38% snyrtivara frá löndum utan EES uppfylla ekki fyllilega skilyrði sameiginlegrar EES löggjafar
Umhverfisstofnun stóð nýlega fyrir eftirliti með húðsnyrtivörum sem upprunnar eru frá löndum utan EES. Farið var til 9 birgja sem eru umsvifamiklir í þeim innflutningi og voru alls 32 vörur skoðaðar. 12 vörur eða 38% reyndust ekki uppfylla alfarið skilyrði EES löggjafar. Af þeim voru 10 ekki skráðar í vefgáttina og þar af vantaði að tilgreina ábyrgðaraðila á umbúðum fyrir 6 vörur. Tvær vörur skorti upplýsingar um ábyrgðaraðila á umbúðum en þær vörur voru skráðar í gáttina. Jafnframt var athugað hvort vörurnar innihéldu óleyfileg innihaldsefni en svo reyndist ekki vera. Gerðar voru athugasemdir við vörur frá 5 birgjum og þeim veittur frestur til að gera fullnægjandi úrbætur. Nánar má lesa eftirlitið á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Eftirlit þetta staðfestir að ekki er vanþörf á því að birgjar hugi að því að snyrtivörur sem þeir markaðssetja og upprunnar eru í löndum utan Evrópu standist örugglega kröfur sem settar eru innan EES.
Sameiginleg löggjöf landa á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hefur það markmið að tryggja að snyrtivörur sem boðnar eru fram á markaði séu öruggar fyrir heilbrigði manna við eðlileg notkunarskilyrði. Áður en snyrtivara er markaðssett á EES skal tilnefna ábyrgðaraðila innan þess, sem meðal annars hefur þá skyldu að:
Mikilvægt er að þeir sem setja á markað snyrtivörur hérlendis tryggi að vörurnar uppfylli ofangreindar kröfur, en einkum þarf að hafa þetta í huga þegar fluttar eru inn snyrtivörur sem upprunnar eru frá löndum utan EES, þar sem aðrar reglur gilda um markaðssetningu þeirra.