Hvað mundirðu ráðleggja henni? Að leggjast undir hnífinn? … Ég hélt ekki!

Vertu stolt af því sem þú hefur og gerðu kröfur, kona! Ef þú lætur fylla brjóstin þín af svona ástæðu er alls ekki líklegt að sjálfsmynd þín styrkist. Spáðu frekar í aðrar leiðir til að styrkja þig og æfðu þig í að setja mörk. Vertu góð við þig!

Ég skal sjá um að rassskella þetta kvikindi ef ég rekst einhvers staðar á hann!

Baráttukveðjur,

Ragga

Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi

Spurningar og tímapantanir: raggaeiriks@gmail.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Óskar hvetur fólk til að hafa ekki hamborgarhrygg á jólunum – Minnst viðeigandi jólamaturinn

Óskar hvetur fólk til að hafa ekki hamborgarhrygg á jólunum – Minnst viðeigandi jólamaturinn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fullyrða að Liverpool hafi rætt við umboðsmann Salah í mánuð – Mikill munur á kröfum og því sem Liverpool vill borga

Fullyrða að Liverpool hafi rætt við umboðsmann Salah í mánuð – Mikill munur á kröfum og því sem Liverpool vill borga
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

„Þetta lýsir alveg einstaklega skaðlegu viðhorfi til þess hvernig umgangast beri sameiginlega sjóði landsmanna“

„Þetta lýsir alveg einstaklega skaðlegu viðhorfi til þess hvernig umgangast beri sameiginlega sjóði landsmanna“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verið er að yfirheyra mennina sem ruddust inn í íbúð í Vesturbænum

Verið er að yfirheyra mennina sem ruddust inn í íbúð í Vesturbænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.