fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025

Hin hlið Magna: „Af hverju fara konur saman á klósettið? Það er vissulega ráðgáta“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Magni Ásgeirsson, söngvari og tónlistarmaður, er landsmönnum að góðu kunnur, sem söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól, fyrir þáttöku hans í Rockstar Supernova árið 2006 og fjölda tónleika og viðburða. Magni sýnir lesendum DV á sér hina hliðina.

Hverjum líkist þú mest?
Mér skilst að ég sé að líkjast pabba meira og meira – ég fagna því.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Almenn dægursaga 20 aldarinnar – það er fáránlegt að sumir unglingar viti ekki hver Elvis var!

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Ástkær eiginmaður, pabbi, afi og langafi.

Hvernig mundirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni?
Manstu snjóinn sem var skrítinn á bragðið – það er gulur.

Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
Það má færa rök fyrir því að ef ég hefði samið til dæmis Bohemian Rhapsody þá hefði enginn heyrt það og poppsagan væri sennilega ekki eins og hún er – þannig að ég er bara sáttur við þau sem ég hef samið – væri bara til í að þau væru fleiri.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi mundirðu vilja dansa?
Ef ég yrði settur í þær aðstæður að dansa til að bjarga lífinu væri það mitt síðasta – ég er hörmulegur dansari.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?
The bold and the beautiful.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Sennilega Spaceballs.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Ég er eitísbarn og sú hræðilega tíska er búin að vera að laumast til baka, þannig að þetta fer allt í hringi.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Ég er einfaldur maður. Gömlum gamanmyndum sem eldast vel, til dæmis Old School, Ace Ventura, Wayne’s World – „The Classics“.

Hvað er það furðulegasta sem þú hefur keypt?
Það er svo margt.

Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?
Þegar einhver sem mér finnst vera á mínum aldri segir „Mamma mín dýrkar þig.“

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?
Það er gaman að segja frá því að ég geri það.

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?
Að blóta – ég veit ekki af hverju ég geri svona mikið af því!

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Að þetta gengur ekki lengur!

Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest?
Af hverju fara konur saman á klósettið? Það er vissulega ráðgáta.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Rage Against the Machine á Íslandi.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Vinnan göfgar. Ég hef verið heppinn í þeirri deild, alltaf haft gaman af því sem ég hef unnið við, sennilega af því að ég hef alltaf unnið með skemmtilegu fólki.

Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að leika ölvaðir?
Borðtennis gæti verið fín byrjun – samt bara fyndið í smá stund.

Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik?
Gremlins gæti verið skemmtilegt.

Hvað verður orðið hallærislegt eftir 5 ár?
Fólk sem er frægt án nokkurrar sýnilegrar ástæðu – Kardashian-syndrómið.

Hvaða teiknimyndapersónu mundirðu vilja eiga sem vin?
Andann úr Aladdin! Það þarf ekkert að útskýra það!

Hvað mundirðu segja ef Guð hnerraði?
Fyrir það fyrsta myndi ég benda hinum trúarbrögðunum á það – Djöfull yrðu margir vandræðalegir þá.

Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Íslands hönd og Donald Trump vera myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir?
Ormurinn auðvitað – hitt er ekkert ótrúlegt.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Hver er ég ?

Hvað er fram undan um helgina?
Við strákarnir í Á móti sól ætlum að leika okkur á Hard Rock á föstudagskvöld – ég er miklu meira en spenntur fyrir því.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Efling klagar Subway og Hard Rock: Alþjóðlegir risar látnir vita af meintum réttindabrotum

Efling klagar Subway og Hard Rock: Alþjóðlegir risar látnir vita af meintum réttindabrotum
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.