fbpx
Föstudagur 13.desember 2024

„Það er erfitt að útskýra fyrir þriggja ára barni að mamma þurfi að fara og hugsa um aðra til þess að hafa efni á því að borga öðrum til þess að passa hana“

Vynir.is
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er dóttir mín bara tæplega þriggja ára en hún er líka mjög skörp. Hún er farin að segja heilu setningarnar og man eftir öllu. Hún er algjör mömmu mús, enda erum við ótrúlega góðar saman þó ég segi sjálf frá.

Ég er í vaktavinnu og hef verið það síðan að ég kláraði fæðingarorlofið í október 2016. Þá var hún bara um 10 mánaða gömul og mjög hænd að mér og ég að henni augljóslega.

Vaktavinna getur verið mjög krefjandi þegar maður á barn og á tímabili var ég í 60% næturvinnu því það hentaði okkur best. Þá gat ég unnið á meðan hún svaf, keyrt hana síðan á leikskólann og lagt mig svo. En því miður að þá fara næturvaktir ekki vel í mig og veit ég að þó ég sé hræðileg B-manneskja að morgunvinna myndi henta mér best upp á rútínu að gera.

Sumarhátíð á leikskólanum eftir fyrsta árið.

Mamma ekki fara í vinnuna

Amelía segir oft við mig: „Mamma, ekki fara í vinnuna,“ og oftast þegar hún er á leiðinni í rúmið.

Það er erfitt að útskýra fyrir þriggja ára barni að mamma þurfi að fara í vinnuna svo að við höfum efni á því sem við þurfum. Það er erfitt að útskýra fyrir þriggja ára barni að mamma þurfi að fara og hugsa um aðra til þess að fá borgað. Til þess að hafa efni á því að borga öðrum til þess að passa hana. Þegar ég gæfi allt til þess að geta verið með hana heima.

Til þess að hafa efni á því að borga fyrir pláss á leikskóla fyrir hana sem eflir hana á svo marga vegu. En ég er einnig mjög meðvituð um það að maður þarf að vinna fyrir hlutunum og hef alltaf verið mjög dugleg að vinna, að mínu mati allavega.

En ástæðan fyrir því að ég get ekki verið í dagvinnu eingöngu er vegna þess að það er ekkert álag á dagvinnulaunum. Og grunnlaun sjúkraliða eru mjög lág miðað við og það nær ekki að dekka það sem ég þarf að borga á mánuði, þó ég sé ekki illa haldin af skuldum.
Þegar ég á kvöldvaktir þá viljandi kúrum við aðeins frameftir og hún fer aðeins seinna á leikskólann þá daga. Vegna þess að ég fer í vinnuna klukkan 15.30 og kem heim kl. 23 og missi því næstum alveg af henni ef ég skutla henni á leikskólann kl. 8.

Bestu stundirnar eru þegar ég get verið hjá henni þegar hún fer að sofa. Lesa bók, syngja saman og spjalla saman, en hún elskar að fá að tala og spá í hinum ýmsu hlutum þegar hún á að vera sofnuð. Svo kyssi ég hana góða nótt og hún sofnar sjálf, en það er svo vont þegar ég get ekki verið hjá henni. Þó svo að ég geri mér grein fyrir því að það sé gott fyrir okkur báðar að vera ekki öllum stundum saman.

Fórum til Gdansk í apríl og áttum mjög góða viku þar saman.

Það tekur á mömmuhjartað að fara út þegar að hún grætur á eftir mér.

Nú er ég svo að fara í skóla og verð að vinna með honum til þess að þurfa ekki að taka himinhá námslán á meðan. Þetta verður erfitt og krefjandi en þess virði á endanum. Því vonandi get ég fengið góða dagvinnu á mannsæmandi launum að námi loknu. En þangað til reynum við að sætta okkur við þær aðstæður sem að við getum ekki breytt.

Þegar hún fæddist þá stal hún stórum hluta af hjarta mínu og hún á það alveg skuldlaust. Hún er það sem fær mig til þess að sigra hvern dag þegar mig skortir sjálfstraust í að trúa á sjálfa mig.

Færslan er skrifuð af Katrínu Helgu og birtist upphaflega á Vynir.is

Besta hlutverk í heimi að vera mamma hennar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Sigurður Ingi segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar – „Hver setur svona þvælu á flug?“

Sigurður Ingi segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar – „Hver setur svona þvælu á flug?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Hvatvís og flytja til Rómar – Hætt við sölu en vilja leigja og „ganga svo að henni vísri þegar heim er komið, bæði tönuð í drasl“

Hvatvís og flytja til Rómar – Hætt við sölu en vilja leigja og „ganga svo að henni vísri þegar heim er komið, bæði tönuð í drasl“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“