fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Jóhannes: Hvernig get ég gagnast elsku konunni minni betur? […] Ég er farinn að halda að ég sé sá óeðlilegi

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 22. september 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er tæplega fimmtugur karlmaður í hjónabandi með nokkrum árum yngri konu. Ólíkt því sem mér virðist normið hef ég aldrei verið konu minni ótrúr. Raunar finnst mér svo algengt að vinir mínir trúi mér fyrir hliðarsporum, að ég er farinn að halda að ég sé sá óeðlilegi. Í fyrri samböndum mínum var ég ekki heldur ótrúr.

Við konan stundum kynlíf einu sinni eða tvisvar í viku. Mér finnst það fínt en hún talar stundum um að við þurfum að taka okkur á og gera það oftar. Ástin milli okkar er mikil, við erum bestu vinir og gerum nánast allt saman. Ég vil gera allt til að henni líði vel og má ekki til þess hugsa að ég fullnægi henni ekki kynferðislega. Upp á síðkastið hef ég spáð í að kannski muni hún leita annað ef ég er ekki nóg fyrir hana, án þess að hafa nokkra ástæðu til að gruna hana um að svíkja mig. Það þarf varla að taka fram að við erum ekki í opnu sambandi eða neitt þannig.

Kæra Ragga, hvernig get ég gagnast elsku konunni minni betur?

Með kveðju,

Jóhannes.

Kæri Jóhannes

Já kannski ertu undantekningin – í það minnsta ertu af sjaldgæfri tegund, svo algengt virðist að fólk gangi á bak orða sinna hvað sambandssamninga varðar. Gildir þá einu hvort sambönd eru opin eða harðlokuð og læst – svik eru alltaf svik hvernig svo sem samningar kunna að vera. Húrra fyrir þér og húrra fyrir því að hafa í heiðri tilfinningalega samninga.

Spurningin um hversu oft sé passlegt að njóta ásta ber oft á góma. Ég þori næstum að fullyrða að allir sem hafa tekið þátt í langtímaparasamböndum hafa á einhverjum tímapunkti upplifað misræmi í kynlöngun sinni og mótaðilans. Að auki er þörf einstaklinga fyrir kynlíf ekki stöðugt fyrirbæri heldur sveiflukennt eins og hafið, tunglið og náttúran … þó ekki jafn fyrirsjáanleg. Þegar tveir einstaklingar ákveða að vera í sambandi hvor með öðrum, og engum öðrum, er þetta eitt af verkefnunum sem þarf að leysa sómasamlega svo öllum líði vel.

Samkvæmt rannsóknum stunda hjón þar sem aðilar eru af tveimur kynjum kynlíf saman (ég segi hér saman því kynlíf má líka stunda einn) allt frá því nokkrum sinnum í mánuði upp í nokkrum sinnum í viku. Tölur eru svipaðar fyrir karlkyns hjón, en öllu lægri ef báðir aðilar hjónabandsins eru kvenkyns.

Þú spyrð hvað þú getir gert til að gagnast konunni þinni betur. Ég spyr hvaða sönnunargögn þú hefur fyrir því að þú gagnist henni ekki prýðilega? Hana langar oftar í þig, sem er vissulega vísbending um að hún kunni vel við kynlífið sem þið stundið. Ég er viss um að þú getir stutt hana til að fá þá auknu kynferðislegu útrás sem hún þráir, án þess endilega að þú vinnir í því að hífa þína eigin kynlöngun upp á hennar plan. Misræmi verður alltaf til og því þarf að lifa með. Mér finnst að þú ættir frekar að hvetja hana til meira kynlífs með sjálfri sér – SJÁLFSFRÓUNAR! Kannski vill hún leyfa þér að horfa á, jafnvel halda utan um hana á meðan. Þá ertu þátttakandi án þess að vera beinlínis virkur. Auðvitað að því gefnu að þú sért til í það og njótir þess líka. Skrepptu í leikfangaverslun fyrir fullorðna og veldu handa henni fallegan titrara … haltu áfram að vera hugulsamur og ljúfur eiginmaður – þannig finnur hún ást þína, og fallega innpakkaður titrari gefur henni rækileg skilaboð um að þú berir hennar kynferðislegu velferð fyrir brjósti.

Gangi þér vel!

Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Segir frá rauðu flaggi í fari Ten Hag – Tóku eftir því þegar þeir hittu hann í byrjun tíma hans hjá United

Segir frá rauðu flaggi í fari Ten Hag – Tóku eftir því þegar þeir hittu hann í byrjun tíma hans hjá United
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Vinkonurnar eru báðar látnar

Vinkonurnar eru báðar látnar
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.