fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025

Alfa gagnrýnir áfengisneyslu foreldra í kringum börn þeirra – „Það fylgir því mikið óöryggi að sjá og upplifa foreldra sína drukkna“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfa Jóhannsdóttir minnir á það í nýlegri stöðufærslu á Facebook að áfengi og börn fara ekki saman. Alfa starfar sem sérfræðingur í félagsmálum barna og verkefnastjóri innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna hjá Akureyrarbæ og var tilefni stöðufærslunnar vera hennar á Fiskideginum á Dalvík í gær og segist hún hafa séð of mörg dæmi um það þar hvaða áhrif áfengisneysla foreldra hefur á börn þeirra.
„Það á ekki að vera samasem merki milli neinna athafna eða viðburða og þess að það sé allt í einu ókey að drekka sig fullan með börnunum sínum,“ segir hún og ítrekar að börn eigi rétt á öryggi, en upplifi mikið öryggi að sjá og upplifa foreldra sína drukkna.
Nefnir hún einnig að börn sem eru vön þessu athæfi hafi verið sett í aðstæður sem þau eigi aldrei að vera sett í og að áfengisneysla foreldra geti valdið kvíða og þunglyndi hjá börnunum.
„Verum fyrirmyndir en ekki hálfvitar,“ segir Alfa.
 
Svona er stöðufærslan í heild sinni:
Ég er búin að fara á nokkrar útihátíðir og í ferðalög í sumar. Þetta var allt sjúklega skemmtilegt og fáránlega gaman. Ég var í ólíkum hlutverkum samt, stundum bara fullorðinn einstaklingur að skemmta mér með vinum mínum og stundum fullorðinn einstaklingur að skemmta mér með börnunum mínum.
Því langar mig að minna á eitt: áfengi og börn fara aldrei saman.
A L D R E I.
Ekki bara einu sinni á ári, ekki bara spari, ekki bara á áramótunum, ekki bara á útihátíð eða ættarmóti, bara aldrei. Börn eiga rétt á að upplifa foreldra sína aldrei drukkna.
Börn eiga rétt á öryggi og það fylgir því mikið óöryggi að sjá og upplifa foreldra sína drukkna. Þau börn sem eru vön því, hafa verið sett í aðstæður sem þau eiga aldrei að vera sett í. Aðstæður sem hæfa ekki börnum. Örygginu hefur verið kippt undan þeim og ábyrgð lögð á þau sem þau eiga aldrei að þurfa að bera. Áfengisneysla foreldra getur valdið kvíða og þunglyndi hjá börnum.
Það á ekki að vera samasem merki milli neinna athafna eða viðburða og þess að það sé allt í einu ókey að drekka sig fullan með börnunum sínum.
Eg sá of mikið af svona dæmum í gær á Fiskideginum, og hef séð of mikið af svona dæmum í lífinu.
Þetta er ekki í lagi. Ef þú ert að lesa þetta og ert komin/n í vörn yfir svona hegðun hjá þér eða þínum þá er ekki of seint að snúa dæminu við og læra af reynslunni.
Börn eiga rétt á heilbrigðum samverustundum með fjölskyldunni og sú vísa er aldrei of oft kveðin að það læra börnin sem fyrir þeim er haft.
Verum fyrirmyndir en ekki hálfvitar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

„Mjög mikil óþægindi“ – Feneyjabúar ekki sammála um hvort brúðkaup Jeff Bezos eigi að fara fram í borginni

„Mjög mikil óþægindi“ – Feneyjabúar ekki sammála um hvort brúðkaup Jeff Bezos eigi að fara fram í borginni
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hætti við ferðina vegna áreitis en fær ekki endurgreitt

Hætti við ferðina vegna áreitis en fær ekki endurgreitt
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sauð upp úr á Strandgötu: Sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akureyri

Sauð upp úr á Strandgötu: Sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akureyri